Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 Helgarblað DV mér finnst, heldur reynslan. Ég bjó á stúdentagarði innan um múslima, shíka og fólk alls staðar að úr heim- inum. Við íslendingar virðumst ekki hafa gert okkur grein fyrir hvað er að gerast í nágrannalöndunum þar sem f]öldi af þessu ágæta fólki býr. Mér finnst við eiga afskaplega litla samleið ef enginn slær af. Við verð- um að slá af okkar og þeir af sínu, annars verða árekstrar. Mér þótti til dæmis ákaflega ónotalegt að vakna eina nóttina í Osló við það að verið var að halda hátíð fyrir utan húsið og brenna fána. Þá var verið að fagna því að Indira Ghandi hefði verið drepin. I blokkinni var sameig- inlegt þvottahús og einhverju sinni þegar ég kom niður að sækja þvott- inn minn úr þurrkaranum var hann horfinn. Rúmfötin mín, handklæðin og annað, en þarna stóðu konur með blæjur og tilkynntu mér að þær mættu eiga þetta því þær hefðu ver- ið á undan mér að ná þessu! Það fengi hins vegar enginn mig til að segja „ég þoli ekki múslima" því þá væri ég farin að dæma eitthvað sem ég reyni ekki að takast á við. Málið snýst um að mætast á miðri leið." Smá útúrdúr: Ein af fyrstu lög- reglukonunum, ein af upphafs- mönnum Rásar 2, fréttastjóri á Bylgjunni, fréttamaöur við norska ríkisútvarpið ogíslenska sjónvarpið, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur set- ið á Alþingi sem varamaður fyrir Framsóknarflokkinn, formaður Gigtarráðs íslands og fyrsti kvenút- varpsstjórinn á Norðurlöndum... Er það þér eðiislægt að vera brautryðj- andi? „Sjálfsagt er hægt að flokka mig sem brautryðjanda," svararhún. „Ég fer ekki troðnar slóðir og finnst eðli- legasti hlutur í heimi að ég sé eina konan sem verið hefur útvarpsstjóri á íslandi. Svona eftir á að hyggja fyndist mér skrýtið ef ég væri það ekki!" segir hún brosandi. Ríkið fer illa með fólk Arnþrúður hefur gert margt um sína daga. Auk þess sem að framan er getið var hún formaður lands- liðsnefndar, stofnsetti og rak um árabil Tískuhús Sissu við Hverfis- götu ogþam lögfræði við Háskóla ís- lands. Allt er þetta reynsla sem hún segir kþma sér vel, kannski ekki sfst þegar sfðari eiginmanni hennar, Gunnari Þór Jónssyni, fyrrverandi prófessor og yfírlækni á slysadeild, var yikið úr starfí. Við tóku mikil málaferli, þar sem Amþrúður stóð í eld)ínunni, varði sinn mann ogskrif- aði heila bók um málið: / „Þá kom sér vel að hafa eitthvert innsæi í lögin. Gunnar Þór hafði ver- ið afskaplega farsæll og viðurkennd- sem góður læknir en var sagt upp tarfi. Þá spunnust mikil málaferli ísem fóru tvisvar sinnum fyrir Hæstarétt. Hann vann málið í bæði skiptin með einróma samþykki Hæstaréttar, en af hálfu ríkisvalds- ins hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar. Það sýnir best að ríkið hik- ar ekkert við að fara illa með fólk; mannslífið er ekki meira virði. Við þurfum því ekkert að verða hissa á því að gömlu fólki sé fleygt út af Landakoti þessa dagana. Þetta er gildismatið sem er í gangi. Auðvitað á Gunnar rétt á því að gerður sé við hann starfslokasamningur eins og gerður er við aðra. Það hefur verið brotíð gríðarlega á þessum manni. Þetta er ekki bara einkamál Gunnars heldur líka mitt mál og bama hans. Þessi málaferli stóðu yfir í sex ár og það þarf gríðarlega sterk bein til þess að þola svona," segir hún ákveðin. „Það hefur mikil áhrif á fólk þegar það er beitt órétti viðstöðu- laust. Hann vann málið tvisvar. i Samt létu menn sér ekki segjast. Gunnar varð auðvitað að fá sér vinnu eins og aðrir og fékk starf í Sví- þjóð. Ég vildi vera hér. Mér fannst eins og verið væri að hrekja hann í skóggang eins og gerðist á land- námsöld, það var verið að hrekja manninn úr landi. Það var ekki nóg að svipta hann starfinu og reyna að taka af honum æruna. Ég er aftur á móti ekkert á því að láta hrekja mig eitt eða neitt. Ég opnaði bara út- varpsstöð og fór að rífa kjaft. En þessu máli er ekki lokið. Við erum þessa dagana að fara fram á það við heilbrigðis- og háskólayfirvöld að gera starfslokasamning við Gunnar Þór, sem var forsetaskipaður til 67 ára aldurs. Ég var áhorfandi að því að heilbrigðisstétt reyndi að murka lífið úr manni. Mín reynsla er sú að allir mínir erfiðleikar hafa styrkt mig. Ég lít dálítið mikið þannig á, að ef það er hart á dalnum sé það eitt- hvað sem ég eigi að bæta á mig. Þá tek ég bara þann poka líka." Jónína, Jón Gerald og Útvarp Saga Þótt Arnþrúður sé vissulega ekki skaplaus kona og fari ekkert í graf- götur með skoðanir sínar, vakti það furðu margra sem hana þekkja, þeg- arhún virtist allt í einu komin upp á kant við fólk sem margirhöfðu talið til vina hennar. Harðorðar yfírlýs- ingar hafa flogið á milli hennar og annarra í fjölmiðlum. Byrjum á hin- um fjórum fræknu á Útvarpi Sögu: „Við, þessi fjögur fræknu, hófum að starfa saman sumarið 2002 og verður Útvarp Saga því fjögurra ára eftir nokkrar vikur. Norðurljós sem ráku Útvarp Sögu sáu svo ári síðar að þau gátu ekki rekið þessa stöð lengur, það væri ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir henni. Ég þekkti gamla brýnið, Ingva Hrafn, frá árum mínum á Ríkissjónvarpinu, en Sig- urð G. Tómasson og Hallgrím Thor- steinsson þekkti ég ekkert fýrr en samstarf okkar hófst. Þótt yfirmenn Norðurljósa hafi ekki séð ljósið með rekstur stöðvarinnar, sáum við fjög- ur ljósið. Kannski var það bara týra frá vasaljósi, en við vorum svo bjart- sýn að við keyptum stöðina og flutt- um í Hús verslunarinnar. Við þurft- um að leggja á okkur mikla vinnu fyrir lítil laun, en eftir árið var farið að harðna verulega á dalnum. Nið- urstaðan varð sú að ég keypti þá að mestu út úr fyritækinu og á í dag 84% í Útvarpi Sögu. Nú hefur stöðin náð að stækka hlustunarsvæði sitt verulega, bæði á Akureyri og Suður- landi. Við sendum út beint í tólf klukkustundir á dag, frá klukkan 7- 19, en þegar við „fjögur fræknu" sendum út í fimm tíma á dag í upp- hafi þóttí það mikið." En reynduð þið ekki að selja meðan þið voruð öll ennþá innan- borðs? „Ja, við fengum að minnsta kosti Handboltastjarnan Amþrúður Móunum varekki fyrir að faro ó þesstim órumi' :eg:r hun. en atvorlegt sly; við ‘ögreglustórí batt enda ó irekari handboltaferil. tilboð. Þegar verst gekk, sumarið 2004, fékk ég símtal frá konunni sem þú og aðrir hafa talið æskuvinkonu mína, Jónínu Benediktsdóttur. Hún bauðst til að kaupa Útvarp Sögu af okkur og sagðist vera með fjársterka aðila sem ég fékk aldrei að vita hverjir voru. Ég bað hana að gera okkur tilboð og sá ekki betur en fé- lagar mínir væru dauðfegnir þegar ég sagði þeim að tilboð væri á leið- inni. Þegar það barst, var það undir- ritað af Jónínu Benediktsdóttur, fyr- ir hönd Jóns Geralds Sullenberger. Jón Gerald reyndi semsagt að kaupa Útvarp Sögu. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað honum gekk til með þessu þar sem hann er búsettur í Banda- ríkjunum. Hafði hann einhverja reynslu af útvarpsrekstri, sem er mjög erfiður, og hvar ætlaði hann að fá peninga fýrir heilli útvarpsstöð? Varla hefði Jónína getað lánað hon- um þar sem hún er gjaldþrota. Til- boðið var ekki ásættanlegt og reynd- ar svo lágt að Ingvi Hrafn hreirílega brjálaðist. Síðar heyrði ég af því að þau Jónína og Jón Gerald hefðu ætl- að að nota Útvarp Sögu í Baugsmál- inu og fýlgja eftir lögreglurannsókn- inni sem var í gangi á þessum tíma. Mjög háttsettur maður hér í bæ á tölvupóst frá Jónínu þar sem hún greinir frá því að þau ætíuðu að ganga frá Baugsmönnum með Út- varpi Sögu." Þú ertmeð stórar yfírlýsingar hér, Amþrúður. Gætirðu staðið við þetta eftil þess kæmi? „Hæglega, það get ég hæglega," svarar hún að bragði. Hvatningarbréf frá forsætisráðherra? Þú hefur sagt frá þvf fyrr í þessu viðtali að þið Jóm'na hafíð ekki veríð vinkonur frá Húsavík eins og margir telja. Hvar oghvenærfóm leiðirykk- ar að liggja saman? „Eins og ég hef sagt man ég eftír Jónínu sem lítilli stelpu á Húsavík. Okkar leiðir lágu í raun aldrei saman. Hún var í Bandaríkjunum og Svíþjóð að ég held þegar ég var í lögreglunni og í Noregi. Okkar leiðir lágu eigin- lega fýrst saman árið 2002 þegar ég var farin að vinna hjá Útvarpi Sögu eftír að hafa verið í fríi ffá fjölmiðlum í langan tíma og rekið tískuvöruversl- un um árabil. Þú þekkir það ábyggi- lega, Anna mín, hvað maður eignast allt í einu mikið af „vinum" þegar maður starfar á íjölmiðli!" segir hún brosandi. „Jónína semsagt hringdi í mig og sagði mér að hún ætlaði að bjóða okkur nokkrum konum frá Húsavík til sín. Við mættum, ég, Bryndís Torfadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri SAS á Islandi, og Sólveig Hákonardóttir sem starfar á 101 hótel. Ég hafði oft hitt Bryndísi og Sólveigu gegnum ti'ðina en þóttí vænt um að við Húsavflcurmeyjamar ætí- uðum að hittast. Við fórum nokkrum sinnum í heimboð til Jónínu þennan vetur, enda var gaman að sækja hana heim. Hún gat verið afskaplega skemmtileg kona og bráðfyndin ef hún vildi svo við hafa. Svo gerist það að hún býður okkur heim til sín 15. febrúar 2003 á heimili sitt í Bryggju- hverfinu, í ægilega flotta matarveislu. Það bættust fleiri I hópinn en Húsvflc- ingar, þeirra á meðal Jóhanna Vil- hjálmsdóttir í Kastíjósinu og kona sem heitir Sigrún Jónsdóttir og bjó í húsinu. Þetta var á sama tíma og svo- kallað „vínbeijamál" kom upp í London, þegar Hreinn Loftsson hittí Davíð Oddsson þar og Davíð sagði að Hreinn hefði verið að reyna að bera á sig fé. Hreinn varaði við því að yfir- völd gætu ráðist gegn Baugi og um fátt var meira talað í þjóðfélaginu þessa daga. Auðvitað vorum við lflca að ræða þetta mál, en þá sagðist Jón- ína vita allt um Baug og við skyldum bara bíða og sjá hvað kæmi út úr lög- reglurannsókninni sem þá hafði staðið yfir í nokkra mánuði; þá segð- um við annað. Síðan dró hún fram tölvupóstsbréf sem hún sagði að væri til sín frá Davíð Oddssyni og las fyrir okkur úr bréfinu." Hvað stóð íþví? „Hún las upp kafla um hvað hún stæði sig vel og að hún skyldi halda áfram á sömu braut. Orð Davíðs til hennar eftir því sem hún sagði. Mér fannst þess vegna fyndið að sjá sjón- varpsviðtal við Davíð Oddsson þeg- ar hann tók við sem seðlabanka- stjóri og hann tók fram í viðtalinu að hann kynni ekki að senda tölvupóst! Við sáum ekki bréfið sjálft, heyrðum bara það sem hún las fyrir okkur." En hvernig manstu svona vel dagsetningu fyrirþremur árum? „Vegna þess að ég held dagbók sem ég skrifa mikið í eins og sjá má," segir hún og dregur svarta, þykka dagbók frá árinu 2003 upp úr tösku sinni. Flettir upp á 15. febrúar; „Húsfundur Hverfisgötu. Jónína Ben, matur". „Ætíi ég hafi ekki lært það í lögreglunni að vita allt um mínar ferðir?" bætir hún svo við. „Ég er með allt á hreinu hvar ég er á hverjum tíma." Fannst þér þetta ekkert óvenju- legt; að lesa upp úr bréfí frá forsætis- ráðherra í matarveislu með vinkon- um sfnum? Á Útvarpi Sögu „Við sendum út beintl tólf klukkustundir d dag." „Nei, í rauninni ekki, því ég var orðin svo vön því að heyra Jónínu bölva Baugsmönnum. Hún talaði af- skaplega opinskátt um samskipti sín við háttsetta menn í þjóðfélaginu, en það var svosem ekkert sem fékk mig til að hrökkva við. Hún hefur margoft látíð mig heyra það að hennar vinir séu bæði valdamiklir og rflcir eftir því; það sé annað en hægt sé að segja um vini mína." Veit hver bréfberinn er Svo birti Fréttablaðið tölvupóst Jónfnu, sem þeirhafa nú fengið lög- bann á. Jónína kemur fram í viðtali og kallar þig „bréfbera" og þá var eins og olíu værí hellt á eld ogþú lést ýmislegt flakka íþættinum þínum á Sögu: „Já, það eru mjög margir sem halda að ég sé upphafsmaðurinn að birtíngu töluvpóstsbréfanna. Ég hef aldrei verið eigandi að þeim bréfum sem Fréttablaðið birti." Ekki eigandi segirðu, en hefurðu séð þau? „Já, ég hef kannski séð þau og lflca bréf sem enn eru óbirt. Ég hef séð bréf þar sem hún mútar Jóhannesi Jónssyni í Bónus og hótar honum, fer fram á 70 milljónir og Audi-bíl." Geturðu sannað það? Ertu með bréfíð? „Ja, ef það er ekki í töskunni, þá er það heima hjá mér," segir hún. Égbíð. Hún brosir, teygir sig nið- ur að töskunni sinni og dregur upp tvær dagbækur og leitar í þeim. Leggur svo á borðið tölvupóstsbréf. Dagsett 8. september 2003. Til Jó- hannesar í Bónus, frá jónínu Bene- diktsdóttur. Afrít til annarra. Ég trúi ekki mínum eigin augum. Tvúes bréfíð. Þar er fuilyrðing um að ekki sé aðeins að koma út ein bók um Baug, heldur tvær, bæði á ensku og fslensku. Jú, vissulega kemur þama fyrirhin margfræga setning um Audi- búinn og 70 milljónimar, en það er ekki hún sem stekkur á móti mér við lesturinn. Heldur þessar: „Hingað tú heföi veríð betra fyrír margra hluta sakir aö hlusta á mig. Þaö er ekkert öðmvísi núna!!“ Og önn- ur: „Þetta er í síðasta skipti sem ég skrifa þér og þú hefur tvo daga tíl að klára þetta með Einari, að öðrum kostí fer ég á fufla ferð... einu sinni enn." Þetta er semsagt ástæða þess að þú sagðir að hún mætti kalla þig bréfbera oghvað sem væri, þú vissir meira en þú hefðir sagt í útvarpið? „Já. Ég er hins vegar ekki upp- hafsmaður bréfasendinganna, en tel mig vita hver það er.“ Oghver erþað? „Það segi ég ekki hér. En ég tel mig hafa góðar heimildir fyrir þvf að upp- hafsmaður tölvupóstanna sé kona. Jónína hefur lflca sent tölvupóst frá Portúgal sem lenti á röngum stað. Það er afar viðkvæmt bréf, en hún virðist hafa farið línuvillt á póstlistan- um sínum og bréfið lenti hjá vinkonu minni sem hefur sama upphafsstaf og sá sem bréfið var ætlað." Erþérpersónulega iúa við Jónínu Benediktsdóttur? „Nei, ég ber í sjálfu sér engan kala til Jónínu," svarar hún án umhugs- unar. „Ég hins vegar gagnrýni hana eins og aðra sem reyna að bera rang- ar sakir á aðra og koma sakamálum af stað. Ég lít svo á að hún sé upphafs- manneskjan að þessu Baugsmáli ásamt öðrum; að þetta séu saman- tekin ráð að koma þessum mönnum á kné. Þessir tölvupóstar sýna hvaða samskipti áttu sér stað þama og Jón- ína hefur sömuleiðis sagt í viðtali við Mannlíf að hún hafi greitt Jóni Gerald Sullenberger 7 milljónir fyrir að kæra Baugsmenn. Jón Gerald virðist hafa verið mjög tregur til þess að kæra þá, einfaldlega vegna þess að hann er sjálfur sekur í að falsa gögn. Einhver eða einhverjir hafa hag af því að kæra komi ffarn á Baugsmenn úr því það þurftí að borga manni fyrir að kæra. Ég held að Jóm'na sé sjálf búin að út- skýra sinn tilgang; hún er ósátt við viðskilnað sinn við Jóhannes og telur sig hafa tapað fé á þeirra samskipt- um. Hvar er bókin sem hún segir í þessu tölvubréfi árið 2003 að sé að koma út bæði á ensku og íslensku?" spyr Amþrúður og bendir á bréfið á borðinu. „Bókin sem átti að fletta ofan af Baugi? Hún sendi mér einn kafla úr bókinni á tölvupósti og ég hélt um höfuðið eftír þann lestur." „Hún hefur margoft lótið mig heyra það að hennar vinir séu I bæði valdamiklir og ríkir eftir því; það sé annað en hægt sé að segja um vini mína /' Hefurðu heyrt eitthvað frá Jónínu sjálfrí eftir að þið lentuð upp á kant frammi fyrir alþjóð í október? „Nei, ekki eftir það. Fyrir þann tí'ma heyrði ég hins vegar oft frá henni, bæði í síma og í tölvupósti. Ég er með mörg bréf sem hún hefur sent fólki á sínum póstlista þar sem hún dreifir óhróðri um mig. En ég hef ekki hitt hana augliti til auglitis í langan tíma. Ég fer ekki inn á NASA og býð sjálfri mér í afrnæli!" segir hún glottandi og vísar til þess þegar Jónína Benediktsdóttir mætti í af- mæli Andrésar Péturs Rúnarssonar fasteignasala með Jón Gerald Sul- lenberger með sér; mann sem af- mælisbarnið sagði í blaðaviðtali að hann hefði aldrei hitt. Síminn hringir. Útvarp Saga er á línunni. Amþrúður þarf að fara aftur í vinnuna. „Þama sérðu hvað Saga gengur vel þrátt fyrir allt," segir hún brosandi. „Bara eitt símtal á tveimur tímum. Annars er þetta gríðarleg vinna og ég er hiklaust á tólf tíma valct á sólarhring, byrja í morgunút- varpinu klukkan sjö á morgnana og eftir útsendinguna klukkan tíu tekur við daglegur rekstur en það em 20 manns sem koma að störfum á stöð- inni í einhverri mynd, algjörlega frá- bært starfsfólk sem stendur mér þétt við hlið. Svona er að reka persónu- lega útvarpsstöð! Ætíi það sé ekki hringt miklu oftar í Pál Magnússon?" segir hún, tekur umdeildasta tölvu- bréf síðari ára, brýtur það saman og leggur í veskið sitt. Eins gott að hún mæti engum veskisþjófum á leið- inni. annakrhtine@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.