Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 Fréttir DV Lesbíur með barna- skemmtun Félagsskapurinn Konur með konum, eða KMK, ætlar að vera með fjölskyldudag í Korpuskóla í Graf- arvogi í dag. Munu lesbíur sem eiga böm íjölmenna á þessa skemmtun þar sem sérstök dagskrá er fyrir börnin og konumar. Hefst fjölskyldu- skemmtunin klukkan 11 og stendur til klukkan 14. Fé- lagasamtökin KMK munu síðan í lok fjölskyldudagsins bjóða öllum upp á pylsur. Allsherjar- íbúaþing Haldið verður íbúa- þing í Grinda- vík í dag á milli kl. 11 og 14 í Gmnnskóla Grindavíkur. Þingið er frek- ar stórt í snið- um en farið verður yfir nánast allt sem við kemur bænum, allt frá föndri aldraðra í Víðihlíð til mötuneytis gmnnskólans. Eftir hádegi geta íbúar síð- an valið málefni sem þeir vilja ræða. Bæjarstjórnin ætlar síðan að bjóða öllum íbúum sem mæta á þingið í mat og ritarar kynna helstu niðurstöður hópanna sem rætt hafa málefnin. Útlitsdýrkun í íþróttum? Guðjón Guðmundsson iþróttafréttamaöur. „Þaö er hégómi i sporti eirts og annars staöar en það breytir engu hvernig fótk lltur út I Iþróttum. Það er númer eitt, tvö og þrjú að fólkið geti eitt- hvað. Auðvitað eru einhverjir sem horfa á lærin á David Beckham og Figo en ég held að það sé fámennur hópur. Kolla Bergþórs er dálltið I þessu en hún er llklega ein af fáum á Islandi." Hann segir / Hún segir „I frjálsum íþróttum myndi ég ekki segja að það færi mikiö fyrir útlitsdýrkun. Auðvitað finnur maður þó fyrir þessu stundum en það er ekki eins og I Mætti eða I Laugum. Það er það sem maður gerir en ekki hvernig maður lltur út sem skiptir máli. En auðvitað eru allir I góðu formi sem eru að keppa; annars væru þeir ekki inni á vellinum." Þórey Edda EHsdóttlr stangarstökkvari. Grand Rokk Árásin átti sér staö á planinu fyrir utan staðinn eftir lokun. Guðmundur Kristján Bjarnason hefur játaö stórfellda líkamsárás á Pétur Gíslason, fyrrverandi dyravörð Grand Rokki. Pétur ætlaði að stöðva slagsmál fyrir utan staðinn eftir lokun og braut þá Guðmundur bjórglas á andliti Péturs þannig að hann hlaut 15 sentimetra langan skurð á andliti. Slagæð fór í sundur og litlu mátti muna að hann væri skorinn á hálsi. Guðmundur Kristján Bjarnason Játar aðhafa skorið mann i andlitið. Skar mann í andlitið með „Dyraverð- irnir stukku á hann og reyndu að stöðva blæðinguna „Þetta gerðist mjög snöggt," segir Guðmundur Kristján Bjarna- son sem játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn að hafa skorið Pétur Gíslason, fyrrverandi dyravörð á Grand Rokki, í andlitið með brotnu glasi fyrir utan staðinn. Hann neitar þó að hafa lagt til hans margsinnis eins og hann er ákærður fyrir. „Ég lenti í áflogum við annan mann og þá réðist Pétur á mig," segir Guðmundur sem var í miðjum áflogum þegar Pétur hugðist stöðva þau. Nýbúið var að loka Grand Rokki þegar átökin áttu sér stað. Guðmundur segir að Pétur hafi hent honum í jörðina og veist að honum, þá hafi hann skyndilega tekið upp glasið og slegið Pétur í andlitið með því. Þurfti áfallahjálp „Ég fékk sjokk þegar þetta gerð- ist,“ segir Guðmundur og bætir við að hann hafi strax séð eftir því sem hann gerði og hlaupið eins og fætur toguðu að næsta leigubíl og með honum heim. Daginn eftir gaf hann sig fram við lögreglu. Guðmundur segir að hann hafi ekki lent í slags- málum áður og segist hafa þurft áfallahjálp eftir atburðinn. Næstum skorinn á háls „Ég missti mikið blóð," segir Pétur Gíslason en slagæð fór í sundur þegar Guðmundur lagði til hans. Hann segist hafa séð tvo menn vera að slást fyrir utan Grand Rokk og ákveðið að stía þeim í sundur. Pétur segir að Guðmundur hafi lagt skyndiega til hans með glasinu. í kjölfarið fékk Pétur 15 sentimetra langan skurð frá gagn- auga niður að hálsi og litlu mátti muna að hann hefði verið skorinn á háls. Gólfið blóði drifið „Það var Pétri til happs að hann ráfaði inn á staðinn í stað þess að fara eitthvert annað," seg- ir Karl Hjaltested, vert á Grand Rokki en lýsingar hans eru óhugnanlegar. „Dyraverðimir stukku á hann og reyndu að stöðva blæðinguna," segir Karl en Pétri blæddi gríðarlega enda fór slagæð í sundur. Karl seg- ir að gólfið á Grand Rokki hafi verið blóði drifið. Pétur slas- aðist svo illa að hann þurfti að dvelja á spítala í tæpa viku og var frá vinnu í á þriðja mán- uð. Aðalmeðferð málsins verður 16. mars. Páll Magnússon neitar að hafa beðið Gallup að kanna stjórnmálaskoðanir Norðlendinga Páll Magnússon Aðstoðar- maður ráðherra, segist ekki hafa beðið um uppiýsingar um stjórn- máiaskoðanir Norðlendinga. Spurt um stjórnmálaskoðanir í virkjanakönnun „Fólk er að furða sig á því hér í Skagafirði að í könnun þar sem er verið að spyrja um viðhorf til álvera og stórvirkjana hafi einnig verið spurt að stjórnmálaskoðunum og svo séu niðurstöðurnar ekki birtar," segir Bjarni Jónsson bæjarráðsmað- ur í Skagafirði. Viðmælendur Gallups í Skaga- firði og Húsavík tóku eftir því, þegar nið- urstöður könnunar sem iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið lét gera, að spurningar um stjórnmálaskoðanir voru ekki birtar með Bjarni Jónsson Segir Fólk undrandi á fram- kvæmd könnunarinnar. öðrum niðurstöðum könnunarinn- ar. Könnunin sem framkvæmd var 9.-16. febrúar síðastliðinn snerist um að kanna viðhorf íbúa Akureyr- ar, Húsavíkur og Skagafjarðar til hugsanlegra virkjana og álversfram- kvæmda. Úrtak könnunarinnar var 1200 manns sem er það stærsta sem tekið hefur verið á svæðinu síðan fyrir síðustu alþingiskosningar. „Maður veltir því fyrir sér hvaða tilgangi það á að þjóna, hvort iðnað- arráðherra sé að láta kanna stjóm- málaskoðanir almennings fyrir sjálf- an sig og Framsóknarflokkinn, er það siðferðilega rétt?" spyr Bjarni. Páll Magnússon kom af fjöllum þegar DV bar þetta undir hann. „Við báðum ekki um þetta og fengum það ekki." Sömu sögu var að segja af Gallup. Ásdís Ragnarsdóttir ráðgjafi sagði að spumingar um stjórnmálaskoðanir hefðu ekki verið í könnuninni: „Að öðm leyti tjáum við okkur ekki um kannanir sem við gemm fyrir einstaka við- skiptavini." Hörður fngimarsson, íbúi í Skagafirði, og kona hans, Margrét Gunnarsdóttir, lentu bæði í úrtak- inu: „Við svömðum þessum spurn- ingum varðandi álversframkvæmd- irnar og svo var spurt í lokin hvaða stjómmálaflokk við myndum kjósa ef gengið yrði til alþingiskosninga daginn eftir. Ef þeir sem stóðu fyrir könnuninni halda því fram að ekki hafi verið spurt um stjórnmálaskoð- anir, þá em þeir að segja ósatt." thor@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.