Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 Helgarblað DV Ólafi Haraldssyni, fr amkvæmdas tj ór a Blindrafélagsins, líst ekki á hugmyndir um sameiningu Sjónstöðv- ar við Heyrnar- og talmeinastöð. Hann bendir á að um sé að ræða ólíkar fátlanir og engir sérfræðingar sem sinna bæði blind- um og heyrnarskert- Það er himinn og haf milli þessara hópa. Reyndar er talað um að daufblindir gætu notið þessarar sameiningar, en þeir em mjög fáir. Þaö sem við höfum verið að vonast eftir er aukin þjónusta. Til langs tíma var til dæmis rekin sérstök deild í Álftamýrarskóla fyrir sjónskert börn þar sem blindrakennari sinnti bömunum. Nú er ekki lengur í tísku að bjóða upp á úrræði á einum stað heldur þykir betra að öll böm fái að sækja sinn heimaskóla þar sem boðið sé upp á úrræði. Þetta er mjög göfugt og allt gott um það að segja, en vanda- málið er skortur á kennurum. Gmnnskóli ein- hvers staðar úti í bæ eða úti á landi sem fær mjög sjónskert bam ræður ekki við að þjón- usta það svo vel sé. Skólamir hafa ekki starfs- kraft með þekkingu því á landinu em einung- is tveir biindrakennarar sem geta kennt böm- um biindraletur og em færir um að bjóða upp HIMINN OG HAF MILU BLINDRA OG HEYRNARSKERTRA I Ólafur Har- I aldsson fram- I kvæmdastjóri I Blindrafélags- I ins Er uggandi I um sína skjól- I stæðinga vegna I sameiningartil- I lagnanna. ( Hamrahlíð 17 er rekinn vinnustaður fyrir blinda. Þar var llfog fjörþó einn starfsmanna væri ómyrkur I máli vegna þess aðhann er búinn að biða I fjögur ár eftri að fá kennslu I blindraletri. á þessa sérstöku kennslu. Það segir sig sjálft að tveir kennarar anna þessu ekki.“ Engu bætt við Óiafur segir að tii að fjalla um og leysa þessi mál hafi verið myndaður starfshópur hjá menntamálaráðuneytinu sem skilaði skýrslu í lok árs 2004. „Þar var taiað um að mynda nokkurs konar þekkingarmiðstöð blindra og sjónskertra þar sem þekkingunni væri komið fyrir á einum stað. Þekkingarmiðstöðin gæti svo þjónað skólunum og þar yrði meðal annars hægt að nálgast sérþekkingu hvað varðar nám í gmnn- skóla. Menn töluðu jafnvel um að blindrá- bókasafnið hefði aðstöðu þar og að þekking- armiðstöðin yrði í nánu samstarfi við Sjónstöð íslands. Við vomm að búast við að þetta yrði sett inn í frumvarpið og að við sæjum meiri drift í endurhæfingunni. Eins og þetta iítur út núna virðist eiga að sameina Heymar- og tal- meinastöð og Sjónstöðina eins og þær em án þess að bæta neinu við.“ Endurhæfing lykilatriði fyrir blinda Ólafur segir heymarskerta ekki hafa verið jafn gagnrýna á sameininguna en þeir hafi þó líka orðið fyrir vonbrigðum. „Þeir bjuggust við að fá aukna þjónustu sem þeir fá ekki. En að- alatriðið fýrir okkur hefði verið að sjá tekið á endurhæfingarmáfunum og að hugmyndinni um þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjón- skerta yrði hrint í framkvæmd. Ef það hefði verið inni í sameiningartillögunum væm aliir ánægðir. Annað sem við óttumst er gjaldskrá hjálpartækja. Heymarskertir hafa þurft að greiða meira fyrir sín hjáfpartæki en blindir en samkvæmt frumvarpinu virðist sem notend- urnir eigi að taka meiri þátt í kostnaði við hjálpartæki og að ráðuneytið gefi út nýja gjaldskrá. Við óttumst að gjaldskráin verði færði í sama horf og er í gildi fyrir heymar- skerta þannig að kostnaður okkar skjólstæð- inga aukist í stað þess að heymarskertir njóti góðs af og þeirra kostnaður lækki.“ Þjónustan sem veitt er á Sjónstöðinni felst meðal annars í hæfingu og endurhæfingu, en sú þjónusta er mjög mikilvæg fýrir blinda. „Það þarf að kenna fólki tökin á lífinu í vfðasta skilningi þess orðs. Sjónstöðin þyrfti að fjölga stöðugildum því eins og er emm við með bara eitt og hálft stöðugildi fyrir 1500 manns sem er engan veginn nóg. Hér þyrfti að lyfta grettis- taki og bjóða upp á miklu meiri endurhæf- ingu. Við sjáum ekki að í sameiningaratillög- unum sé neitt sem bætir þjónustuna og þess vegna emm við uggandi." edda@dv.is Brynja Arthúrsdóttir, atvinnumálafulltrúi hjá Blindrafélaginu, hefur verið blind frá 27 ára aldri. Brynja sér ekki neitt en hefur alltaf stund- að fulla vinnu og lifir mjög innihaldsríku lífi, sinnir áhugamálum, fjölskyldu og vinum af lífi og sál og ferðast bæði innanlands og utan. Brynja segist sjálf aldrei hugsa út í það lengur að hún sé blind, hún hafi lært að lifa með því. Áfallið hafi þó verið mikið þegar útséð var um að hún fengi sjón- ina aftur. Fyrst var hún samt í afneitun. „Mig gmnaði ekki að þetta væri yfirvof- andi þó sjónin hafi farið að versna verulega þegar ég var 25 ára. Það var vegna sjaldgæfs bandvefssjúdóms sem ég þjáðist af og hef þjáðst af allar götur síðan. Ég bjóst þó alltaf við að fá að halda þessari lélegu sjón,“ segir Brynja. Það gekk þó ekki eftir og þegar Brynja var á Landspítalanum vegna uppskurðar á hendi vaknaði hún á sjúkrahúsinu og sá allt í þoku. „Nethimnan í augunum hafði losnað og ég var send beint úr rúminu til Bretlands í aðgerð. Ég var viss um að þeir myndu laga þetta þar en ég fór í tvær augnaðgerðir, var meira að segja fyrsta manneskjan í heimin- um sem fór í aðgerð af þessari tegund. Að- gerðin fólst í að augnhvíta úr látinni mann- eskju var límd á augun með vefjalími en þess konar lím hafði aldrei verið notað áður. Þetta var heilmikið fréttaefni þarna úti árið 1977. í framhaldi af þessu fór ég svo í blindraskóla í Bretlandi til að læra að lifa með því sem ég reiknaði með að yrði tíma- bundin blinda. Viku eftir að ég kom heim af blindraskólanum gekk ég hins vegar á dyra- staf og missta sjónina endanlega. Gleraugun mín brotnuðu og gengu inn í augun og þar með var það búið," segir Brynja og hristir höfuðið. „Þama tók við nýr veruleiki en ég fór í af- neitun. Það gat vel verið að einhver kerling úti í bæ missti sjónina, en ekki ég. En sjónin kom aldrei aftur. Ég sé ekki glóru og þarna tók við erfiður tími. Maður missir öll kenni- leiti og hefur ekkert að miða við. Það er samt ótrúlegt hvað þetta venst. Áður en ég missti sjónina sjálf spurði ég einu sinni blindan mann hvernig væri að vera blindur. „Það er skárra en ég hélt,“ svaraði hann og ætli ég geti ekki tekið undir það,“ segir Brynja og hlær enn. Pjöttuð og vill vera í stíl Brynja segist oft fá skrýtnar spurningar eins og hvort hún sé alltaf í myrkri og hvort hana dreymi sjáandi. Hún segist vera alsjáandi í draumunum sínum og daglega í ljósi og birtu. „Samt sé ég ekki neitt og get horft beint upp í sólina án þess að blikna. En ég nýt þess auðvitað að hafa séð þannig að ég sé fyrir mér eins og til dæmis á ferðalögum þegar staðháttum er lýst fyrir mér. Ég þekki lfka litina og læt lýsa þeim fýrir mér þegar ég versla. Ég er neftii- lega pjöttuð og vil vera í stll.“ Þeir sem eru sjáandi eru oft óöruggir og klaufalegir gagnvart þeim sem eru blindir en Brynja segir mikilvægt að fólk umgangist blinda eins og venjulegt fólk. Gleymdist á flugvelli í fjóra tíma „Það er til • dæmis algengt að fólk ávarpi ekki hinn blinda heldur fylgdar- manninn og spyrji hann spurninga eins og „Vill hún mjólk í kaffið?“ eða „Hvaða stærð notar hún?“. Þetta er náttúrlega út í hött og bara spurningar sem við svörum sjálf." Brynja ferðast mikið bæði innanlands og utan, stundum ein en oftar með fylgdar- manni. Meðal uppáhaldsstaða er Grikkland, en þangað hefur hún farið sex sinnum á undanförnum árum. Hún er einmitt á leið til að funda með forsvarsmönnum í Leifsstöð því nýlega var breytt reglum sem leyfðu fylgdarmönnum blindra að fylgja þeim alla leið í flugvélina. „Nú er ekki leyfilegt að fara lengra en í „tékkið" og þá tekur starfsmaður flugvallar- ins við. Ég hef notið þessarar þjónustu á flugvöllum þegar ég hef verið ein á ferð og alltaf reynst hún vel, nema einu sinni þegar ég gleymdist í hliðarherbergi í fjóra klukku- tíma á flugvelli í Bretlandi. Það var óskemmtileg reynsla. Það eina sem ég bað um var kaffibolli og ein klósettferð, en þeir steingleymdu mér þangað til flugvélin var að fara í loftið." Brynja Arhúrs- dóttir Lifir skemmtilegu og innihaldsriku lifi og lætur það ekki á sig fá að hún sé ^tlblind. .m É: K'ffl ífc a’M WKjif Innihaldsríkt líf Brynja vann á Reykjalundi í 26 ár en þang- að kom hún upphaflega sem sjúklingur. „Starfið mitt var svo lagt niður í fyrra vegna skipulagsbreytinga en ég var svo heppin að fá þessa vinnu sem ég er í núna. Mér fannst kannski ekki beint árennilegt að verða atvinnulaus, komin á þennan aldur og blind að auki, en það opnast alltaf nýir möguleikar. Ég starfa sem atvinnumálafull- trúi hjá Blindrafélaginu en starfið felst með- al annars í að aðstoða blinda og sjónskerta að fá vinnu og vera ráðgefandi varðandi nám. Við erum á leið í fyrirtækin með kynn- ingar og mér sýnist að margir ætli að taka okkur vel. Fyrir utan starfið er ég svo mjög virk í fé- lagsmálum, hef verið í kvennadeild Blindra- félagsins, í ferðanefnd og skemmtinefnd og í Stýrihópi kvenna hjá öryrkjabandalaginu svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst ég lifa mjög innihaldsríku lífi, stunda líkamsrækt, göng- ur í Nauthólsvíkinni og vatnsleikfimi, fer á tónleika og í leikhús og sinni fjölskyldu og vinum. Ég býst við að ég sé aktívari en marg- ir sem eru heilbrigðir og sjáandi og trúlega fer þetta eftir hugarfari og lífsviðhorfum." edda@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.