Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 37
r*V Lífsstíll LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 37 Dýrmætir eiginleikar TQlncispehi Edda Heiðrún Backman er fædd 27.11.1957 Lífstalan hennar er 6. Lífstala er reiknuð út frá fæðing- ardegi. Hún tekur til eiginleika sem eiga öðru fremur aðmóta lif viðkomandi. Eiginleikar sem tengjast sexunni eru: Ábyrgð, vernd, næring, samfé- lagjafnvægi og samúð - hættir til sektarkenndar oft á tlðum. Árstala Eddu Heiðrúnar fyrir árið 2006 er 1. Árstala er reiknuð út frá fæðingardegi og því ári sem við erum stödd á. Hún á að gefa vísbendingar um þau tækifæri og hindranir sem árið færirokkur. Rlkjandi þættir í ásnum er: Nýtt upphafl lífi hennar. Hún er meðvituð um að allt mun veitast henni og hjarta hennar ef hún ákveður að velja. Hún lætur aðra ekki ákveða viðbrögð sin þvl hún er meðvituð um að henni hefur veriö gefið valfrelsi. SáiTiT Maðurmeðöflugt orkuflæði Friðrik Erlingsson er 44 ára í dag 4. mars. „Maðurinn er ekki endilega skólageng- inn heldur koma kostir hans í ljós þar sem góðmennska og traust lýsa honum best. Hann nýtur einfaldleika tilverunnar og er jarðbundinn og einnig er greinilegt að orkuflæði hans er öflugt. Stundum mætti hann huga betur að smáatriðum líðandi stundar og hafa það að sama skapi hug- fast að stolt hans er án efa tvíeggjað." k'- Hún er hæfileikarík og dugleg listakona sem kýs að kalla sig Mæju og það sem meira er hún trúir á álfa eins og aðrir íslendingar. Álfarnir færa okkur frelsi, náttúru & ást „Þegar ég var lítil stelpa átti ég stein sem heitir Stóri steinn og er í Fossvogi. Það voru spunnar ýmsar sögur um steininn og álf- ana sem i honum bjuggu. Við krakkamir lékum okkur mikið við steininn og klifruðum upp á hann og sátum þar heillengi. Ég hef alltaf trúað á álfa og bar mikla virðingu fyrir Stóra steini. Ég fór um daginn að kflcja á hann og hann er ekki alveg jafn stór og í minningunni en alveg jafn magn- aður," segir Mæja heillandi skemmtileg og heldur áfram: „Álfamir em líka góð leið til að túlka tilfinningar og sambönd. Þeir færa fólki frelsi, náttúm, ást og gleði. Mér finnst mikilvægt að hafa liti og gleði í kringum mig og það er gaman að geta fært fólki það líka. Það er líka mjög gefandi að sjá bros færast yfir andlit fólks sem skoðar myndirnar því fólk finnur sig oft í myndunum." Boltinn byrjaði að rúlla „Alla tíð hef ég málað og teikn- að," svarar Mæja og heldur áfram: „Ég byrjaði snemma að semja texta og skrifa skrautskrift og myndskreyta alla texta en ég byrjaði að mála fýrir alvöm þegar ég var 15 ára og fór í framhaldi af því á myndlistarbraut í Fjölbraut Breiðholti," segir hún hugsi og bætir við einlæg: „Það er frábær skóli. Svo var ég bara að fikta við þetta þar til árið 2001 en þá fór ég í Gallery Smíðar og skart á Skóla- vörðustíg og Gallerí List þar sem ég er enn að selja í dag. Fyrsta sýningin mín var haustið 2001 á Kaffi 17 og gekk glimrandi vel. Eftir það fór boltinn að nílla." Mæja stefnir á að halda sýningu á Egilsstöðum í lok sumars og það er ekki laust við að hún sé umvaf- in undraverðri orku því útgeislun hennar er mikil. „Ég er að stefna að sýningu í New York í haust í galleríi sem ég hef verið í sam- bandi við síðastliðin þrjú ár. Þannig að það er nóg að gera sem er frábært. Sumarið er líka mikil brúðkaupsvertíð þannig að árið er nokkum veginn bókað hjá mér," segir hún ánægð. „Ég á yndislega fjölskyldu. Ég á tvö börn, strák og stelpu og kærastinn minn á þrjú börn þannig að það er alltaf nóg af fólki í kringum mig. Svo á ég þrjú yngri systkini og frábæra foreldra. Allt þetta fólk hefur stutt mig mjög mikið og ef það er mikið að gera þá hjálpa þau mér. Ég mála á dag- inn meðan börnin em í skólanum en oft er erfitt að stoppa á kvöldin eða um helgar og þá er gott að eiga góða að svo ég geti sett ‘i- podinn’ í eyrun og lokað mig afl Mér finnst mikilvægt að hitta fjöl- „Álfarnir eru líka góö leiö til aö túlka tilfinn ingar og sambönd. Þeir færa fólki frelsi, náttúru, ást og gleöl. skylduna reglulega og heyra í mínu fólki." Við þökkum Mæju fyrir ein- lægt spjall og sérstaklega góða nærvem og sleppum henni ekki án þess að biðja hana um góð ráð fyrir fólk sem langar að leggja málaralistina fýrir sig: „Vera sam- kvæmur sjálfum sér og vinna út frá hjartanu. Mynd sem hefur til- finningar innanborðs getur gert ótrúlega hluti fyrir áhorfandann." elly@dv.is Níðþröngar gammósíur lengi lifí Það má með sanni segja að tískan fari í hringi þó svo að breytingar eigi sér alltaf stað. Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að leggingsbuxur eru aftur komnar í tísku og það í öllum litum, stærðum og gerðum. Orðið „leggings" er enska heitið yfir gammósíur sem þýða síðar þröngar prjóna- eða teygjubuxur. Einhvem veginn finnst mér passa betur að nota orðið leggings yfir þessa forlátaflík enda tengi ég gammósíur óneitanlega útilegum og skíðaferðum. En nóg um það. Síðast þegar leggings komust í tísku vomm við konur ekki eins meðvitaður um útíit og vaxtarlag og tíðkast í dag og létum okkur fátt um finnast að mæta í níðþröngum leggingsbuxum og víðum stuttermabol við öll tækifæri. Sú ríkistíska gekk yfir þjóðina fýrir 13 ámm sællar minningar. I dag er öldin önnur og langar mig að deila meðl eggingskynslóðum nútímans nokkrum punktum sem ber að varast ef þessi ágæta flík bætist í fataskápinn. Afturendinn stækkar Það vill oft verða þannig að afturendinn er stærri en ákjósanlegt er og þá emm við konur oft einstaklega viðkvæmar fyrir honum. Leggingsbuxur gera ekkert fyrir afturendann ef þær em notaðar einar og sér. Þegar leggingsbuxur ná hátt upp í mittið þá sjáum við ailt þetta efni sem þarf til að hylja afturendann sem gerir hann enn stærri. Gott ráð er að fá sér pils yfir leggingsbuxurnar en að varast víða boli því þá kemur sleikipinna útlitið sem engum þykir skemmtilegt. Það sama gildir í raun með allar þröngar buxur sem ná hátt upp í mittið. Hvimleitt að eiga flík sem gefur eftir Leggingsbuxur em af öllum síddum og ef það em breiðir kálfar sem gera þér lífið leitt þá mæli ég með því að varast leggingsbuxur sem ná á miðja kálfa því þær undirstrika aðeins breidd kálfanna, síðari eða styttri buxur henta betur. Efnið í þessum buxur þarf að skoða vel og passa að teygja sé í efninu. Það er ekkert eins hvimleitt eins og að eiga flík sem gefur eftir á hnjám og rassi og stækkar mann um nokkur númer auk þess sem slflc mynd gerir mann ólögulegan. Það er um að gera að nýta sér tísku líðandi stundar sem er fjölbreytt og skemmtíleg en þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta í raun um að skoða vaxtarlag sitt heiðarlega og kaupa fatnað sem hjálpar okkur að draga fram allt það fallega sem við höfum fram að færa og fela það sem angrar okkur. Þó svo að leggingsbuxurnar hafi sína galla þá eru þær nú þeim kostum gæddar að þær eru hlýjar og það hentar okkur vel á íslandi. Þær lengi lifi húrra,húrra, húrra. Góðar stimdir. Eva Dögg Sigurgeiisdóttii - tískuiáðgjað Stjörnuspá Mnsberm(20.jan.-18.febr.) Hér leitar þú á ný mið á ein- hvern máta ef marka má stjörnu vatns- berans. Þú munt efla eigin þroska á sama tíma og sköpunarhæfileikar þínar eflast. Listrænir hæfileikar þínir munu njóta sín ef þú leyfir þér að hlusta á langanir þínar sem koma frá hjarta þínu og huga. Fiskarnir f?s>. febr.-20. mars) Losaðu þig við svokallaða orkuþjófa og haltu fast í sanna félaga. Vertu einnig vakandi yfir raunverulegri ábyrgð þinni um þessar mundir gagn- vart manneskju sem þú virðist leita í miklu mæli til hér. æha Hrúturinn (21.mars-19.i ■F Umburðarlyndi getur reynst þér erfitt um þessar mundir en þú ert fær um að vera til fyrirmyndar ef þú hlustar á eigin sannfæringu og lifir í þeirri vitneskju að það sem þú sjálf/ur aðhefst mótar framtíð þína alfarið. NaUtÍð (20. april-20. mal) Fólkfætt undir stjörnu nauts- ins býr yfir styrk sem er ekki auðsjáan- legur á þessum árstíma. En þú býrð yfir þeim hæfileika að vera fær um að hlusta vel á undirmeðvitund þína. Tvíburarnirf2/.míii-2;.júra) Þú ert fær um að leiðbeina öðrum samkvæmt eigin sannfæringu og kennir náunganum að leita svara við spurningum tilverunnar. Krabbinnp2./únf-22.jfl« Þú ert gefandi í samskiptum við þína nánustu en hér kemur fram ótti varðandi öryggi, bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt sem byrgir annars snjallt innsæi þitt. LjÓnið (2ljúlí-2i. ágúx) Neistinn sem falinn er djúpt í sálu þinni kallar vafalaust til þín um þessar mundir. Vaknaðu til vitundar og hlúðu með ástúð að eigin tilfinningum. Meyjan (23. ágúst-22. septj Taktu þinn tíma og ekki hika við að starfa í þágu fólks af auðmýkt. Hógværð þín getur reynst þér vel yfir helgina en hér er á ferðinni heillandi eiginleiki í fari þínu. Innra auga þitt sér og skilur miklu meira en þú gerir þér grein fyrir. Vogin (23.sept.-23.okt.) Það er sérstakt að skoða að fólk eins og þú veit hvenær það hefur á réttu að standa og innst inni skynjar það eðlilega rás atburða og túlkar það yfir í 1 vef sambandsins sem það er statt í hverju sinni. Sporðdrekinn (24.okt.-2uMj Þú ert bjartsýn/n að eðlisfari. Ef þú elskar þig í raun og veru þá laðar þú til þín það sem þú þarfnast í fari elsk-1 huga þíns á undraverðan hátt. Bogmaðurinn (22.n0v.-2ue.) Þú ert opin/n um þessar mundir en ættir að njóta þess að deila lífsgæðum með ástvinum þinum. Það er að sama skapi mikilvægt að þú kannir hér rækilega þín eigin gildi og slítir þig lausa/n frá óheilnæmum hlutum úrfor- tíðinni. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Hér heldur þú glaðværð þinni, jafnvægi og öðlast innri frið sem þú hef- ur jafnvel ekki náð fyrr. Af grundvallará- stæðum trúir þú á frelsi og jafnan rétt. SPÁMAÐUR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.