Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 12
72 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Útrásin í góðum gír Aðalhluthafinn í Sjælsö Gruppen í Danmörku hefiir selt Björgólfsfeðgum og Straumi-Burðarási 25% hlut sinn í félaginu. Sjælsö Gruppen er umfangsmikið í fasteignavið- skiptum í Dan- mörku en hlut- hafinn sem hér um ræðir er Brdr. Rönje. Hafa Brdr. Rönje og Samson Partners- Properties, eignarhaldsfélag þeirra Björgólfsfeðga, stofti- að sérstakt eignarhaidsfélag um fyrrgreindan hlut. Um leið og fféttist af þessum viðskiptum stigu hlutabréf Sjælsö í dönsku kauphöll- inni um 10%. Laun hækka í Skagafirði Sveitarstjóm sveitarfé- lagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að nýta til fulls heimÚd launanefndar sveit- arfélaga til að hækka í launmþá starfsmenn sem lægst hafa laun- in. „Erhérum að ræða tíma- bundnar launa- viðbætur,‘‘ segir á skagafjord- ur.is. „Kostnað- arauki sveitarfélagsins árið 2006 er áætlaður 36,4 millj- ónir króna. Launahækkan- irnar fela í sér bæði ein- greiðslur og launaflokkatil- færslur hjá leikskólakennur- um, starfsmönnum sem em í Starfsmannafélagi Skaga- fjarðar og Öldunni - stétta- félagi." Á160 kfló- metra hraða Lögreglan í Hafnarfirði stoppaði mann á sunnu- dagsmorgun sem ók Hafn- arfjarðarveginn á 160 kíló- metra hraða á klukkustund. Hámarks leyfilegur hraði þar sem bíllinn var stoppaður er 80 km/klst. ökumaður bíls- ins rétt slapp við að vera sviptur ökuréttindum á staðnum en hann ókbíl af teg- und- inni Saal „rao er veirurin i sKoium og mikið affólki að renna sérá skíðum Landsíminn og snjó- brettum, “ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins I Hliðarfjalli á Akureyri.„Veðrið er búið aö vera mjög gott síðan fyrir helgi og veturinn er að koma aftur með norðlægum kulda- áttum. Veðurfræðingarnir lofa okkur meiri snjó á næstu dög- um og vikum þannig að það erallt gott að frétta. * Fyrsta skóflustungan var tekin að hæsta húsi íslands í síðustu viku. Húsið verður einar 20 hæðir með veitingahúsi á toppnum og verslunum neðst. Þar á milli verður heilmikið flæmi leigt út til fyrirtækja og stofnana. Fermetraverðið er ekki ákveðið enn, enda fer það eftir samningum. Eigendurnir ætla þó ekki að teygja sig mikið upp fyrir 2.000 krón- ur á fermetrann á mánuði. Sérfræðingar á markaði telja það nokkuð vel sloppið. Jákup N. Purkhús Hefur efnast vel á sölu rúmfata og út- leigu húsnæðis. Odýrir fermetrar |il leigu í hæsta húsi Islands Framkvæmdir eru að hefjast við þetta hæsta hús landsins, við Smáratorg 3 í Kópavogi. New York, Kuala Lumpur, Los Angeles og fleiri borgir eiga sína skýjakljúfa og nú bætist Kópavogur í hóp heimsborganna með sinn glerturn. Það er stofnandi og eig- andi Rúmfatalagersins á íslandi - Jákup Purkhús - Færeyingur- inn frækni sem reisir og ætlar ekki að leigja út á háu verði. „Af þeim 14.600 fermetrum sem húsið er, höfum við þegar ráðstafað helmingnum," segir Agnes Geirs- dóttir, framkvæmdastjóri Smára- torgs. Hún segir áætíanir gera ráð fyrir að húsið verði tilbúið á seinni hluta næsta árs og þegar er búið að ganga frá samningum um jarð- vinnslu. Frekari framkvæmdir verða boðnar út í næsta mánuði. Agnes segir aðspurð að ekki standi til að leigja húsnæðið út á óheyrilegu verði. Hún segir leiguna ekki fara upp fyrir tvö þúsund krón- ur á fermetra. Það þykir mörgum vel sloppið. Ótrúlegur gangur „ísland er tvímælalaust land tækifæranna," segir hugmynda- smiðurinn Jákup Purkhús sem hefur tekið ástfóstri við land og þjóð. Ekki er hægt að segja annað en að ís- lenska þjóðin hafi einnig tekið hon- um og hans framkvæmdum vel. Sjálfúr ætíar Jákup sér að halda eftir einni hæð í húsinu undir skrifstofur fjárfestingarfélagsins sem hann rek- ur nú frá Sundaborg, þar sem útsýn- ið yfir sundin og Esjuna blasir við. Útsýnið frá efstu hæðum skýja- kljúfsins verður sfst lakara. Fjárfestingar og fasteignarekstur eru það sem sem Jákup leggur áherslu á núna, en það hefði honum ekld dottið í hug fyi-ir tuttugu árum, þegar hann var stýrimaður á skipi við þorskveiðar. „Mér hefði ekld dottið það í hug fyrir einu ári," segir Jákup. „Hraðinn upp á við hefur verið rosalegur hérna. Annars hafa margir boðið mér pláss á skipi ef allt skyldi fara illa hjá mér, þannig að ég er kominn með fast pláss ef svo fer." Stingur í stúf Gnæfír yfír önnurhús I nágrenninu. Skýjakljúfurinn í Kópavogi feródýrtí leigu, enda ekki annars að veenta af Júkup. Ódýrt og flott „Ég tel að þetta sé mjög leiguvænt verð fyrir leigj- endur," segir Ólafur Blön- dal, eigandi Fasteign.is. Fyrirtækið er meðal þeirra sem sjá um út- leigu á húsnæði turnsins. „Við erum að tala um hæsta hús á íslandi og þessu verður skilað tilbúið til innréttínga og jafhvel lengra komið, en það fer allt eftir sam- komulagi. Það em nokkur þekkt fyrirtæki sem em á leiðinni þang- að inn og við búumst við mikilli eftirspurn. Nú þegar em margar fyrirspumir í gangi svo við erum bara nokkuð bjartsýnir á þennan fyrsta skýjakljúf landsins, enda er gott að búa í Kópavogi." haraldur@dv.is ''MSrn... P S'- Formaöur menningar- og ferðamálaráðs hefur ekkert sést á nýju ári Dagur mætir ekki á fundi Dagur B. Eggertsson hefur ekki mætt á einn einasta fund hjá menn- ingar- og ferðamálaráði eftir áramót. Dagur er formaður ráðsins. Þá hefur hann heldur ekki mætt á tvo borgar- ráðsundi, farið nokkrum sinnum snemma og mætt nokkmm sinnum of seint. Þeir sem til þekkja segja annríki Dags vegna nýlegs prófkjörs um að kenna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er helsti keppinautur Dags í borginni en hans prófkjör er löngu afstaðið. 5 lí j Ráðhús Reykjavíkur j Von erú harðir barúttu um j borgarstjórasætið ívor. „Ég tek mætingu í vinnuna mjög alvarlega," segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks- ins, sem mætt hefur nokkuð vel á fundi borgarráðs og borgarstjómar fyrir utan tvo. „Það er meginregla að menn ræki sín störf," segir Vilhjálmur um ágæta ástundun sína en borgarfulltrúar em á fullum launum við að sitja í tveimur nefndum að minnsta kosti. Vilhjálm- ur segist reyna að rækja sínar skyldur vel en að sjálfsögðu komi upp tilfelli þar sem menn komast ekki á fundi, þá sé varamaður kallaður til en til þess em þeir eins og Vilhjálmur orðar það. „Ég hef ekki orðið veikur síðan í ágúst 1982,“ segir Vilhjálmurhreykinn af heilsu sinni. Vilhjálmur segir að ástæðumar fyrir því að hann hafi ekki mætt á tvo borgarráðsfundi hafi ann- ars vegar verið þá að hann festist í Hollandi þegar starfsmenn SAS lögðu niður störf í síðasta mánuði, hin ástæðan sé sú að hann fór á fót- boltaleik með Chelsea og Barcelona. Vilhjálmur segir að hann hafi boðað varamenn í bæði skiptin. Ekki náðist í Dag B. Eggerts- son vegna málsins þrátt fyrri ít- rekaðar tilraunir. Dagur B. Eggertsson Hefur ekki gefið skýring- ar ú fjarveru sinni frú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.