Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 25
r DV Lífið sjálft MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 25 Gefurafsérafalhug Tolnospski Helga Vala Helgadóttir er fædd 14.03.1972 Lífstala Helgu Völu er reiknuö út frá fæöingardegi hennar og ári. Talan tekur til eiginleika sem eiga öðru fremur að móta líf hennar. Lífstala hennar er 9 i Eiginleikarsem tengjast þessari tölu eru: Mannúð, örlæti, óeigingirni, skuld- [ bindingarog sköpunargáfa. Hún er skörp kona sem gefur afsér afalhug. Árstala Helgu Völu árið 2006 er 7 Árstala hennar er reiknuð út frá fæðing- ardegi okkar og því ári sem við erum stödd á (2006). Árstalan, sem er sjöan i hennar tilfelli, á að gefa visbendingar um þau tækifæri og hindranir sem árið færir okkur. Ríkjandi þættir i þessari tölu er: Lifsskoðun og skilningur. mstm wmmmmmmmm Ætti að hlusta á hjarta sitt i. , < Alfreð Þorsteinsson er 62 ára í dag 15. febrúar. „Maðurinn hefur áttað sig á því hvenær hann heldur aftur af sér og hvenær hann ætti að hlusta betur á hjarta sitt. Hann erfær um að velja ávallt bjartsýnt viðhorf gagnvart öllu og er einn af þeim sem hefur tileinkað sér að láta allan drunga og neikvæðni hverfa." Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri svæðisstöðvanna og Rásar 2 er sest að á Akur- eyri eftir áralanga dvöl í Danmörku. Sigrún er fædd og uppalin á Akureyri og segir bæinn hafa breyst mikið síðan hún bjó þar síðast. Sigrún fer allar sínar ferðir fótgangandi og nýtur lífsins í rólegheitunum og nálægðarinnar við barna- era eiM skemmtilegt „Ég býst við að viðbrigðin hefðu orðið enn meiri ef ég hefði farið frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur enda er ég búin að til- einka mér ákaflega lítið stress í kringum mitt einkalíf," segir Sig- rún Stefánsdóttir dagskrárstjóri svæðisstöðvanna og Rásar 2 en Sigrún settist að á Akureyri nýlega eftir áralanga veru • í Danmörku. „Þegar maður er í útlöndum er vinahópurinn mun minni og því held ég að breytingin hafi verið minni að fara hingað heldur en í stressið í Reykjavík," segir Sigrún en bætir við að eiginmaður hennar sé enn úti. „Það angar mig mest en stendur þó til bóta. Hann mun af- henda húsið okkar fljótlega og kemur hingað eftir tvær vikur og þá verðum við alkomin." Saknar lífsins í miðbænum Sigrún er fædd og uppalin á Ak- ureyri og bjó hér einnig um tíma þegar hún ritstýrði fslendingi. Hún segir bæinn hafa breyst mikið á þeim tíma. „Ýmsir hafa elst svo- lítið, eða allir nema ég,“ segir hún hlæjandi. „Auðvitað hefur bærinn breyst, byggðin er orðin miklu meiri og dreifðari. Ég sakna mest lífsins í miðbænum eins og hann var í minningunni en hér eru vega- lengdirnar mjög stuttar svo ég get gengið allar mínar ferðir." Komin nær barnabörnunum Stór hluti af fjölskyldu Sigrúnar býr á Akureyri og hún segir mikinn mun að vera komin í svona mikla nálægð við þá sem em henni kær- astir. „Annar sonur minn býr hér og vinnur við háskólann og faðir minn og bróðir minn búa héma einnig," segir hún og bætir við að hún hafi hlakkað mikið til að komast nær bamabömunum. „Ég á fjögur bamaböm hér og er dugleg við að gera eitthvað skemmtilegt með þeim enda hef ég sem amma allt öðmvísi tíma en foreldramir sem em í svo miklu stússi. Um síðustu helgi útbjuggum við til dæmis veiði- stöng sem við ætlum að prófa niðri á bryggju á eftir. Stelpurnar læra einnig af mér að ganga því það virð- ist oft gleymast að sá möguleiki sé fyrir hendi. Það verður því ævintýri að ganga um bæinn á tveimur jafn- fljótum." indiana@dv.is rVz iiiBHW m m wmmmsmnsimmm Rúnir & spádómar 4 ÆSL . Vilborg Aldís Ragnarsdóttir Rúnireru ævafornt letur og eru taldar veraeldrien Nýja testa- mentið.Þær hafa ekki ver- iðnotaðari yfirþrjú hund- ruðárogeru fyrstu táknmyndirnar kallaðar rúnir. Rún = leyndardómur Nafnið rún er dregið aforðinu runa og þýðir leyndardómur. Ekki eru allir á sama máli um hvar eða hvenær rúnaletur kom fyrst fram í Evrópu en samkvæmt nákvæmustu lýsingu er frá árinu 98, i skrifum rómverska sagn- fræðingsins Tacitusar. Talið er að rúnirnar hafi borist til meginlands Evrópu með kaup- mönnum, hermönnum og engilsaxneskum trúboðum. Tilkoma rúnanna var bæði súað hverrún táknaði stafsem varupphafið að stafaletri germanskra þjóða en einnig höfðu rúnirnar máttinn til að koma notendum sin- um I viss tengsl við guðina. Rúnirnar gegndu og gegna svipuðu hlutverki og tarot-spilin. Þær tengjast guðunum sterkum böndum enda er þeim skipt í þrjár ættir sem eru nefndar i höfuðið á goðunum Frey, Hagal og Tý- Tengsl tarot og rúna Sem dæmi um tengslin sem liggja á milli tarot-spilanna og rúnanna er hengdi mað- urinn I tarotinu, hann er tákn um aðför Óð- ins þegar hann hékk á heimstrénu í níu daga og niu nætur án matar né drykkjar til að öðlast visku lífs og dauða. Það var fyrir fórn hans að rúnirnar uppgötvuðust þegar hann féll úr trénu og greip þær særður afeigin völdum. Eftirþað orti hann Eddukvæðin,sem Islendingar þekkja svo vel, þarsem sagt erað Óðinn tali I gegnum aldirnar. Kalla fram æðri máttarvöld Notkun rúnanna hefur frá öndverðu verið eins konar helgiathöfn og voru rúnirnar notaðar til að varpa hlutkesti, notaðar sem skrifletur, til spádóma og til að kalla fram æðri máttarvöld. Fjölmargar aðferðir eru notaðar til þess að ráðgast við rúnirn- ar, ein sú einfaldasta erjá og nei-aðferðin. Þá dregurðu eina rún úrpokanum og ef rúnin snýr réttþá ersvarið já en efhún snýr öfugt þá er svarið nei. Hver einstaklingur er véfrétt og mikilvægt aðmunaað þegar við ráðfærum okkur við rúnirnar erum við í raun að ráðfæra okkur við okkar sjálf því við erum öllokkareigin kortagerðarmenn. Véfrétt rúnanna hefur aldrei breytt farvegi manns- ins, hún hefur aðeins hjálpað honum að móta sögu mannkynsins eftir þeim lærdómi sem maðurinn hefur dregið aflifinu. Vilborg Aldís Ragnarsdóttir spákona skrifar um spádóma og dulræn mál- efni á síður Lífsstíls. N í vetur Ný tæki - Betra verð! SM&C1 17.900:- siiNPiKTOMi' n n nnn kt jflejc Ic.uIIU.- HREYSTI Sál þín blómstrar hérna svo sannarlega. Hér kemur fram að þitt eig- ið sanna eðli eflir þig hér í febrúar þar sem þú upplifir þinn hreina anda svo- kallaðan og upplifirjákvæðartilfinn- ingar í eigin garð og náungans að sama skapi. Hamingja einkennir líðan þína og sýnir þig ávallt eiga von á því besta sem tilveran er fær um að gefa þér og þeim sem þú elskar heitt. Fiskarnir (19. febr.-20. mars) o Ef þú ert staddur/stödd í ást- arsambandi ættu heiðarleiki og lotning að einkenna líðan þína í sambandinu miðað við stjörnu þína sem geislar hér svo sannarlega. Þú býrð yfiráberandi miklu sjálfsöryggi. ®Hrúturinn (2imars-i9.aprii) Þú birtist hugmyndarik og dulræn manneskja og lætur eftir þér að elska án skilyrða og vera elskuð. Gefðu óhikað umhverfinu fyrir- mæli um að uppfylla langanir þínar og lifgaðu þar með drauma þína við. ©NaUtið (20. aprll-20.mal) Þú verður til staðar þegar þín er þarfnast, svo mikið er víst. Hér birtist innra með þér sterk og átríðuþungin rödd á sama tíma og þú öðlast sanna gleði af að snerta og gefa af þér. o l\l\bmm (2lmal-21.júní) Þú munt vissulega sættast við náungann ef missætti hefur átt sér stað síðasta árið. Hér er boðuð óvænt ánægja sem færir þér mikla gleði. © ^áb\)m(22.júnl-22.júli) Einn daginn virðist allt í kring- um þig fara í þann farveg sem þú hefur ávallt óskað eftir. Heilsa þín og andleg vellíðan auka sjálfstraust þitt. Það virðist eiga vel við þig í dag og næstu vikur. n ... Ljonið (23.júll-22. ógúst) Þú veist að hið óþekkta ýtir undir sköpun og þann ólýsanlega mikla kraft sem býr innra með stjörnu þinni. Meyjan/23. ágúst-22. sept.) | Árangur næst fyrir vorkomu ef þú yfirvinnur eigingirni þína þegar ástvinir eru annars vegar og leyfir þér að bindast einlægum en faglegum böndum við náungann með réttu hug- | arfari. VogÍn (23.sept.-23.okt.) Þú ættir að velja þér fólk sem hvetur þig til aðgerða og hlúir að þér á sama tíma en einnig ert þú minnt/ur á þinn ótakmarkaða mátt til að skipu- Íeggja orku þína. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) Ekki leggja meira á þig en ella því nú líður að uppskeru svokallaðri. Hlustaðu betur í framtíðinni og vertu þolinmóð/ur gagnvart fólkinu sem þú umgengst daglega. Bogmaðurinn (22.n0v.-2ue.) Hafðu taumhald á hneigð þinni til að láta undan og leyfðu þér að upplifa undurtilverunnar með því að sleppa fram af þér beislinu tilfinninga- lega. Steingeitin (22.des.-19.jan.) i Wa-----------------------------------------1 Eðlisávísun þín er frjó hér svo sannarlega og þú ættir að nýta þér það betur. En gleymdu aldrei að þú stjórnar eigin gjörðum. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.