Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Side 10
10 ÞRIÐJUDACUR 28. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Ólína þykir kvenskörungur, afburðagreind, skemmtileg, húmoristi, viðsýn, skilningsrík og tryggur vinur. Hún er stjórnsöm, örgeðja og auðsærð. „Óiína hefur mjög ríka réttiætis- tilfinningu og er afburðagreind. Hún er trygglynd og sannur vin- ur vina sinna. Hún erskemmti- leg og mikill húmoristi auk þess sem hún eidar besta matsem ég hefsmakk- að á ævi minni. Svo er hún mikil hestakona og fáir sitja hest betur en hún. Efég á að nefna einhvern gaiia þá er það kannski röggsemi hennar og rökfesta sem i mínum huga eru ekki síður kostir en sumum hættir til að misskilja hana og rangtúlka vegnaþess." Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarna- fulltrúi VÍS. „Fyrst og fremst eru kostir henn- ar fagmennska í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Þegar hún tekur eitthvað að sér gerir hún það vel. Ólína er skilningsrík, víðsýn og opin. Hreinskiptni er hennar stóri kostur og mjög gaman að starfa með henni. Það lýsir kost- um hennar að hún metur starfskólans meira en sjálfa sig og það verður mikill missir fyrir ísfirðinga að missa hana úrstarfi skólameist- ara. Ákefð hennar og hrein- skiptni geta eftaust orðið að göllum ef grannt er skoðað." Cuðrún Ögmundsdóttir alþingismaður. „Kostir Ólínu eru ærnir. Hún er kvenskörungur, hæfileikakona og talar afspyrnu fagurt mál. Hún erskipulögð og stjórnsöm sem sumum þykir kannski um of. Hún er örgeðja og til- finningarík sem eru kannski ekki ókostiren veldur því að hún er auðsærð og hefur ekki nógu harðan skráp." Jón Baldvin Hannibalsson. Ólína Þorvaröardóttir þjóðfræðingur er fædd 8. september 1958. Hún er með dokt- orsgráðu Iíslenskum bókmenntum og þjóðfræði frá Háskóla íslands. ólína starf- aði sem fréttamaður og dagskrárgerðar- maður fyrir útvarp og sjónvarp í mörg ár. Hún hefur einnig starfað sem blaðamaður og til nokkurra ára var hún borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Einnig hefur Ólína skrif- að samtalsbækur, fræðibækur, kennsluefni og fjölda greina. Óllna starfar sem skóla- meistari Menntaskólans á ísafirði og bað um lausn frá embætti sínu þegar ráðning- artími hennar rennur út íjúlílok. Magnús Ingi Erlingsson lögfræðingur hefur höfðað einkamál á hendur Stafna á milli vegna sölunnar á reitnum milli Frakkastígs, Vatnsstígs og Hverfisgötu. Telur Stafna á milli hafa svikið sig um kaup á þessum eignum. Engilbert Runólfsson, eigandi Stafna á milli, segir þetta rugl. Þróun við skipulag reitsins er í biðstöðu meðan málið er útkljáð. Dómsmál höfðafi vegna sölunnar til Þnrsteins Framundan er dómsmál vegna sölu Stafna á milli til Þorsteins Steingrímssonar á eignum á reitnum milli Frakkastígs, Vatns- stígs og Hverfisgötu. Magnús Ingi Erlingsson lögfræðingur hjá 101 Fasteignafélagi hefur höfðað einkamál á hendur Stafna á milli til að fá kaupum þessum rift. „Það var aldrei gerður kaupsamningur við þessa menn um þess- areignir." haldi var eignin seld 101 Fasteigna- félagi. Fyrrgreint samkomulag var um að Engilbert léti af höfðuðu dómsmáli gegn dánarbúinu vegna vanefnda á kaupsamningi. Engar hindranir Sala Stafna á milli á öllum eign- um sínum á reiínum milli Frakka- stígs og Vatnsstígs til Þorsteins Steingrímssonar mun draga dilk á eftir sér. Magnús Ingi Erlingsson lögfræðingur hjá 101 Fasteignafélagi hefur höfðað einkamál á hendur Stafna á milli. Sakar hann Stafna á milli um samningsrof og telur að kaupsamningur hafi verið kominn á um kaup ,1- pSSte hans á þessum eignum. Magn- > / ús vildi ekkert tk , 'Æjfi % tja sig um ,< málið er DV leitaði til hans upplýs- j ingar. „Ég kýs að fjalla ‘ / ekkert um þetta mál að sinni,“ segir Magnús. Hins vegar mun vera ákveðið að málið fá hraðmeðferð fyrir dómi. Skipulags- yfirvöld eru með málið í biðstöðu á meðan skorið er úr um hver sé hinn raunverulegi eigandi reitsins. Magnús Ingi mun hafa átt í ein- hverjum samningaviðræðum við Stafna á milli um reitinn áður en gengið var frá sölu eignanna til Þor- steins. Engilbert Runólfsson, eig- andi Stafna á milli, segir að þetta sé rugl í Magnúsi. „Það var aldrei gerð- ur kaupsamningur við þessa menn um þessar eignir," sagði Engilbert í samtali við || DVígær. S Áður eldað grátt silfur Þessir aðilar hafa áður eldað grátt silfur sín í mill- '3| um. Þannig greindi DV frá því í síðastliðnum mánuði að Magnús Ingi sakaði Engilbert Runólfsson um að hafa svikið kaupa á eigninni Laugavegi 41a. Frakkastígur ehf. sem Engilbert er í forsvari fyrir hafði gert tilboð í fram- angreinda eign. HúSeignin tilheyrði dánarbúi og því var tilboðinu tekið með fyrirvara um samþykki að- standenda. Þeim þótti svo tilboðið of lágt og í fram- Jóhannes Kjarval, skipulagsfull- trúi hjá Reykjavíkurborg, segir að vinna við að þróa hugmyndir um framtíð þessa reits sé í fullum gangi og hann sjái ekki neinar hindranir á þeirri vinnu hvað skipulagið varðar. Reiturinn neðan Hverfisgötunnar, það er að Lindargötu, hefur þegar farið í hagsmunakynningu og í henni komu engar athugasemdir fram um fyrirhugaða framtíð svæð- isins. samning við 101 eignafélag vegna Fast- Engilbert Runólfs- son Segirþetta rugl i Magnúsi. Magnúslngi Erlingsson Vill ekkerttjásigum málið að sinni. Johannes Kjarval Vinna viðskipu- lagshugmyndirá reitnum í fullum gangi. Járniðnaðarmenn segja að Ríkiskaup ætli að smíða nýju Grímseyjarferjuna í Litháen Unqmenni með fíkniefni Fjögur ungmenni voru stöðvuð í Hafnarflrði að- faranótt mánudagsins vegna grun- semda um vörslu fíkniefna. Við leit í bflnum fann lög- reglan hassblandað tóbak og plastflösku og tæki til neyslu efnisins. Ungmenn- in voru stöðvuð í reglu- bundnu eftirliti og við nán- ari eftirgrennslan lögregl- unnar sáust tæki til fíkni- efnaneyslu sem varð til þess að lögreglan gerði leit í öku- tækinu og fann fflcniefnin. Ekki var um mikið magn fíkniefna að ræða. Jaðrar við hryðjuverk af hálfu stjórnvalda Ríkiskaup taka á næstunni ákvörðun um hvoru af tveimur til- boðum í smíði nýju Grímseyjarferj- unnar verður tekið. Tilboðin komu frá skipasmíðastöð í Litháen annars vegar og Ormi og Víglundi í Hafnar- firði hins vegar. Járniðnaðarmenn óttast að verkefni þetta verði sent úr landi svipað og gerðist þegar er- lendu boði var tekið í smíði nýrra varðskipa. Helgi Jóhannsson, fyrr- verandi stjórnarmaður í Félagi járn- iðnaðarmanna, gagnrýnir stjórn- völd harkalega vegna útboðsákvarð- ana við skipasmíðar. „Stefnan jaðrar við hryðjuverk af hálfu stjórnvalda," segir Helgi. örn Friðriksson, for- maður Félags járniðnaðarmanna, segir að þeir telji íslenska tilboðið hagstæðara ef tekið er tillit til þess aukakostnaðar sem er af því að senda verkið utan. Þriggja milljón lcróna munur var á tilboðunum tveimur en ef tekið er tillit til fram- angreinds kostnaðar, það er sigling- ar frá Litháen, ferða eftirlitsmanna utan og fleira sé íslenska tilboðið um 7 milljón krónum hagstæðara. „Og þá á eftir að reikna inn í dæmið þann hagnað sem bæði bæjarfélag og ríkið hafa af því að verkið sé unn- ið innanlands," segir örn. Ekki tókst að ná tali af Júlíusi S. Ólafssyni, forstjóra Rfldskaupa, vegna málsins í gær. 1 Grímseyjarferjan Járn- 1 iðnaðarmenn óttast að | nýja Grimseyjarferjan I verði smlðuð eriendis. Örn Friðriksson Telur íslenska tilboðið hag- stæðara en hið erlenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.