Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 33
Menning DV MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 33 Maríubjallan, leikrit eftir Vassily Sigarev, höfund verksins Svört mjólk, verður frumsýnt í nýju leikhúsi LA annað kvöld. Álfrún Helga Örnólfsdóttir, einn leik- ara í sýningunni, segir að verkið láti engan ósnortinn. Voninni teílt negn „Maríubjallan er kraftmikið og magnað nútímaverk," segir í frétta- tilkynningu frá Leikfélagi Akureyr- ar um verkið sem sýnt verður í Rýminu, Hafnarstræti 73. „Á einu kvöldi fáum við innsýn í líf persón- anna, kynnumst sorgum þeirra og þrám. í ömurlegum aðstæðum er að finna allt litróf mannlegra til- finninga og hver um sig hefur fundið sína leið til að lifa af.“ Álfrún Helga örnólfsdóttir er einn leikaranna í sýningunni og segir í stuttu spjalli við menningar- síðu að verkið sé mjög sterkt: „í því er fjallað um ungt fólk í Rússlandi - fólk sem liflr við mikla fátækt á jaðri samfélagsins. Þessa krakka vantar þann ramma sem okkur þykir sjálf- sagður hlutur og þau eru t.a.m. ekki vön því að foreldrar þeirra verndi þau, eða að þau njóti öryggis innan veggja heimilisins. Þau hafa flosnað upp úr skóla en hafa enga vinnu og ekki við neitt að vera, en allt snýst um að redda tíkalli fyrir næsta sí- garettupakka. Júlka, mín persóna, hefur að vísu annan bakgrunn - þar sem hún kemur frá menntaheimili og stundar nám í háskóla. En hún er forvitin og mjög opin fýrir þeim áhrifum sem hún verður fyrir þetta kvöld.“ Álfrún segir að sjálf hafi hún líka orðið fyrir áhrifum af verkinu, sem og leikhópurinn allur. „Þetta hefur verið dýrmæt upplifun og lærdómsrík. Við höfum stundað rannsóknarvinnu og kynnt okkur ástandið eftir fall Sovétríkjanna. Okkur þótti til dæmis sláandi Álfrún Helga Örnólfs- dóttir Hún leikur eitt aðal- hlutverkanna ÍMaríubjöll- unni.sem veitirinnsýn lllf lágstéttanna i Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna. tn hvernig vestrænu áhrifin hafa flætt þar yfir af krafti og hvað neyslubrjálæðið er orðið hrika- legt. Allt snýst um að græða og geta keypt - og auðvitað getum við Vesturlandabúar samsamað okkur því. Maríubjallan á brýnt erindi við okkur öll, þar sem verk- ið snýst um vonina, náungakær- leikann og hið mannlega, sem teflt er gegn efnishyggjunni. Per- sónurnar eru fyrst og fremst mannlegar verur og því rúmast flestar tilfinningar í samskiptum þeirra; fyndni, ást, sorg og drama- tík. Ég leyfi mér að fullyrða að Maríubjallan lætur engan ósnort- inn,“ segir Álfrún. Vassily Sigarev er talinn eitt fremsta leikskáld nýrrar kynslóðar í Evrópu og hefur hlotið fjölda verð- launa á síðastliðnum misserum. Meðal annarra verka hans eru Plasticine og Svört mjólk sem bæði voru frumsýnd í Royal Court-leik- húsinu í London. Það síðarnefnda var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir skömmu við góðar undirtektir. Árni Bergmann þýddi verkið úr Áðeins tvær sýningar eftir af söngfarsanum í Iðnó Gesturinn Gestur býr sig undir að kveðja Það fer hver að verða síðastur til þess að sjá söngfarsann „Gestur - Síðasta máltíðin" eftir Gaut G. Gunnlaugsson og Gunnar Krist- mannsson í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Farsinn er sýndur í Iðnó og einungis tvær sýningar eru eftir. Sú fyrri er á sunnudag kl. 20 en sú síðari á miðvikudag eftir viku, einnig kl. 20. Gestur er íslensk hinsegin óper- etta eða leikverk með söngvum. Verkið fjallar um þá Lauga og Óli- ver sem eru samkynhneigð „hjón“ í Grafarholtinu og nýja- nágrann- ann þeirra, atvinnuflugmanninn og sjarmatröllið Gest, sem leikinn er af Hrólfi Sæmundssyni. Laugi er heimavinnandi en Óli vinnur í banka og þeir una nokkuð glaðir við sitt þar til gesturinn Gestur set- ur líf þeirra úr skorðum. Smávægi- legur misskilningur kallar fram af- brýði og hefndarhug sem kemur af stað bráðfyndinni atburðarás með óvæntum endi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ís- lenskt verk af þessu tagi er frum- sýnt hérlendis og því stórme.rkileg- ur viðburður í íslensku menning- arlífi," segja aðstandendur sýning- arinnar og bæta því við að tónlist- in sé ákaflega vönduð og áheyrileg og spanni fjölmargar stflgerðir vestrænnar tónlistar. Eina stund- ina sé hún létt og fjörug í ætt við Mozart og hina hádramatísk og rómantísk. Gautur og Gunnar sömdu leikritið, tónlistina og text- ann, auk þess sem þeir fara með hlutverk í sýningunni. Heyrst hef- ur að þeir Gautur og Gunnar hafi nú þegar byrjað að semja annan söngfarsa. I Gunnar, Hrólfur og I Gautur Hinirsamkyn- I hneigðu una glaðir við I sitt uns Gestur velgir | þeim undir uggum. |o semur enn Lucas Lego hefur gert nýjan fimm ára samning við Lucasfilm sem tryggir fyrirtækinu áframhaldandi tekjur af sölu gripa sem tengjast Star Wars-vörum, greindi Politi- ken frá í gær. Er vonast til að tap sem verið hefur á fyrirtækinu að undanförnu réttist við í framhaldi af samningnum. Lego hefur rétt til að selja áfram kubbakassa, leikföng og leiki, og jafnvel sjón- varpsþáttaröð undir merki Star Wars. Lucas er ánægður með samstarfið við danska fyrirtækið sem tryggir honum milljarða tekj- ur. Upprunalegur samningur var gerður 1999 og hefur fært samn- ingsaðilum góðan hagnað. Var helmingur tekna Lego úr þeirri deild fyrirtækisins. En það dugði ekki til. Fjárfestingar og minnk- andi sala í öðrum merkjum Lego dróst saman. Gríðarlegt tap var á Lego 2004 - nærri 20 milljarðar. Samningurinn var kynntur á leikfangamessu sem nú stendur yfir í New York. Þar er mál manna að hin hefðbundnu leikföng séu á undanhaldi en rafmagnsleikföng sæki æ meir á og tengist gjarna heimi kvikmynda og tölvuleikja. rússnesku en Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar. Leikmynd og búninga hannar Halla Gunnars- dóttir, lýsing er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar og höfundur tónlistar er Hallur Ing- ólfsson. Leikarar eru, auk Álfrúnar Helgu, Esther Talía Casey, Guðjón Davíð Karlsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Jóhannes Haukur Jó- hannesson og Þráinn Karlsson. Leikhópurinn heldur úti æf- ingadagbók á netinu. Slóðin er: www.mariubjallan.blogspot.com. I Sigurður Gylfi I Magnússon. Er j hluti af þverfag- j legum hópi um ilistlalmenn- j ingsrými. Málþing um list í almenningsrými Opinn fundur menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar verður haldinn í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi á laug- ardag kl. 13.30 - 16.30. Þetta er málþing og umræður um stefiiu- mótun um list í opinberu rými. Málþingið hefst með fyrirlestri Charlotte Cohen um strauma og stefnur samtímans í list í almenn- ingsrými. Hún er málefninu mjög kunn þar sem hún var forstöðu- maður þeirrar stofnunar sem tek- ur ákvarðanir um listaverk í opin- beru rými fyrir New York-borg. Cohen er fiilltrúi í alrfldsnefnd sem hefur það lilutverk að taka ákvarðanir um list á almannafæri á norðausturströnd Bandaríkj- anna. Eftir kaffihlé verða opnar um- ræður um stefnumótun Reykja- víkurborgar varðandi list í opin- beru rými. Umræðurnar hefjast með innleggi frá þverfaglegum hóp um list í almenningsrými sem ætlað er að leggja grunn að stefnumótun um málefnið. Haf- þór Yngvason safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur leiðir hópinn en hann skipa Helga Bragadóttir skipulagsfulltrúi, Júlíana Gott- skálksdóttir listsagnfræðingur, Ólöf Nordal myndlistarmaður, Pétur H. Ámansson arkitekt og Dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.