Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 Lífið DV Hljómsveitir sem nefndu sig eftir alvöru fólki í. Someone still loves you Boris Yeltsin Poppað indie- band frá Misso- urisem nefnir sig eftirdrykk- fellda fyrrum for- seta Rússlands. 2. Franz Ferdinand Skosku rokkararn- ir nefna sig eftir austuriskum hertoga sem var myrtur. Það kom fyrstu heims- styrjöldinni af stað. 3. Asia Carrera Þetta enska rokkband nefn- irsig eftir ktámmynda- leikkonunni víðfrægu. Hún eránægðmeð heiðurinn eins lengi og fólk heldur ekki að hún komi fram með sveitinni. 4. Jetliro Tull Þessir Islandsvinir sem eru enn og aftur á leiðinni nefna sig eftir breska bóndan- um sem fann upp nútimaplóginn. 5. Elvis Hitler Grinpönkband frá Detroit sem gafm.a. út piötuna„Dis- gracetand". iZ- 6. Komeda Þetta sænska poppband nefn- ir sig eftir Kryz- stofKomeda, pólsku tónskáldi sem samdi mikið fyrir myndir Romans Polanski og Ing- mars Bergman. 7. Pink Floyd Þessir höfingjar nefndu sig eftir tveimur gömt- um blúsurum, þeim PinkAnd- erson og Floyd Councii. 8. Chagall Guevara Þetta ameriska band var undir miktum áhrifum frá The Clash og nefndi sig eftir byltingar- manningum Che Cuevara og mátaranum Marc Chagall. 9. Sigur Rós Hljómsveitin er nefnd eftir litlu systur Jónsa, sem fæddist á svip- uðum tima og hijómsveitin var stofnuðárið 1994. 10. Lynyrd Skynyrd Amerisku rokkar- arnir nefndu bandiðsitt eftir leikfimi- ■ kennaranum sínum, Leon- ard Skinner, sem hafði refs- að þeim i skóla fyrir klæðaburð og vóæskilegan hárvöxt. Uppistandið á íslandi virðist vera komið til aö vera. Á tímum Radíuss og Tvíhöfða var nýnæmi af fólki sem stóð upp á sviði og var með grín, en nú er þetta sjálfs- sagður hluti af menningarlífinu. í kvöld heidur skemmtiframleiðslu- fyrirtækið 3T heljarinnar uppistand áNASA. Tíu mínútur á mann Björgvin Ragnarsson hjá 3T segir að meiningin sé að bjóða upp á bland í poka. „Já, flóran í uppi- standinu er stór og okkur langar til að blanda þessu saman. Þama verða gamlir refir f bland við kett- linga." Til refanna verða að teljast þeir Steinn Ármann, Sveinn Waage, Hjálmar Hjálmarsson, en kettling- amir eru Jón Mýrdal, Eyvindur Karlsson og Þórhailur Þórhallsson. Eyvindur er eins og kunnugt er sonur Spaugstofuforingjans Karls Ágústs og Þórhailur er sonur sjálfs Ladda. Semsé, stutt í grínið þar. Að auki verða þrjár læður á svæðinu; Gulia úr Steipunum, Björk Jakobs- dóttir og sjálf Siivía Nótt, sem er kynnir kvöldsins. „Það sem mér finnst einna skemmtilegast í þessum bransa núna er hve stelpumar eru að koma sterkar inn,“ segir Björgvin. „Einu sinni var Bryndís Ásmundsdóttir sú eina sem þorði upp á svið, en núna erum við með þessar frábæru stelp- ur allar, Silvíu Nótt og náttúrlega Stelpumar á Stöð 2.“ Björgvin hvetur fólk til að mæta snemma og á von á pökkuðu húsi á NASA. Hann segir að Skjár einn muni sýna afraksturinn fljótlega, skýtur á að páskahelgin sé lfkleg. Það er frí'tt inn og hver uppistandari fær 10 mínútur til að koma sínu til skila. Nördinn var hápunkturinn íslensk fyndni er vitaskuld æva- gömuJ en það má með góðri sam- visku segja að Radíusbræður séu frumkvöðlar í ísiensku uppistandi. Tvihöfði kom í kjölfar þeirra og kannski má segja að með sýningu Jóns Gnarr, „Eg var einu sinni nörd", hafi uppistandið á íslandi náð hápunkti sínum. „Hann var náttúrlega búinn að þróa þá sýn- ingu í langan tíma með því að troða upp á árshátíðum," segir félagi hans úr Tvíhöfða, Sigurjón Kjartansson og vill meina að árshátíðimar séu vaxtarvettvangur uppistandsins. „Menn komast fljótlega að því að á bakviö eitt gott uppistands-pró- gramm er álíka mikil vinna og að skrifa heila seríu af sketsaþáttum," segir Sigurjón. „Menn eru fljótir að komast að því að þetta er miklu erf- iðara heldur en það lítur út fyrir að vera." Á íslandi er lítil hefö fyrir uppi- standi en í stórborgum eriendis eru sérstakir klúbbar þar sem margir uppistandarar troða upp Icvöld eftir kvöld og þróa prógrammið. Þar leggjast menn líka í ferðalög með sýningamar sínar. „Hér í fámenn- inu eru menn fljótir að úldna og ná sjaldan að þróa sig almennilega," segir Sigurjón. Hyllir undir næsta skref Ein besta viöleitnin til að auka veg uppistandsins hérlendis var Fyndasti maður íslands-keppnin, sem var fyrst haldin 1998. Sveinn Waage sigraði það ár og síðan bætt- ust við sigurvegaramir Pétur Jó- hann, Lalli feiti, Úlfar Linnet, Fíllinn frá Dalvík og Gísli Pétur Hinriksson, fýndnasti maður íslands 2003. Hann virðist hafa gengið frá keppn- inni þvn' hún hefur ekki verið haldin síðan. Gísli telst því enn fýndasti maður landsins. Nú er Jón Gnan hættur uppistandi, en menn eins og Þorsteinn Guðmundsson og Pétur Jóhann halda dampi og troða upp á ársháu'ðum. Og fjölmargir fleiri auðvitað, m.a. þeir sem koma fram áNASAíkvöld. „Það er eflaust fínn pótens í mörgum, en mér finnst samt uppi- stands-formið vera orðið dálítið þreytt. Kannski álíka þreytt og sit- komið. Af hverju leika menn ekki frekar sketsa á sviði og eru kannski margir saman með props og læti? Ég held að það geti orðið næsta skref í grínþróuninni," spáir Sigur- jón. Grínhópar eins og Little Britain og The League of Gentlemen hafa mikið ferðast um með sketsasýn- ingar og Sigurjón útilokar ekki að Stelpumar eigi jafnvel eftir að troða upp með grínið sitt á sviði. glh&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.