Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 13
7*ws 20 manns Mótmælendurnir mættu með skilti fyrir utan sendiráðið. Þeir voru flestir Engiendingar og Skotar en einnísiendingur varmeð fför. Reykjavíkurborg Skípulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulagáætlunum í Reykjavík. Kleifarsel 18. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að efri hæð núverandi húss verði rifin og ný efri hæð byggð með mest fjórum íbúðum, á neðri hæð núverandi húss verða einnig innréttaðar fjórar íbúðir. Ný viðbygging verður reist, að hámarki þrjár hæðir með allt að fjórum íbúðum á hæð, samtals tólf í húsi. Bílastæði verða sex á lóð ofanjarðar og þrjátíu og fjögur í bílgeymslu neðanjarðar, samtals fjörutíu stæði sem eru tvö á íbúð ef reistar verða tuttugu íbúðir. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Austurstræti 17. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að byggt verði við sjöundu hæð (efstu hæð) hússins sem er nú 27,7 m2 en verður að hámarki 210 m2, inndregin frá götulínu Austurstrætis um minnst 238 cm, á göflum um 120 cm og á bakhlið um 110 cm. Leyfilegt yrði að setja burðarsúlur utar til að tengjast burðarkerfi eldri byggingar og salarhæð yrði aukin, úr 2,7 m í 3,2 m. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Traðarland 1 - Víkingur. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. nýjum upplýstum gerfigrasvelli í stað núverandi vallar á svæði A. Völlurinn yrði girtur af með fjögurra metra hárri girðingu með þremur Ijósamöstrum á hvorri langhlið, lýsingu yrði beint inn á völl og leitast við að lágmarka glýju gagnvart umhverfinu. Einnig gerir tillagan ráð fyrir sextíu og sjö nýjum álagsstæðum á opnu svæði norð-austan við núverandi íþróttahús ásamt því að legu á almennum göngustíg verður breytt lítillega. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 - 16:15, frá 15. febrúar til og með 29. mars 2006. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíóu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipuiag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 29. mars 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 15. febrúar 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090 Nýtt barnaherbergi Fáðu góðar hugmyndir og sjáðu glæsilegar útfærslur í nýja bæklingnum okkar “Hugmyndir og góð ráð fyrir barnaherbergið”. Bæklingin færðu í næstu verslun Flugger lita Flligger litir Stórhöfða 44 110 Reykjavík Sími 567 4400 Skeifan 4 Snorrabraut 56 Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Sólbakka 8 DV Fréttir 20 manns mótmæltu við sendiráð íslands í Lundúnum í gær. Hópurinn samanstóð aðallega af enskum og skoskum umhverfissinnum. Arna Ösp Magnúsardóttir segir hópinn ekki hafa sungið sitt siðasta. 20 manns efndu til mótmæla við íslenska sendiráðið í Lundún- um í gær. Verið var að mótmæla virkjunarframkvæmdum og öðru sem mótmælendur telja vera umhverfisspjöll. Mótmælin fóru friðsamlega fram og eftir þau héldu mótmælendur á sýn- ingu sem Landsvirkjun stendur fyrir í Lundúnum. Að sögn Örnu Aspar Magnúsar- dóttur, sem hefur stundað slík mót- mæli hér á landi og er stödd í Lund- únum, gengu mótmælin afar frið- samlega fyrir sig. Arna var ekki stödd fyrir framan sendiráðið í gær en þekkir fólkið í hópnum. „Þetta voru mestmegnis Eng- lendingar og Skotar en einn íslend- ingur var með í för.“ Ekki hætt Arna segir allt hafa farið mjög friðsamlega fram. „Lögreglan var kölluð út og mætti á staðinn. Mótmælendur voru beðnir að færa sig frá hurðinni, sem þeir og gerðu," segir Arna. Hún segir að mótmælendurnir ætli ekki að láta hér við sitja. „Ég veit ekki um nákvæmar áætl- anir þeirra en ég veit að þau eru ekki hætt." Ógeðfellt Mótmælendur héldu skiltum á lofti og á þeim stóðu ýmis slagorð er „Mér fínnst ógeðfellt að alþjóðleg stórfyrir- tæki geti siegið eign sinni á ómetanlegar náttúruperlur." varða íslenska náttúru og íslenskt efnahagslíf. Eftir að hafa mótmælt við sendiráðið héldu mótmælendur á sýningu sem er haldin í Lundún- um í boði Landsvirkjunar, sem ber nafnið Pure Iceland. í fréttatilkynn- ingu frá mótmælendum segir Alan Parker, einn mótmælenda: Gömul í heimsókn „Mér finnst ógeðfellt að alþjóðleg stórfyrirtæki geti slegið eign sinni á ómetanlegar náttúruperlur. Með mótmælunum viljum við sýna fram á að íslenska rflcisstjómin á jafn- mikla sök á þessari hörmung og fyr- irtækin." kjartan@dv.is Gullfaxi, fyrsta þota Islendinga, lenti í Keflavflc í gærdag til að taka eldsneyti. Vélin kom fyrst til Reykjavíkur árið 1967 og var Jó- hannes Snorrason flugstjóri í þeirri ferð. Gamli Gullfaxi er nú í eigu USP-hraðflutningafélagsins en það er jafnframt níunda stærsta flugfélag f heimi með marga tugi flugvéla sem fljúga á tvö þúsund ferðir á dag. Guflfaxi fór úr eigu ís- fendinga árið 1984 en lenti tvfvegis í Keflavflc í ársbyrjun 2003.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.