Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Heilsugæsla í vandræðum Hverfisráð Vesturbæjar hefur skorað á borgaryfir- völd að grípa til aðgerða í því skyni að leysa húsnæð- isvandræði heilsugæslu- stöðvar Miðbæjar sem er á Vesturgötu 7. „Stöðin sinnir brýnni þjónustu í þágu íbúa Vesturbæjar, Miðbæj- ar og Austurbæjar en mikil húsnæðisþrengsli há starfs- semi hennar verulega," segir Birna Kristín Jóns- dóttir og Kjartan Magnús- son í bókun sinni á síðasta fundi ráðsins. Stóra Eurovison-málinu er langt í frá lokið. Kristján Hreinsson undirbýr kæru sem hann ætlar að leggja fram til menntamálaráðherra. Fjöldi manna hefur haft sam- band við Kristján og lýst yfir stuðningi við hann. Auk þess að hafa borist nafnlaus óhróður hlaut Kristján mikla yfirhalningu hjá Jakobi Frímanni Magnússyni Stuð- manni sem segist öldungis ósammála Skerjafjarðarskáldinu. Skerjafjarðarskáldi lofað íe í málskostnað Silvía Nótt Stóra Eurovison-mdlinu er langt í frá lokið. Skipulögð glœpastarfsemi á íslandi? Davíð Þorláksson, starfsmaður hjd Viðskiptaráði fslands „Veltur á þvl hvernig menn skilgreina oröiö. Ég leyfi mér að efast um að þessir menn séu skipulagðir. Sennilega er hópur manna sem stunda ólöglega starfsemi á Islandi en held að það sé frekar minna en maður heldur. Ég held að það sé óþarfi að hafa áhyggj- urafþróun mála.“ Hann segir / Hún segir „Það er erfitt að segja til en gæti vel trúað að það væri skipulögð glæpastarfsemi á Is- landi og mjög líklegt. Við erum því miðurfarin að Ukjaststór- veldunum meira að þessu leyti og oftar en ekki snýst svona starfsemi um flkniefni. Ég á allavega erfitt með að trúa þvi að mikið afþessum glæpum á Islandi séu bara tilviljanir." „í mig hringdi kona sem talaði fyrir hönd stórs hóps, og var mér heitið því að greiddur yrði fyrir mig málskostnaðurinn/' segir Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld. En hann átti sem kunn- ugt er þrjá texta við lög á lokakvöldi í forkeppni Sjónvarpsins í Eurovision. Stóra Eurovision-málinu er langt í frá lokið. Skerjafjarðarskáldið er nú að láta lögmenn sína fara yfir málið en hann vill ekki una því að Silvía Nótt fékk að taka þátt þrátt fyrir að lag hennar hefði gengið um á netinu áður en til flutnings kom. Kristján segir menntamálaráðherra mega búast við, jafnvel í þessari viku, kæru á hendur Sjónvarpinu. Nýtur stuðnings flestra keppenda Kristján segir málið snúið en hann muni ekki sætta sig við að út- varpsráð taki sér það alræðisvald að kveða uppúr um að hann megi hvorki kæra útvarpsstjóra né út- varpsstjóra til ráðsins. En Kristján lagði fram kæru á hendur útvarps- stjóra Páli Magnússyni sama kvöld og keppnin fór fram. Útvarpsráð vís- aði þeirri kæru frá. Kristján segist njóta stuðnings obbans af þeim sem tóku þátt í for- keppninni. Og segist ekki skilja af hverju svo lítið heyrist í þeim hópi og raun ber vitni. „Ég kann engar skýringar á því. En ég tók að mér að standa í þessu. Til stóð að allir myndu hætta keppni. Af því varð ekki. Og ég lofaði í staðinn að ég myndi leita lögform- legra leiða í þessu réttlætismáli." Mannleysa og aumingi Kristjáni hafa borist stuðnings- yfirlýsingar eins og áður sagði en einnig SMS-skeyti sem hann segir frá nafiilausum lyddum sem kalla hann aumingja. „Kúk- ogpissbrand- arar eins og þeir gerast verstir á leik- skólum." En ekki eru það bara nafnlausar ákúrur sem Kristján sætir. í síðustu viku fékk hann yfirhalningu á fundi þar sem rædd voru málefni laga- og textahöfunda. „Já, það var frá manni sem hing- að til hefur talist einn helsti talsmað- ur höfunda. Sá heitir Jakob Frímann Magnússon. Hann kallaði mig ítrek- að mannleysu og aumingja sem hefði orðið sjálfum mér til háðungar um ókomna tíð." „Sá heitir Jakob Frímann Magnús- i. Hann kallaði ikað mann- u og aumingja sem hefði orðið sjálfum mér til háðungarum ókomna tíð." Jakob styður útvarpsstjóra „Ég ber fulla virðingu fyrir sjón- armiðum Kristjáns þó að ég sé alger- lega ósammála honum," segir Jakob Frímann þegar málið er borið undir hann. Jakob segir einu leiðina til að skilgreina opinberan flutning þann að miða við það sem innheimt er fyrir af STEFi. „Utan sviðs STEFs liggur enn sem komið er sá virki og illskilgreinanlegi akur sem netið er. En þangað ratar hvað sem er sama hvað menn rembast við að verja hugverk sín og eignarrétt. Bendi ég þar á síðustu kvikmynd Stuðmanna og allar nýjustu kvikmyndir og hljómplötur heims." Jakob segist styðja ákvörðun út- varpsstjóra og útvarpsráðs hundrað prósent. Og telur hægt um vik að drepa keppnina í fæðingu með því að senda öll lög, sem eru í höndum tuga einstaklinga, inn á netið. Jakob Frímann fór einmitt mikinn fyrir ári og gagnrýndi Sjónvarpið harðlega fyrir að gangast ekki fyrir forkeppni Eurovison. jakob@dv.is Jakob Frímann Tók Skerjafjarðarskáldið í mikla yfirhalningu að hætti hússins. Kristján Hreinsson Segir að sér hafi verið lof aður fjárhagsstuðningur íkomandi málaferlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.