Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 Sport DV Til hamingju Frank Ulrich, þjálfari Sven Fischer, fagn- aði honum vel þegar hann kom I mark I gær. Þjóðverjinn Sven íscher vann í gær gull í 10 km sprettgöngu í skíðaskotfimi á vetrarólympíuleikunum í Tórínó. Var þetta fyrsta gull Fischer í einstak- lingsgrein á ólympíuleikum en hann hefur þurft að bíða í ein fjórtán ár eft- ir því. Svíar unnu tvöfaldan sigur í boðgöngu. Gaf bónusinn til góðgerða- mála Bandaríski skautahlauparinn Joey Cheek kom við- stöddum í opna skjöldu þegar hann tilkynnti í viðtali við þul skautahallarinn- ar í Tórínó í fyrrakvöld að hann hygðist veita peninga- verðlaunum sínum fyrir sig- ur í 500 metra spretthlaupi karla til barna í Darfur-hér- aði í Súdan. Peningaverð- launin veitir bandaríska ólympíunefndin sigurvegur- um sínum en Cheek sagði við þetta tilefni að hann hefði lagt á ráðin um þetta í „dálítinn tíma". Bandaríkjamaðurinn Bode Miller var dæmdur úr leik i alpatvikeppninni i gær Ted Ligety bætti fyrir mistök landa síns og vann gullið Bandaríska skíðakonan Lindsey Kildow mun að öll- um líkindum keppa í bruni kvenna sem fer fram í dag. Hún hlaut slæma byltu í æfingum á mánudag og var í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Meiðsli hennar voru ekki jafnalvarleg og í fyrstu var óttast en hana verkjar þó í mjóbaki og mjaðmagrind. Læknir bandaríska liðsins mun taka ákvörðun á síð- ustu mögulegu stundu í dag hvort Kildow sé í stakk búin að taka þátt í brunkeppn- inni. Einnig er áætlað að hún keppi í risasvigi á föstudag. um morguninn og vom að klára þriðju og síðustu ferðina um kvöldmatarleyt- ið. Fyrst var farin ein bmnferð og svo renndu keppendur sér tvær ferðir í svighluta brautarinnar. Bandaríkjamaðurinn Bode Miller var dæmdur úr leik eftir að hann sleppti úr einu af 56 hliðum svighlut- ans en eftir hann var Miiler með góða fomsm. Miller missti þar með af verð- launum aðra keppnina í röð en hann endaði í fimmta sæti í bmninu um síð- ustu helgi. Milier þótti mjög sigur- stranglegur fyrir þessa grein en hann fékk silfur í henni á síðustu leikum. Okkar maður, Sindri Már Pálsson, Mikill fögnuður Félagar Ted Ligety fögn- uðu honum vel þegar gullið varíhöfn. DV-mynd: Nordicphotos/Getty Images fiéll í fyrri ferð svigkeppninnar í alpatvíkeppni á ólympíuleikunum og er þar með úr leik. Sindri var í 53. sæti eftir brunið en honum hlekktist á í sviginu. Aamodtvarði ekki titilinn Brasilíumaður féll á lyfjaprófi Brasilíski langsleðakapp- inn Armando dos Santos var í gær sendur heim frá vetr- arólympíuleikunum í Tórínó þar sem hann féll á fyfja- prófi. Reyndist hann sekur um að hafa neytt steralyfja. Dos Santos er 24 ára og fyrrverandi sleggjukastari en hann er fyrsti íþróttamaðurinn sem er sendur heim frá Tórínó vegna lyfjaneyslu. Það var brasilíska ólympíunefndin sem framkvæmdi lyfjaprófið á Dos Santos áður en leik- arnir hófust. Kildow keppir í dag Þjóðverjinn Sven Fischer þurftlað bíða í fjórtán ár eftir því að vinna gull í einstaklingsgrein í skíðaskotfimi á ólympíuleik- um. Það gerði hann í gær þegar hann fór hnökralaust í gegn- um 10 km brautina á rúmum 26 mínútum. Fischer er 34 ára og hefur áður fagnað sigri á ólympíuleikunum í liðakeppninni. Hann er í öðru sæti í heimsbikarkeppninni sem stendur. Á sínum langa ferli hefur hann unn- ið 32 heimsbikarmót og tvo heims- bikartitla auk þess að hann er sjö- faldur heimsmeistari í sinni grein. Norðmaðurinn Halvard Hanevold varð annar í keppninni f gær en rétt eins og Fischer hitti hann úr öllum sínum skotum f brautinni. Hanevold var hins vegar 8,2 sekúnd- um hægari. Liðsfélagi hans, Frode Andresen, var með forystuna lengi vel en misnotaði eitt skot sem þýddi að hann þurfti að ganga einn refsi- hring sem taldi 150 metra. Hann var þó ekki nema 11,5 sekúndum á eftir Fischer. „Ég hef beðið svo lengi eftir þess- um sigri,“ sagði Fischer í gær, „Ég trúi því varla að mér hafi loksins tek- ist þetta!" Fischer var gjörsamlega örmagna þegar hann kom í mark og lá í snjónum í fleiri mfnútur. „Ég á aldrei eftir að gleyma þessu." Fischer hóf feril sinn árið 1989 á heimsmeistaramótinu í Hvíta-Rúss- landi en harin er þekktur fyrir að vera ekki með hanska á höndunum þegar hann keppir. Björndalen níundi Norska goðsögnin Ole Einar Bjömdalen náði sér ekkiá strik og varð að láta sér lynda 12. sætið í gær en hann átti titil að verja. Hann hef- ur unnið 5 gullverðlaun á ólympíu- leikum í skíðaskotfimi, þar af fem í Salt Lake City fyrir fjórum árum. Tímabilið í ár hefur þó ekki gengið sem skyldi en hann lenti í veikind- um fyrir jól sem þýddi að hann missti af níu mótum í heimsbikar- mótaröðinni. Engu að síður er hann 21 árs Bandaríkjamaður, Ligefy, vann guil í alpatví- keppni á ólympíuleikunum Tórínó í gærkvöldi eftir frá- bæra lokaferð og náði þar með að bæta fyrir hrakfarir landa síns Bode Miller sem dæmdur úr leik eftir fyrri svig- ferðina. Ivica Kostelic frá Króa- tíu fékk silfurverðlaun og Aust- urríkismaðurinn Rainer Schoenfelder hreppti bronsið. Þetta var fyrsta gull Bandaríkjamanna í alpagreinum á leikunum. Ted Ligety var með Ted þriðja besta tímann fyrir lokaferðina sem tókst fuilkomlega hjá honum og tveir efstu menn náðu ekki að bæta hans tíma. Ivica Kostelic náði að halda öðm sætinu því Benjamin Raich, sem fór síðastur og var með besta tímann, keyrði út úr brautinni að því er virtist á auðveldasta hluta hennar og missti því af verðlaunum. Alpatvíkeppn- in er ein sú allra Fyrsta gull Bandaríkjamanna Ted Ligety vann gull I tvikeppni alpa- greinanna d ólympluleikunum ITór- Inó í gærkvöldi eftir frábæra lokaferð. erfiðasta af alpa- greinunum því keppendur hófu keppni snemma í,- ' Tólf ára bið lokið Svíar fögnuðu sinu fyrsta gulli á vet/arólympiuleikunum I tólfár I gær. í.sjötta sæti í heimsbikarnum sem stendur. Tvöfaldur sænskur sigur Svíar unnu í gær glæsilegan sigur í boðgöngu, bæði í karla- og kvenna- flokki. Sigur kvennaliðsins var nokk- uð ömggur en karlamir áttu i harðri baráttu við nágranna sína Norð- menn. Á æsilegum lokaspretti hafði þó Svíinn Björn Lind betur en Norð- maðurinn Tor Arne Hetland og fögnuðu Svíar í kjölfarið glæsilegum sigri. Þetta var í fýrsta sinn sem Svíar vinna gull á vetrarólympíuleikunum síðan í Lillehammer árið 1994 og hafa því ærna ástæðu til að fagna. Það er þó viðbúið að Svíar þurfi ekki að bíða svo lengi eftir sínu næsta gulli og binda miklar vonir við skíða- kappann Önju Parsson sem hefur verið þeim bestu í alpagreinum síð- astliðin ár. eirikurst@dv.is Norðmaðurinn Kjetii Andre Aamodt þurfti að draga sig úr keppni í alpa- tvíkeppni karla í gær vegna meiðsla á hné sem hann hlaut í brunkeppn- inni á sunnudag. Aamodt átti titil að verja en alls hefur hann unnið sjö sinnum til gullverð- launa á ólympíu- leikum. Aamodt er orðinn 34 ára og hefur því unnið til sinna síðustu verðlauna á ólym-píuleikum en hann varð í fjórða sæti í bmninu á sunnudag. Hann vann sín fyrstu gullverðlaun í Albert- ville árið 1992. VETRAROLYMPIULEIKARNIRIT0RIN0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.