Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Síða 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 23 eða reynt að hafa metnað til að gera eitthvað almennilegt. Þótt ég sé staurblindur stunda ég mitt nám, fer á djammið og lifi lífinu," segir Bergvin afslappaður og hall- ar sér aftur í stólnum. „Þó ég hafi þurft að hætta í fótbolta fór ég bara í frjálsar. Það var samt ekkert auðvelt þegar vinirnir fóru að taka bflpróf eða fylgjast með fótblota- leikjum félaganna og hafa ekki tækifæri til að berja andstæðing- ana niður," segir hann og hlær. Blindur starfsmaður á leikskóla Þegar Bergvin hélt í 10. bekk segist hann hafa þurft að gangast undir mikla tilraunastarfsemi. Hann hafi verið að læra að nota tölvu, talgervil og hljóðbækur og sleppt nokkrum greinum. „Þetta gekk allt saman en manni finnst þegar maður ber þetta saman við aðstöðuna sem ég kynntist seinna í MH þetta hafa verið hálfgert djók," segir Bergvin og segir það hafa verið byltingu fyrir sig að fara úr grunnskólanum í Heimaey yfir í Menntaskólann í Hamrahlíð. „Mér brá mikið minna við þetta en foreldrum mínum. Þau voru auðvitað svolítið hrædd um mig þegar ég ákvað að flytjast til Reykjavíkur og fara í MH svo ég þurfti aðeins að sparka í rassinn á þeim með þetta allt saman," segir Bergvin sem virðist lítið gefinn fyrir að hlusta á ráðleggingar ann- arra. Sem dæmi um það má nefna að síðustu tvö sumur hefur hann starfað á leikskóla í Eyjum. Hann segir atvinnufulltrúa sinn ekki hafa verið upprifinn þegar hann viðraði áhuga sinn á því að vinna með börn en hann hafi þá bara sótt um starfið upp á eigin spýtur. „Það hafði auðvitað enginn blindur maður unnið á leikskóla áður svo ég viti og þegar ég viðr- aði þessa hugmynd mína við at- vinnufulltrúann minn hlaut hún ekki góðan hljómgrunn. En ég ákvað þá bara að sækja um upp á eigin spítur og líkaði vel. Ástæðan fyrir því að ég vildi vinna á leik- skóla var sú að ég er á félagsfræði- braut í MH og myndi vilja leggja það eða barnasálfræði fyrir mig uppi í háskóla þannig að mér fannst bara þetta koma til greina í raun og veru. Þetta vflckar sjón- deildarhringinn mikið og mér gekk að minnsta kosti það vel að mér var boðin vinna aftur eftir fyrsta sumarið mitt," segir Berg- vin brosandi. Kosningastjóri Bjarkar Vilhelmsdóttur Námið og sumarvinnan eru þó ekki einu járnin sem Bergvin hefur haft í eldinum að undanförnu. Hann segist alla tíð hafa verið mjög pólitískt þenkjandi eða eins og hann segir: „Þegar ég var í 5., 6. og 7. bekk gerði ég lítið annað á daginn en að fylgjast með því sem var að gerast á Alþingi, svona á milli skaust ég svo út og bar út Al- þýðublaðið," segir hann brosandi. Blaðaútburðurinn og umræð- urnar á Alþingi hafa gert Bergvin af hörðum Samfylkingarmanni. Hann lætur sér þó ekki enn nægja að fylgjast með því sem þar fer fram heldur vill hann hafa áhrif og gerði það meðal annars með því að taka við stöðu kosninga- stjóra Bjarkar Vilhelmsdóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar. Eins og flestum er kunnugt gekk Björk vonum framar en Bergvin er hóg- vær þegar minnst er á árangurinn í baráttunni. „Ég var virkilega ánægður þegar Björk fór frá vinst- ri grænum og til okkar enda hef ég mikla trú á henni." Mörg blind stefnumót Það er notalegt í íbúðinni hjá Bergvin en hann segist aðeins líta á hana sem tímabundna lausn. „Ég hef meiri metnað en svo að ég vilji vera hér alla tíð. Mig langar nú frekar að búa með fjölskyldu einhvers staðar annars staðar," segir hann þegar húsnæðismál ber á góma. Bergvin segist hafa haft nokkrar áhyggjur af því fyrst eftir að hann missti sjónina að engin kona myndi líta við blind- um manni en fullvissar blaða- mann um að sú hafi ekki reynst raunin. „Auðvitað kveið ég því 15 ára gamall að engin myndi vilja sofa hjá blindum gaur seinna meir. En það er þannig að ef mað- ur hefur eitthvað að segja og ein- hvern smá áhuga á því að sinna útlitinu er enginn vandi að veiða kvenfólk, nú eða láta það veiða sig. Maður hefur farið á mörg blind stefnumót í gegnum tíð- ina," segir Bergvin glettnislega og það er ekki annað hægt en að skella upp úr við þessa frásögn. Kerfið virkar ekki sem skyldi Bergvin segir íslendinga al- mennt mjög tillitssama gagnvart blindum. Hann segir þó mikið vanta upp á til að kerfið virki sem skyldi. Sjónstöðin hafi oftsinnis farið langt framúr fjárlögum þó á- vallt hafi verið ítrekað að mikið fé skorti til að hún gæti sinnt þeim verkefnum sem þarf að huga að. „Það gerðist til að mynda síð- asta september að mig minnir að allt það fé sem átti að veita í tal- gervla fyrir blinda var uppurið. Fyrir okkur sem erum blind eru talgervlar jafn mikilvæg tæki og hjólastóll er fyrir hreyfihamlaða manneskju. Þetta er lykill okkar í samskiptum við samfélagið og ég get ekki ímyndað mér að nokkr- um einasta manni myndi láta sér detta í huga að láta fatlaðan ein- stakling bíða svo mánuðum skiptir eftir því að fá hjólastól," segir Bergvin ákveðið. Misgáfulegar spurningar Hann telur einnig að mun meira sé gert til að aðstoða sjón- skerta en blinda. Sjónskert fólk fái frí gleraugu á ári en lögblindir verði að kaupa öll sín hjálpartæki sjálfir. „Ég er alveg til í að kaupa mér farsíma sjálfur en mér finnst ósanngjarnt að ég þurfti að borga 20.000 meira fyrir hann bara af því að ég er blindur," segir Berg- vin og vísar til þess að blindir þurfa sérstakan búnað á símann sinn til að hann geti nýst þeim sem skyldi. Þegar blaðamaður spyr Berg- vin hvort honum þyki gæta van- þekkingar á máleftium blindra getur hann ekki annað en skellt upp úr. „Ég hef haldið fyrirlestra í skólum og oft fylgja kjánalegar spurningar eins og hvernig ég viti hvort ég sé inni á baði eða inni í þvottahúsi. Hvernig ég viti hvenær ég er búinn að skeina mér og hvernig ég viti að ég sé í buxum en ekki pilsi. En það er bara þannig og auðvitað koma oft gáfulegar spurningar líka. Ég vil líka frekar að fólk spyrji mig og viti þá betur á eftir en að vita aldrei neitt," segir ungi maðurinn þolinmóður. Blindir eru líka fólk „Það er í raun bara eitt sem fer í taugarnar á mér við að vera blindur og það er þegar fólk talar við mig í 3. persónu. Það fer mjög í taugarnar á mér þegar af- greiðslufólk spyr aðra hvort mig langi í franskar eða hvaða skó- númer ég noti. Ég æsi mig samt aldrei heldur bendi fólki bara góðfúslega á að tala við mig eins og manneskju. Svo má fólk gjarn- an færa sig frá þegar það sér manneskju með hvítan staf á gangi. Það hefur stundum komið fyrir að ég rekst á fólk og það rýk- ur að mér með offorsi og spyr hvort ég sé blindur eða hvað. En þá spyr maður bara hvað maður haldi að hvíti stafurinn sé eigin- lega," segir Bergvin og brosir. „Það má bara aldrei gleymast að blint fólk er fólk og við lifum í þessu þjóðfélagi rétt eins og aðrir þegnar." karen@dv.is Það er ekki að sjá á Berg- vin Oddssyni að hann sé blindur. Þegar hann fylgir blaðamanni að íbúð sinni gengur hann raldeiðis upp stiga og opnar hurð- ina að hýbýlum sinni með tilþrif- um. Það er ekki fyrr en við komum inn í stofuna að hann rekur sköfl- unginn harkalega í brún stofu- borðsins. Blaðamaður fær samúð- arverki' og spyr hvort hann hafi ekki meitt sig. „Ég hef nú ekki talið hversu oft ég héf rekið mig á í dag, ætli þetta sé ekki í sjöunda skiptið en þetta er bara eitthvað sem venst," segir Bergvin og brosir út í annað þegar hann fær sér sæti. Hefði geta komið fyrir hvern sem er Bergvin var aðeins 15 ára þeg- ar hann missti sjónina. Hann hafði verið atkvæðamikill í íþróttalífinu í Eyjum og hlakkaði til að fá bflpróf. Blindan breytti áætlunum hans en hann segist ekki hafa kippt sér mikið upp við það. Bergvin missti sjón á vinstra auga í maí 1999 eftir að hafa feng- ið herpsvírus í það. Hann segir það þó ekki hafa breýtt miklu í sínu lífi. Hann gat enn stundað íþróttir og lesið, lífið hafi því gengið sinn vanagang. Eitt sumarkvöld árið 2001 tók hann eftir því að sjónin á hægra auganu hafði daprast. Eins og skiljanlegt er brá honum við það og haft var samband við lækni. Daginn eftir hélt hann og fjöl- skylda hans til Reykjavíkur þar sem engin augnlæknisþjónusta var fyrir hendi í heimabæ hans í Eyjum. Þar fengu þau þann úr- skurð að það sama væri að koma fyrir hægra augað og hafði áður komið fyrir það vinstrá. Þeim var tafarlaust beint á alþjóðlegan augnsjúkdómaspítala í Lundún- um þangað sem fjölskyldan hélt upp á von og óvon. „Við fórum aldrei út með það að markmiði að ætla láta laga augun heldur vildum við ,bara reyna. Þegar sjónin var mæí’d úfi fyrst var hún um það bil -lO/.ó en síðar um daginn var húh áíveg horfin og það hefur ekkert breyst síðan þá,“ segir Bergvin og kímir. Hann segir það sem henti hann hefðu getað komið fyrir hvern sem er og veltir sér ekki mikið upp úr þessum veikindum. „Fer bara á ólympíuleika fatlaðra" Pilturinn segir sögu sína svo hispurslaust að það er ekki laust við að maður fái á tilfinninguna að veikindin hafi lítið fengið á hann. Hann minnist Lundúna- ferðarinnar brosandi og segir að pabbi hans hafi sagt raunamædd- ur við hann að það væri alls óvíst að hann gæti nokkur tímann spil- að fótbolta aftur. „Ég svaraði hon- um þá bara með því að það skipti ekki svo miklu máli. Ólympíuleik- ar fatlaðra yrðu haldnir í Aþénu árið 2004 og ég gæti bara látið ljós mitt skína þar," segir Bergvin eins og ekkert annað svar hafi verið sjálfsagðara á þessari stundu. Móðir hans og bróðir hafa bæst í hópinn í stofunni, þau eru á hraðfefð en við þessa upprifjun getur móðir þans ekki annað en gripið andanfy á lofti. Segir þetta svar barnsins hafa verið ótrúlegt. Á þessari stundu hafi hún og faðir hans-veijiö niðurbrotin með fár- ‘ sjúkl-hafnið'sitt og síst af öllu átt •von á þessutílsvari við jafn slæm- umtíðiridl^ Metnaður tií að gera eitthvað almennilegt Hann Bergvin er óneitanlega töffaralegur í tilsvörum. Það er samt ekkert sem bendir til að af- slappað, .yiðrnótið og skorinort svörin séu uppgerð. Hann virðist einfaldlega vera þannig úr garði gerður að fátt kemur honum úr jafnvægi. Ekki einu sinni blinda. „Hváð átti ég að gera? Maður getur auðvitað legið uppi í rúmi, hlustað á Rás 2, grenjað og borð- að bjúgu eins og sannur öryrki Bergvin Oddsson missti sjónina 15 ára. Margir drengir á sama aldri með ólgandi hormóna myndu telja blindu það versta sem gæti hent þá - en þannig er Bergvin ekki. Hann þurfti vissulega að gefa boltaíþróttirnar, sem hann hafði áður stundað af kappi, upp á bátinn en yar fljótur að finna sér önnur áhugamál. Nú er Bergvin orðinn tvítugur og þó hann sé staurblindur eins og hann orðar það sjálfur hefur hann áorkað fleiru en flestir jafnaldrar hans. Bergvin Oddsson segist hafa nóg ann- að að gera en vor- kenna sjálfum sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.