Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Page 28
28 LAUCARDAGUR 4. MARS 2006 Helgarblaö DV Rúna Magdalena Rúna alsæl með Alexander McQueen klútinn sinn en kærasti hennar keypti klútinn handa henni ILondon. <íkt sfii/i'tibiiiicuinti Athafnakonan |N*PB eitthvað út. Hann lengir og þykkir mjög vel og því verður maður að passa sig að setja ekki of mikið svona hvers- dags.“ Nars varalitur: „Stelpumar í Sex and the City nota vörurnar frá Nars. Þessi varalitur er æðisleg- en maður verður að dumpa honum með fmgrunum á varirnar, þannig fæst fallegasta áferðin." Dagkrem frá Nars: „Þetta er svona létt gel-dagkrem sem ég keypti fyrir ári síðan. Það er með sólvörn og er bráðnauð- synlegt. Jafnar út húðlitinn svo engar kless- ur myndast. Ég nota þetta dag- lega og í staðinn fyrir meik. Nars Sticks: „Þetta nota ég sem kinna- lit, varalit og augn- skugga. Þetta frískar upp á útlitið og er margnota, það má jafnvel nota þetta á bringuna." Estee Lauder augnskuggi: Þessi er svona hvítgegnsær. Ég nota hann á augabrúnabeinið og þá birtir yfir mér. Hann er með fallegum glans og því er hægt að nofa hann undir matta liti auk þess sem hann er fal legur einn og sér." Maskari frá Estee Lauder: „Þessi er alveg svakalega góður og þá sértaklega ef maður er að fara Rúna Magdalena Guðmundsdóttir á eftir eina önn í hárgreiðslu. „Ég stefni á að klára skólann næsta vetur en það kemst lítið annað að en skólinn þessa dagana," segir Rúna. Hún segist ekki mála sig mikið hversdagslega, oftast láti hún maskara, dagkrem og púður nægja. „Þegar ég er hins vegar að kíkja eitt- hvað út á lífið nota ég hinar snyrtivörurnar," segir hún en bætir við að hún noti aldrei augnblýant. „Mér finnst mikiu skemmtilegra að mála mig lltið hversdags en geta svo bætt við um helgar." La Prairie púður: ..Ég get ekki lifað án þessa púðurs. Það jafnar litinn út og gefur manni al nýtt andlit flottan lit. veg PERSONULEG PJONUSTA í 25 ÁR • GELNEGLUR • HANDSN YRTING • FOTSNYRTING • VAXMEDFERÐIR • ANDLITSBÖD S N Y R T • LITUN OG PLOKKUN • BRÚNKUMEÐFERÐIR • HÚDSLÍPUN • SÝRUMEÐFERDIR BQLOn í~ÍtL.2 LAUGAVEGI 66 - SÍMAPANTANIR: 552 2d60 Heiðrún Lind Marteinsdóttir laganemi og framkvæmdastjóri Landssambands sjálfstæðiskvenna er glæsileg og metnaðarfull ung kona. Hún er aðeins 27 ára en hefur þegar getið sér gott orð innan stjórnmálanna. Gríp tækifærin Ejfl J| ■J 1 J ip-f j U‘ i \ 4 í 1 f ^ m JjJ í 0L „Að mínu mati eru ungar íslensk- ar konur memaðarfullar. Margar ætla sér stóra hluti og ég hef fulla trú á þeim. Það sorglega er hins vegar að konur eru oft sjálfum sér verstar og halda að þær geti minna og draga þannig úr sjálfum sér," segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir laganemi og framkvæmdastjóri Landssambands sjálfstæðiskvenna. Heiðrún er aðeins 27 ára gömul en hefur áorkað ótrú- lega miklu og verið áberandi í þjóð- málaumræðunni upp á síðkastið. Hún er á fjórða ári í lögffæði við Há- skólann í Reykjavík en útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1999. Ekki alin upp innan flokksins Sjálf getur Heiðrún ekki útskýrt dugnaðinn sem einkennir hana en segist einfaldlega hafa gripið þau tækifæri sem gefast hverju sinni. „Ég hef ég sett mér markmið sem hingað til hafa gengið upp. Áhugi minn á stjórnmálum er brennandi og ósjálfrátt leitar maður þangað sem áhuginn er. í dag er það pólitíkin," segir Heiðrún Lind. Hún segist hafa slysast inn í stjórnmálin. Hún hafi verið beðin um að flytja ræðu sem hún hafi haldið í háskólanum. „Ein- hver tók eftir ræðu sem ég flutti í há- skólanum og í kjölfarið var ég beðin um að halda ræðu á landsfundi sjálf- stæðismanna og þá byrjaði boltinn að rúlla. Þarna var ég ekki flokks- bundin en hef alltaf verið frjáls- hyggjumaður," útskýrir hún en þver- tekur fyrir að hún hafi verið alin upp innan Sjálfstæðisflokksins. „f minni fjölskyldu eru flestir feimnir við að ræða pólitískar skoðanir sínar en það eru nokkrir hægrimenn þarna á milli. Það er fremur ég sem er að ota mín- um skoðunum að fjölskyldunni - við mismikla hrifningu fjölskyldumeð- lima þó - en ekki öfugt." „Maður getur enda- laust nagað sig í hand- arbakið yfir svona hlutum en þeirsem geta ekki unað vel- gengni annarra verða að eiga það fyrir sig" Segir alltaf já Heiðrún er varamaður í skipu- lagsráði Reykjavíkurborgar og virkur penni hjá Tíkinni auk þess sem hún starfaði sem kosningastjóri Gísla Marteins í slagnum um borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Það er því ekki annað hægt en að spyrja hvernig hún hafi tíma fyrir námið. „Skólinn lendir því miður oft aftar- lega í forgangsröðuninni og í raun- inni mætti ég gefa mér meiri tíma til að læra. Þau verkefni sem ég er að fá í hinu daglega lífi eru hins vegar svo ótrúlega spennandi, krefjandi og lærdómsrík að ég hef ekki getað af- þakkað. Þetta eru tækifæri sem væri •JÉÉIÉbK-/ grátlegt ao leiða 'hja ser, segir H e i ðrú tL Hunsegir að því miður einkenni áhættufælni of margar ís- lenskar konur. Þær vilji helst ekki tr&mammaHmp* Heiðrún Lind Mart- einsdóttir„h/ú ermað- ur kominn að endanum á skólabrúnni og þarf að stökkva út i og synda. Það er því spenn- andi tímiframundan. Ég viðurkenni að þessi staða hræðir mig eilítið. Hins vegar þrifst égá þessari óvissu enda verðégávalltað hafa einhverja áskorun." taka áhættur sem birtist meðal ann- ars í hræðslu þeirra við að koma fram í viðtölum og í sjónvarpi til að tjá sig um hin ýmsu þjóðmál. „Ég hef haft þetta á bak við eyrað og segi því já við flestu því sem ég er beðin um. Þessi áhættusækni mín er ef til vill bæði kostur og galli en það er ljóst að litlu verður áorkað ef maður get- ur einungis tjáð skoðanir sínar í saumaklúbbi vinkvenna" segir hún. Skipulögð og metnaðargjörn Heiðrún viðurkennir að hafa alltaf verið metnaðargjörn. Hún vilji ná settum markmiðum og hafi ávallt langtíma- og skammtíma markmið sem hún stefni markvisst að. „Það hefur alltaf verið einhver ólýsanleg- ur töggur í mér sem hófst þegar ég ákvað að flytja úr foreldrahúsum á Akranesi og halda til Reykjavíkur í MR. Ómeðvitað held ég að mér hafi fundist það rétta skrefið í þá átt sem ég stefndi. Ég er samt langt því frá að vera fullkomin og geri margt rangt en maður lærir af mistökunum." Yfir sig ástfangin Þrátt fyrir annríki segist Heiðrún gefa sér tíma tíl að hitta vini sína og skemmta sér. Hún eigi frábæra fjöl- skyldu og stóran vinahóp svo það sé margt í gangi á hverri stundu. „Vin- konur mínar og fjölskylda kvarta samt undan að það geti verið erfitt að ná í mig en ég reyni áð gefa mér tíma í slík samskipti, enda skipta þau mig miklu. Svo er ég líka yfir mig ástfangin. Ég hef einfaldlega aðrar áherslur en að skemmta mér með skólafélögum um helgar þótt ég fari auðvitað út þegar eitthvað er um að vera. Að mínu mati er mun skemmtilegra að hitta góða vinkonu í skvassi eða Skotveiðifélagið mitt í badmínton en að skella sér út á galeiðuna um helgar." Baktal og öfund Það eru ekki margar konur ungar konur á íslandi í dag sem hafa jafn sterkar skoðanir á málunum og Heiðrún. Hún viðurkennir að í kjöl- farið verði hún stundum fyrir baktali og öfund en lætur það ekki á sig fá. „Fólkið sem stendur mér nálægt veit hvernig ég er og það nægir mér. Maður getur endalaust nagað sig í handarbakið yfir svona hlutum en þeir sem geta ekki unað velgengni annarra verða að eiga það fyrir sig. Ég læt það ekki trufla mig," segir Heiðrún og bætir við að það sé al- gengt að konur í stjórnmálum séu dregnar í dilka. „Ef þú ert kona í stjórnmálum áttu að vera svona eða hinsegin, jafnvel nöldrandi og bitur, sem er afar undarlegt og eiginlega bara fyndið. Ég læt það því ekki á mig fá." Þrífst á óvissu og áskorunum Á döfinni hjá Heiðrúnu er að klára lögfræðina. Einnig er hún full tilhlökkunar fýrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. „Ég vona að ég geti unnið með mínu fólki að sigri í borginni auk þess sem það er ýmis- legt í bígerð hjá mér persónulega. Ég ætla að klára skólann með sóma og svo er málið að finna sér vinnu. Nú er maður kominn að endanum á skólabrúnni og þarf að stökkva út í og synda. Það er því spennandi tími framundan. Ég viðurkenni að þessi staða hræðir mig eilítið. Hins vegar þrífst ég á þessari óvissu enda verð ég ávallt að hafa einhverja áskorun. Nú er bara að bretta upp ermar og grípa þau tækifæri sem gefast með hækkandi sól," segir Heiðrún að lok- um. Það er vert að fylgjast með þess- ari stelpu í framtíðinni enda mun hún örugglega verða áberandi. Hvort það verður innan lögræði- stéttarinnar eða stjórmálanna verð- ur hins vegar tíminn að leiða í ljós. indiana&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.