Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 Lífið sjálft DV Booztog nógafvatni í morgunsárið Morgunstund RagnheiSur GuSflnna GuSnadóttir „Ég fæ mér boozt I morgunmat," svarar Ragnheiður einlæg að- spurð hvað hún leggi sér til munns I morgunsárið. Hún við- urkennir að hún haldi sig við hollustuna þegarhún útlistar innihald drykksins.,, Boozt eða hristingur sam- anstendur afeinni dós afbláu Kea-skyri, banana, epli, kanil á hnífsoddi, bombu og fullt afklökum. Ég drekk helst þrjú glösaf vatni þegarég vakna. “ En um helgarþegarþú hefur nógan tlma? „Þá fæ ég mér kaffi og gróft rún- stykki með kotasælu, osti og tómötum." Ingvar H. Guðmundsson Mcitur ; íslensk kjðtsúpa Uppskriftin erfyrirfimm manns 400 gr lambakjöt (beinlaust) 1,51 vatn 2 stk laukar 4stkgulrætur 1 stkgulrófa 2 stönglar sellerý 4 meðalstórar kartöflur 1 haus blómkál 1 haus hvltkál 1 bolli hrisgrjón söxuð steinselja salt og pipar eftir smekk Kjötið erskorið i litla bita og skolað undir heitu vatni. Settipott ásamt vatninu og hrísgrjónunum og suðan látin koma upp. Grænmetið erskorið i litla teninga en laukurinn erskorinn I fernt. Grænmetið er sett út í pottinn f þessari röð: Rófur Laukur Kartöflur Gulrætur Blómkál Sellerý Hvltkál Látið þetta slðan sjóða ica.lS mln. Rétt i lokin ersaxaðri steinselju og hafra- mjöli bætt útíog látið sjóða í 2-3 mín. Boriö fram með rúgbrauði og flat- brauði og að sjálfsögðu er smjör sett á brauðið. Kveðja, Ingvar Guðrún Edda Einarsdóttir hönnuður hannaði spegil sem seldur er í IKEA um allan heim. Guðrún Edda segir algengt að íslenskir hönnuðir verði að vinna aðra vinnu meðfram listsköpun sinni en hennar draumur er að verða vöruhönnuður. Guðrún Edda Guðrún Edda fékk eintak af speglinum sem hún hannaði sent frá Ikpn Gaman a „Bekkurinn átti að koma með hugmyndir fyrir baðherbergi og IKEA valdi minn hiut til að framleiða og selja í sínum verslunum um allan heim,“ segir Guðrún Edda Einars- dóttir hönnuður. Guðrún Edda út- skrifaðist úr Listaháskóla fslands árið 2004 þar sem hún lærði vöru- hönnun en Guðrún Edda hannaði spegil fyrir IKEA. Spegillinn er seldur í verslunum um allan heim en þó ekki á íslandi. Guðrún Edda segist ekki hafa séð spegilinn í verslunum IKEA enda hafi hún ekki lagt í vana sinn að heimsækja IKEA þegar hún bregði sér úr laridi. „Ég sá hann samt á vefnum þeirra og þeir sendu mér eintak," segir hún stolt „Þetta var mjög skemmtilegt. Það er gaman að sjá hugmynd verða að venúeika og sér- staklega hjá svona stóm fyr- irtæki.“ L x. ■ V Aj* tSP Listamaður Guðrún Edda er ekki aðeins flinkur hönnuður held- ur frábær teiknari eins og sést á þessari mynd, IrcOiun tJk Nýta sér ferskar hugmyndir nemenda Guðrún Edda hefur verið í sam- bandi við fyrirtækið en hefur ekki tekist að koma fleiri vömm að hjá þeim. „Það er ekkert hlaupið að því að komast inn hjá svona stóru fyrirtæki auk þess sem þau eru ekki eins mikið með freelance.- hönnuði eins og áður," segir hún og bætir við að hún geri sér alveg grein fyrir að fyrirtækið hafi einfaldlega verið að nýta sér ferskar hugmyndir nem- enda. Hönnun er víðtæk Guðrún Edda starfaði einnig hjá X18 þegar hún var aðeins 19 ára. Hún hefur því bæði reynslu í vöm- og skóhönnun. „Ég aðstoð- aði Maríu Kristínu Magnúsdóttur skóhönnuð við að fylgja hönnun- inni eftir á X18-skónum og koma með hugmyndir sem var mjög gaman. Hönnun er í rauninni svo víðtæk og það er afar mismun- andi hvernig fólk vill nálgast hana. Sumir hanna handa mörg- um og þá kannski ódýrari vörur á meðan aðrir stfla irin á minni markhóp og hugsa þá meira um hugmyndafræðina á bak við hlut- inn og vilja fá fólk til að hugsa með verkum sínum." Fjallar um hönnun í blöð- unum Bekkjarfélagar Guðrúnar Eddu hafa haldið sambandi síð- an þau útskrifuðust og eru í hönnunarhópi sem kalla sig Takk fyrir síðast. Hópurinn hef- ur farið tvisvar sinnum til Mflanó þar sem þau héldu sýn- ingar. Sú síðari sem fór fram árið 2004 hét Sigurvegari dagsins og fjallaði um það að fagna hvers- dagslegum sigrum. Hópurinn hefur einnig skrifað greinar í blöðin sem Qalla um hönnun. „Við viljum auka almenna um- fjöllun á vöruhönnun," segir Guðrún Edda sem hefur einnig mikinn áhuga á teikningu sem henni langar að tengja við vöru- hönnun sína. Vinnan tengist hönnun Aðspurð segir hún algengt að íslenskir hönnuðir vinni aðra vinnu meðfram hönnun sinni og sjálf afgreiðir hún í tískuvöru- versluninni MariMekko á Lauga- veginum. „Vinnan mín tengist að mörgu leyti hönnun enda eru þetta fallegar vörur sem við selj- um," segir hún en bætir við að draumurinn sé að fá að starfa við vöruhönnun og gera það að sínu aðalstarfi í framtíðinni. indina@dv.is NJOTTU LIFSINS með HFILBRICÐUM LIFSSTIL Það sem gleður hjarta kvenna Ágústa Johnson „Það sem myndi gleðja mitt hjarta er notalegur kvöld- verður með ijölskyldunni og eftir matinn," segir Ágústa einlæg og bætir við: „Þegar börnin em komin í ró, þætti mér ljúft að slaka á með eiginmannin- um, spjalla um heima og geima og sötra gott rauðvín í friði og ró," segir hún einlæg og bætir við hlæjandi að þá sé slökkt á öllum GSM-símum á heimilinu. „Það sak- aði svo ekki t að Ljúft að slaka á með eigin- manninum. losna við að gera húsverkin í tileftii dagsins," segir Ágústa geislandi fögur. Ásdís: „Ég var frékar sár yfir þessum Valentínusardegi," við- urkennir Ásdís Rán með sinni töfr- andi röddu aðspurð hvað gleðji hjarta hennar og hvað hún gerði með elskunni sinni í gær. „Þar sem ég fékk ekki að hafa elskuna mína hjá mér. Ég tók Valentínusardaginn samt snemma út úti í Edinborg áður en ég kom heim og við áttum saman góðan rómantískan dag með ljúf- fengum mat og víni." Talið berst að stjörnumerkjunum og Ásdísi er skemmt og svarar aðspurð um eigin- leika stjömu hennar: „Ég er mikið ljón í mér og elska að láta dekra við mig. Það sem myndi gleðja mig væri rómantísk stund með elskunni minni heima."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.