Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 Sport DV Skelltu sér saman á NBA- leik Þjálfari og varaíyrirliði Keflavíkur voru ekki með Keflavík gegn Fjölni í Iceland Express deild karla á fimmtu- dagskvöldið því þeir Sigurður Ingimundarson og Magnús Þór Gunnarsson skelltu sér saman á NBA-leik Miami Heat og Boston. Sigurður er harður Boston-maður en Magnús hélt með Miami í leiknum sem Miami vann. Á sama tíma unnu Keflvíkingar sex stiga sigur, 97-91, á Fjölni og eiga því enn möguleika á deildarmeistaratitlinum. Unnu báða leikinaífram- lengingu Bikarmeistarar Grindavík- ur unnu Njarðvlkinga, 116-112, í ffamlengdum leik í Grindavík á fimmtudags- kvöldið og stefiiir því í hrein- an úrslitaleik milli Njarðvíkur og Keflavíkur um deildar- meistaratitilinn í síðustu um- ferð. Grindavík vann þar með báða leikina við Njarðvík í framlengingu en fyrri leikn- um lauk með 106-105 sigri Grindavíkur í Njarðvík. Fjórir leikmenn liðanna hafa spilað meira en 40 mínútur að með- altali í þessum leikjum, Grindvíkingamir Páll Axel Vilbergsson og Jeremiah Johnson og Njarðvfldngamir Brenton Birmingham ogjeb Ivey en Páll Axel spilaði einn allar 90 mínútumar. KRendaði sigurgöngu Snæfells KR endaði fimm leikja sig- urgöngu Snæfells með því að vinna leik liðanna í Stykkishólmi, 63- 59, en KR hefirr þar með unnið báða leiki liðanna í Iceland Express deildinni 1 vetur með fjögurra stiga mun. Þetta var sjötti leikurinn af síðustu átta hjá Snæfelli sem enda með 4 stiga mun eða minni. Melvin Scott skoraði fimm síðustu stig leiksins og tryggði KR sigurinn. Spursfórupp fyrir Dallas NBA-meistaramir í San Ant- onio Spurs komust upp fyrir Dallas Maver- icks í miðvesturriðli NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 98-89 sigur í fyrrinótt Liðin hafa baeði unnið 45 leiki en Spurs hefur unnið tvo innbyrðis- leiki liðanna og er því nú með besta árangur allra liða 1 Vestur- deildinni. Michael Finlay skor- aði 11 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum en hann lék áður með Dallas. Tony Parker var stigahæstur hjá Spurs með 23 stig. Hamar/Selfoss er búið að bjarga sér frá falli úr Iceland Express-deild karla í körfu- bolta þótt útlitið hafi ekki verið gott um tima. Pétur Ingvarsson hefur því enn á ný náð ótrúlegum árangri með mjög takmarkaðan mannskap. hægt aú afshrita trnsma Petars Ingvarssonar Þegar leikmenn Hamars/Selfoss mættu til leiks gegn KR 23. febr- úar síðastliðinn var útlitið ekki bjart fyrir eina sunnlenska liðið í efstu deild og margir voru enn á ný farnir að tala um að ævintýr- ið væri á enda. Hamar/Selfoss hafði tapað átta leikjum í röð og ekki unnið á heimavelli síðan um miðjan október. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn hafa afskrifað lærisveina Péturs Ingvarssonar og ekki í fyrsta sinn sem leikmenn hans hafa af- sannað hrakspárnar með góðum sigrum á réttum tíma. Þessi endasprettur Hamars/Sel- foss er þegar farinn að minna á afrek liðsins fyrir þremur árum en liðið var þá í bullandi fallhættu þegar aðeins fimm leikir voru eftir cif mótinu en vann fjóra af fimm síðustu leikjum sfiium og fór alla leið inn í úrslita- keppnina. Hamarsliðið hefur komist 1 úrslitakeppnina fimm sinnum á sex tímabilum slnum í úrvalsdeild en það var aðeins í fyrra sem liðið sat heima. Möguleikamir í ár eru enn fyrir hendi en þá þarf margt að ganga upp. Hamar/Selfoss þarf að vinna upp fjögur stig á Fjölnismenn þar sem Fjölnir vann báða leiki liðanna í vetur og er því með betri innbyrðisár- angur. Misstu tvo lykilmenn fyrir sigurhrinuna Það er ekki nóg með að Ham- ar/Selfoss hafi ekki verið búnir að vinna nema einn af síðustu 15 deild- arleikjum sínum þegar þeir mættu „Möguteikarnir í ár eru enn fyrir hendi en þá þarfmargt að ganga upp." KR-ingum í Hveragerði í fyrsta leik eftir bikarúrslitaleik því mannabreyt- ingar liðanna voru ekki til að auka sigurlflcurnar. KR-ingar mættu til leiks með nýjan serbneskan leik- mann, Ljubodrag Bogavac og vom því til aíls lfldegir á sama tíma og Hamar/Selfoss var án tveggja byrjun- arleikmanna sinna, Davids Aliu og Friðriks Hreinssonar, sem vom jafri- framt tveir af þremur stigahæstu leik- mönnum liðsins í vetur. Svöruðu kalli þjálfarans David Aliu, sem var með 20,7 stig og 8,9 fráköst að meðaltali þegar hann meiddist illa á baki þannig að hann gat ekki spilað meira í vetur og Friðrik Hreinsson sem hafði skorað 12,8 stig og 3 þriggja stiga körfur í leik var heldur eldd með í leikjunum við KR og Hauka af persónulegum ástæðum. Fyrir lið sem hafði „að- eins" skorað 80,6 stig að meðaltali í leik þá var erfitt að vera bjartsýnn fyr- ir þeirra hönd þegar 33,5 stig vom á bak og burt. Pétur Ingvarsson leitaði hins vegar til þeirra leikmanna sem eftir vom í liðinu og það er óhætt að segja að þessir strákar hafi svarað kalli þjálfarans. Cook ótrúlegur í síðustu leikjum Fjórir leikmenn Hamars/Selfoss hafa bætt framlag sitt verulega í sig- urhrinunni. Þar fer fremstur Banda- ríkjamaðurinn Clifton Cook sem hef- ur spilað frábærlega í þessum þrem- ur sigurleikjum gegn KR, Haukum og Þór. Cook er með 36,7 stig, 10,7 frá- köst og 5,3 stoðsendingar að meðal- tali í leik í þessum leikjum og hefur auk þess hitt úr 55,4% skota sinna. Framlag Cooks í þessum leikjum er upp á 41,3 eða 17,6 stigum hærra en í fyrstu 17 leikjum tímabilsins þar sem að hann skoraði 26,2 stig, tók 7,9 frá- köst og gaf 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hinir þrír leikmenn liðsins sem hafa bætt leik sinn þegar á reyndi em miðherjinn Svavar Páll Pálsson, Frábær f sigurhrinunni CHfton Cook hefur hækkað meðalskor sitt um 10,5 stig og fram- lagið um 17,6 stig I sigurhrinu Hamars/Sel- foss. Cook hefur skorað 36,7 stig að meðaltali I siöustu þremur leikjum. DV-mynd Stefán framherjinn Atli öm Gunnarsson og bakvörðurinn Hallgrímur Brynjólfs- son sem hefur bætt meðalskor sitt um 10,1 stig og skorað 3,7 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik 1 sigur- hrinunni. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á tölfræði þessara fjög- urra leikmanna, fyrir og í sigurgöng- unni. ooj@dv.is FJÓRIR LEIKMENN HAMARS/SELFOSS SEM BÆTTU LEIK SINN ÞEGAR Á REYNDI: ^ ‘ Clifton Cook 29 dra og 180 sm bakvörður 23,8 Framlag (leik (+17,6) 41,3 26,2 Stig í leik (+10,5) 36,7 7,9 Fráköst í leik (+2,8) 10,7 •'t ■ ' Svavar Pálsson 25 ára og 202 sm miðherji 13,6 Framlag 1 leik (+7,0) 20,7 9,9 Stig 1 leik (+2,8) 12,7 8,2 Fráköst (leik (+4,2) 12,3 4,2 Stoðsendingar í leik (+1,2) 5,3 42,0% Skotnýting (+13,4%) 55,4 3,4 Stolnir boltar í leik (+0,9) 4,3 2,8 Sóknarfrákðst í leik (+1,9) 4,7 1,5 Stoðsendingar í leik (+1,8) 3,3 0,6Varin skot í leik (+0,7) 1,3 Hallgrímur Brynjólfsson 26 dra og 187 sm bakvörður 6,2 Framlag 1 leik(+7,1) 13,3 Atli Örn Gunnarsson 21 ársog 198 sm framherji 3,8 Framlag (leik (+4,8) 8,7 6,9 Stig í leik (+10,1)17,0 2,8 Fráköst 1 leik (+0,5) 3,3 1,9 Stoðsendingar í leik (+1,4) 3,3 1,1 3ja stiga körfur 1 leik (+2,6) 3,7 35,0% Skotnýting (+4,1%) 39,0% 4,2 Stig í leik (+3,5) 7,7 3,2 Fráköst (leik (+1,8) 5,0 1,5 Sóknarfráköst í leik (+1,2) 2,7 37,2% Skotnýting (+7,8%) 45,0% 42,9% Vitanýting (+40,5%) 83,3%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.