Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Page 14
 14 ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV • Þeir sem hlýddu á rappútvarpsþátt- inn „Blautt mal- bik" á X-inu 97,7 síðastliðið föstu- dagskvöld fengu sitthvað fyrir pen- inginn. Hringdi í þáttinn leikarinn Gísli Pétur Hin- riksson í miklu stuði, nýkominn frá því að leika í Túskilding- sóperunni í Þjóðleikhúsinu. Til- kynnti Gísli umsjónarmönnum að hann langaði til að „beat- boxa“, hermdi þá eftir hinu ástr- alska frumbyggjahljóðfæri didgeridoo og klykkti út með því að rappa allsvakalegan texta um hnakkavæðinguna - harðorður og flottur, áður en hann fór í matarboð hress og kátur... • Kvikmyndasér- fræðingurinn As- grímur Sverrisson lýkur miklu lofs- orði á RÚV og BaseCamp fyrir að standa að Söngvakeppninni með tilþrifum og stæl. Þetta segir hann á kvikmyndavefnum Landi og sonum. Ásgrímur þekkir það enda hefur hann staðið að ófá- um Edduverðlaunahátíðum sem þykja hafa tekist misvel. Ásgrím- ur upplýsir svo, þegar hann tek- ur fram að „production value" hafi reyndar ekki verið eins mik- ið og í Stjörnuleit Þórs Freysson- ar en svo vel hefur Þór gert að eigendur Idol-keppninnar munu hafa skoðað alvarlega þann möguleika að halda fyrirhugað Heims-Idol hér á landi... • Að sögn Reynis Traustasonar á mannlif.is er danska ríkissjón- varpið er að skoða feril fjölmiðla- kóngsins Gunnars Smára Egilssonar í tengslum við þá byltingu sem hann boðar á dönskum fjöl- miðlamarkaði - að koma á fót „dönsku Fréttablaði". Fyrirhugað er að Gunnar Smári verði efni í fréttaskýringaþætti Danska ríkis- sjónvarpsins á næstu dögum... • Guðný Halldórs- dóttir kvikmynda- leikstjóri er nýlega komin til landsins frá Danmörku með manni sínum Hall- dóri Þorgeirssyni framleiðanda. Þau fóru til að hitta meðframleiðend- ur sína danska að heimildamynd um athafnamanninn mikla Thor Jensen. í gær kom svo til lands- ins hinn frægi danski leikstjóri Ulla Boje Rasmussen til að vinna undirbúningsvinnu fyrir mynd- ina... • „Veðramót" er titillinn á næsta leikstjórnarverk- efni Guðnýjar Halldórsdóttur og mun ganga vel að fjármagna mynd- ina þá. Handritið gerði Guðný sjálf og byggir á reynslu sinni þegar hún, á hippatímabili sínu, réðst til starfa á unglingaheimili f Breiðu- vík. Og varð þar vitni af ýmsu ævintýralegu sem í frásögur er færandi... Neysla flöskuvatns hefur tvöfaldast á sex árum. Aukningin hefur áhrif á vistkerfi jaröarinnar. Bent er á að umbúðir utan um vatnið mengi. ítalir drekka mest af vatni sé miðað við höfðatölu, 2 glös á dag. Mexíkóar og íbúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna fylgja fast á eftir. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá stofnuninni EPI, leiða í ljós að neysla flöskuvatns hefur rúmlega tvöfaldast á síðasliðn- um sex árum. Þessi gríðarlega neysla hefur áhrif á vistkerfi jarð- arinnar. Alls drukku jarðarbúar 154 milljarða lítra af flöskuvatni árið 2004. Meira að segja á stöðum þar sem óhætt er að drekka kranavatn hefur spurn eftir flöskuvatni aukist. Hráolía er notuð við framleiðslu á flestum flöskunum, sem geyma vatnið. Hægt væri að knýja ansi myndarlegan bílaflota með því að nota olíuna sem notuð er í flöskuframleiðslu. Bandaríkin drekka mest af vatni á heildina litið, alls um 26 milljarða af vatni. Meðal-Bandaríkjamaður- inn drekkur eitt lítið glas af vatni á dag. Meðal-ítalinn drekkur aftur á móti tvö slík glös, en ítalir drekka mest af vatni sé miðað við höfða- tölu, á ári drekkur Meðal-ítalinn 184 lítra. Mexíkóar eru einnig dug- legir við vatnsdrykkju, 169 lítrar á ári. Einnig er mikið vatn drukkið í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum, þar drekkur meðalmaður- inn 164 lítra á ári. Þróunarríki sækja í sig veðrið Þau ríki sem hafa hvað helst sótt í sig veðrið eru þróunarríki. Lí- banon, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Mexíkó eru öll meðal þeirra 15 ríkja sem neyta mest af vatni miðað við höfðatölu. Kína og Indland eru einnig að sækja í sig veðrið. Þrátt fýrir að Vatnskælar Vinsældirþeirra hafa aukist grlöaríega. Kína og Indland neyti ekki jafnmikils vatns, miðað við höfða- tölu, hefur heildarneyslan í þessum ríkjum aukist gríðarlega undanfar- in sex ár. Neyslan mun líklega aukast til muna í þessum ríkjum. Ef allir Kínverjar myndu drekka eitt glas af vatni á dag myndi heildar- neysla landsins fara í 31 milljarð lítra á ári. Vatnið mengar Umhverfissamtök hafa bent á að flöskurnar sem notaðar eru til þess að geyma vatnið mengi. Séu flöskurnar brenndar leysast eitur- gufur úr læðingi sem spilla um- hverfinu. Séu flöskurnar grafnar eru þær óratíma að eyðast, allt að 1000 árum. Einnig eru flöskurnar fluttar um gjörvallan heim með skipum, flugvélum og í bílum. Rannsakendur á vegum EPI segja í skýrslu sem þeir skrifuðu um rann- sóknina, að hreint drykkjarvatn sé nauðsynlegt heimsbyggðini, en svarið sé ekki að finna í flöskuvatn- inu. Þar á bæ telja menn að betra sé að bæta leiðslur fyrir drykkjarvatn. Einnig telja þeir að að lausnin fyrir þá sem búa við skort af vatni ekki felast í flöskuvatninu, heldur sé betra að treysta á regnvatn og skurði. Vatnið er hollt Vinsældir flöskuvatns og vatns sem selt er í kæla sem skammta fólki vatn hafa aukist gríðarlega hér á landi. Fyrirtækið Kerfí selur vatn í vatnskæla sem það útvegar. Atli Már Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að mikil upp- sveifla sé í þessum geira. „Við erum að tala um rosalega aukningu á þessu sviði. Það er líka bara nóg að fara út í búð og sjá vatnið sem er þar til sölu," segir Atli. Hann segir Svarið ekki í flöskunum Talsmenn EPI segja að svar- ið fyrir lönd sem búa við vatnsskort sé ekki i flöskun- um heldur í betri leiðslum. að vissulega mengi flöskurnar, og þær umbúðir sem vatnið er geymt í, en setur þó spurningamerki við framsetningu staðreyndanna. „Nú hefur verið mikil aukning á því að flöskuvatn sé drukkið. Áður fyrr drakk fólk gosdrykki, líka úr flösk- um. Því er spurning hvort um ein- hverja gríðarlega aukningu á mengun sé að ræða. Ég er ánægður að fólk sé að drekka vatn, það er mun hollara en gosdrykkirnir." Hvað kranavatnið varðar segir Atli Már að hann viti ekki nákvæmlega af hverju fólk sæki frekar í vatn úr flöskum. „Mér finnst það þó vera Lögreglan á Englandi leitar að ræningjunum í ráninu í Kent Fimm handteknir í tengslum við ránið Fimm hafa verið handteknir í tengslum við ránið sem ffamið var í peningageymslunni í Kent síðasta miðvikudag. Fjórir mannanna voru leystir út gegn tryggingu en einn sit- ur enn í gæsluvarðhaldi. Einn mann- anna var handtekin eftir að lögregla skaut á bláa BMW-bifreið á sunnu- dag. Hinir fjórir voru handteknir í skipulögðum lögregluaðgerðum. „Ég er ánægður með árangurinn, enn sem komið er," segir Adrian Lepp- Tölvumynd Lögreglan gafút þessa mynd, i tengslum við ránið IKent. U3U ð- - Iji U ard, aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Kent á Englandi. Hann segir að lögreglu hafi borist rúmlega 1300 símtöl frá al- menningi varð- andi málið og telji margir sig geta gefið upplýsingar um það. Áður hefur komið fram að yfirvöld hafa lofað um 230 milljónum króna fýrir upplýsingar sem leiða beint til handtöku ræningjanna sex. „Ég er viss um að við munum finna ræn- ingjana. Við erum að skoða ýmsar vísbendingar varðandi málið." Um helgina gaf breska lögreglan út teikn- Fórnarlömbin geymd f þessum trukk er talið að fjölskylda framkvæmda- stjóra peningageymslunnar aðar myndir af ræningjunum sem dulbjuggu sig sem lögreglumenn og numu framkvæmdastjóra peninga- geymslunnar sem þeir rændu og fjölskyldu hans á brott. Gamla kærastan áeBay Eftir að maður frá Wales komst að því að konan hans hefði haldið framhjá honum með besta vini hans, ákvað maðurinn að selja nektarmyndir af henni á netsölunni eBay. Hann seldi 200 myndir af henni á rétt tæpar sex hundruð krónur stykk- ið. Allar myndimar seldust upp á innan við sólarhring. Á síðunni, sem maðurinn setti upp til þess að selja myndirnar, segir hann: „Hún hélt fiamhjá mér, með mínum svokallaða besta vini, nú er kominn tími til þess að endur- gjalda henni þetta." Yfirmenn eBay sáu enga ástæðu til þess að banna söluna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.