Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 27
PV Helgarblað LAUGARDAGUR 4. MARS 2005 27 Tískan verður fyrir alla „í sumar verður mikið um lag ofan á lag og bol yfir bol,“ segir Björt Sigfinnsdóttir starfsmaður Vero Moda í Kringlunni. Björt segir mintu- grænan og dökkbláan lit rikjandi. „Einnig verður mikið af munstruðu efni, röndótt, doppótt og köflótt. Ef maður fléttir í gegnum tískublöðin sést að þar er allt í bland og tískan er svona allt og ekkert," segir Björt og bætir við að gallabuxurnar verði þröngar niður. „Niðurmjóar galla- buxur eru númer eitt, tvö og þrjú. Það er enn í lagi að gyrða þær ofan í stígvélin en svo er líka hægt að vera í þröngum síðum buxum við háa hæla.“ Varðandi fylgihlutina segir Björt mikið um þá í sumar og að gullið haldi áfram að vera vinsælast. „Sólgleraugun verða stór og beltin fara upp í mittið eins og hefur verið að gerast hægt og rólega en verður afgerandi í sumar. Það verður rosa- lega mikið um gull, bæði í hálsmen- um og jafnvel í beltum og skóm líka." Björt segir þessa tísku koma úr ýms- um áttum og hún er afar ánægð með það sem er að gerast. „Þessi tíska hentar einhvern veginn öllum. Það geta allar konur fundið eitthvað við sitt hæfi." Björt Sigfinnsdóttir starfs- maður Vero Moda „Sólgler- augun veröa stór og beltin fara upp I mittið eins og hefur verið aö gerast hægt og rólega en verður afgerandi i sumar.' (ris Eggertsdóttir fata- hönnuður í versluninni Kvk „Mér finnstlíka þessi japönsk smáatriöi i sniðun- um, allir þessir litlu krúttlegu jakkar og kragar, “segir Iris. ---------------------\ Rauttá sólkysstri húð „Það verður rosalega margt í gangi en mig grunar að glamúrinn fari að minnka og þæginlegheitin taki við," segir íris Eggertsdóttir fatahönnuður í versluninni KVK á Laugaveginum sem hannar undir merkinu Rokkmantík. Sjálf segist íris ætla að stefna á kónga- blátt, dökk túrkís og rauðan lit í sumar. „Fátt er eins fallegt á sólkysstri húð og rauður litur. Blúndurnar verða líka í ýmsum litum og svo slæðist kannski eitthvað af þessum rómantískari litum inn ef stemningin er fyrir hendi." íris telur að það verði ekki mikið um síð pils, síddin verði líklega í kringum hnén. „Einnig held ég að síðar peysur niður að hnjám, bolir og kjólar og fleira i þeim dúr verði vinsælt. Mér fínnst líka þessi japönsku smáatriði í sniðun- um, allir þessir litlu krúttlegu jakkar og kragar mjög flott," segir I'ris og bætir við að hún gæti trúað að það verði eitt- hvað um rósótt og röndótt. „Röndóttar peysur, bolir og sokkar verða inni og ég held að það verði svolítil áhrif frá ‘50s þegar allt var í mittinu og frekar kven- legt, laust um mjaðmirnar, belti í mitt- ið og víðari pils." Varðandi fylgihlutina segir íris mikið um perlur og gull. „Svo finnst mér þetta ‘80s skart vera að gera sig núna eins og tvílitar perlur, kannski rauðar og svartar eða bláar og svartar auk þess sem mikið verður um höf- uðslaaut, hatta, hárspangir og blóm í hárið svo hægt verði að bjarga mörgum slæmum hárdögum." ÞAR SEM NÆSTUM ALLT ER LEYFILEGT -----------------'i Aladdín buxur og púffermar „Ég geng náttúrulega bara út frá mínu en ég held að það verði fullt af sætum sumarkjólum og þá í svörtu og hvítu," segirÁsta Guðmundsdóttir fatahönnuður sem rekur verslunina Ásta Creative Clothes á Laugavegi 25. „Efnin verða bómull og silki og litirnir verða bleikur og blár. Blár hefur ekki verið lengi en ég held að hann komi sterkur inn í sumar," segir Ásta og bætir við að sniðin verði kvenleg. „Þetta verður svolítið létt og mikið um pífur. Ég held að Aladdín buxur eigi eftir að verða vinsælar í sumar og svolítið mikið um púffermar. Þetta verður svona sætt, krúttlegt og sexý.“ Ásta segir margt í gangi en að hún greini áhrif frá ‘50 og ‘60 áratugunum. „Mér finnst þessi tímabil afar skemmtileg og ég held að tískan verði flott," segir hún og bætir við að fylgihlutirnir verði annaðhvort mjög stórir en einfaldir eða eitthvað rosalega finlegt og flott. Ásta Creative Clothes „Mér finnst þessi tlmabil afar skemmtileg og ég held aö tlskan veröi flott," segir Ásta. Kvenleikinn í hávegum hafður „Þetta skiptist í rauninni í tvennt. Þær yngri eru í skinny-fit buxum, skærum skóm og kannski hvítum stutt- um jökkum á meðan þær sem eldri eru fara í pastelliti, hvítan, ljósgrænan og bláan," segir Erla Dís Amardóttir stflisti í TopShop. Erla segir að bjartir litir verði málið í sumar og buxurnar haldi áfram að vera þröngar niður. „Töskurnar verða stórar og miklar og doppótt kemur sterkt inn auk þess sem slaufur eru rosalega heitar. Það er mjög flott að vera með slaufu um mittið eða slaufúklút um hálsinn," segir Erla og bætir við að sumartískan verði umfram allt afar kvenleg. „Þær eldri verða mun meira elegant en hinar yngri þar sem tískan er hrárri og svolítið japönsk. Fylgihlutimir verða líka penni. Það hefur verið mikið af stórum perlum í gangi en núna em við að fá mikið af síðum keðjum með kannski einhverju krúttlegu hangandi á,“ segir Erla Dís og ítrekar að það verður allt rosalega kvenlegt framundan. „Kvenleikinn verður í há- , vegðum hafður í sumar." •CF Erla Dís Arnardóttir stflisti (TopShop„Þæreldri veröa mun meira eleganten hinaryngriþarsem tfskan er hrárri og svotitiö japönsk. “ Bland af barokk og rómantík Ragna Fróðadóttir fatahönnuður Path of Love „Mér finnst þessi tlska skemmtileg og er sjálfalvegtillsmá Ijósan flling Isumar." ' htx.- „Það verður mikið um stutta laussniðna kjóla rétt fýrir ofan hné," segir Ragna Fróðadóttir fatahönnuður Path of Love. „Beislitir og ljósbrúnir eru aðallitimir með kryddi af grænu og bleiku. Það em ljósir tónar sem verða miidð í gangi," segir Ragna og bætir við að sjálf ætli hún að leggja áherslu á stjörnumunstur í sumar. „í fylgihlutunum verða perlufestarnar áfram, allavega hjá okkur og þá meira í ljósum pastellitum og með gamaldagsáferð. Fflingurinn verður svolítið mattur og perlufestarnar eru blanda af efnum og trékúlum." Ragna segir sumartískuna sambland af barokk og rómantík. „Mér finnst þessi tíska skemmtileg og er sjálf alveg til í smá ljósan ffling í sumar." indiana@dv.is - DV-myndir /E.ÓI, Heiöa og Valli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.