Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006
Fréttir DV
Heildartapið
í 26 milljarða
deCODE, móðurfélag ís-
lenskrar erfðagreiningar,
tapaði í fyrra 62,8 milljón-
um bandaríkjadala, eða
tæpum 4,2 milljörðum
króna. Tap fyrirtækisins á
síðasta ári er heldur meira
en árið 2004. Árið 2004
nam tapið 57,3 milljónum
eða 3,81 milljarði íslenskra
króna. Heildartap fyrirtæk-
isins frá byrjun nemur um
387,5 milljónum Banda-
ríkjadala eða tæpum 26
milljörðum íslenskra króna.
Skiptalok í
Nanoq-máli
Gengið hefur verið frá
skiptalokum íslenskrar
útivistar hf. sem rak
verslunina Nanoq í
Kringlunni. Verslunin var
ein stærsta íþrótta- og
útivistarverslun á land-
inu og sérhæfði sig í sölu
á útivistarvörum og fatn-
aði. Kröfur í búið námu
alls 563 milljónum króna.
Fyrir eignir félagsins
fengust 339 milljónir
króna sem gengu upp í
veð- og forgangskröfur.
Fasteignafélagið Þyrping,
sem seinna var sameinað
fasteignafélaginu Stoð-
um, tók yfir rekstur ís-
lenskrar útivistar um mitt
ár 2002 og rak fram að
gjaldþrotaskiptum.
„Það sem liggur á núna er að
fara í tónleikaferð með Diktu
og Ampop f kringum landið,"
segir Sveinbjörn Thoraren-
sen.betur þekktur sem
Hermigervill.„Við leggjum af
Hvað liggur á?
dag-
inn og spilum um helgina.
Þetta verður þéttur pakki út
alla næstu viku og svo klár-
um við hringinn með því að
spila á NASA á föstudag."
Glæsilegt úrval af
handsmíðuðum
íslenskum
skartgrípum
(LÁRAÁ
SKÓLAVÖRÐUSTIG 10
sími 561 1300
Jónas Garðarsson er ákærður fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa siglt skemmti-
bátnum Hörpu á sker í Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að maður og kona fórust í
september í fyrra. Jónas er sagður hafa vanrækt að bjarga farþegum eftir slysið með
því að óska ekki eftir aðstoð og reyna síðan að sigla aðra leið af slysstaðnum en stystu
leið í land. Hann á sex ára fangelsi yfir höfði sér verði hann fundinn sekur.
Af slysstað Jónasi er gefið
að sök að hafa verið drukk-
inn þegar hann stýrði bátn-
um sem sökk í Viðeyjarsundi.
Sex ára fangelsi?
Aðstandendur hinna látnu voru í
Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mái
Jónasar var þingfest í gær. Erfiðlega
gekk að finna tíma fyrir málsmeð-
ferð sökum anna verjanda Jónasar
en aðalmeðferð málsins fer ekki
fram fyrr en 5. maí.
Aðstandandi fórnarlambs hafði
orð á því inni í réttarsal að málið
væri orðið brandari þegar lögmað-
ur og saksóknari reyndu að sam-
ræma tíma sinn svo hægt væri að
finna hentugan stund fyrir aðal-
meðferð málsins.
Ef Jónas verður fundinn sekur
fyrir brot sín gæti hann átt yfir höfði
sér allt að sex ára fangelsi fyrir
manndráp af gáleysi.
valur@dv.is
'mmm
Ætlaði ekki stystu leið í land
Ákæruvaldið gefur Jónasi að sök
að hafa ekki gert ráðstafanir til þess
að bjarga farþegum í kjölfar slyssins
eftir að stórlega laskaður báturinn
losnaði af skerinu. Segir í ákæru að
‘RAUTADSa
Jónas Garöarsson
Mætti á hækjum ÍHér-
aðsdóm Reykjavíkur.
Arvydas Maciulski enn í gæsluvarðhaldi vegna meintrar aðildar að dópsmygli
Leynd yfir rannsókn á Litháamafíunni
Hæstiréttur staðfesti úrskurð
Héraðsdóms um áframhaldandi
gæsluvarðhald Litháans Arvydas
Maciulski til 17. mars.
Arvydas kærði úrskurð Héraðs-
dóms til Hæstaréttar varðandi
framlengingu gæsluvarðhalds síns
og hefur hann áður kært til Hæsta-
réttar vegna gæsluvarðhalds síns
en án árangurs.
Virðist Lögreglan í Reykjavík
sem rannsakar meinta aðild
Arvydas að smygli á amfetamíni í
vökvaformi gæta fyllstu varúðar
vegna rannsóknar málsins. Sam-
kvæmt heimildum frá Hæstarétti
hefur Lögreglan í Reykjavík beðið
um að dómsúrskurðir sem orðnir
eru fjórir varðandi gæsluvarðhald
Litháans verði ekki birtir á heima-
síðu Hæstaréttar til að verja sína
rannsóknarhagsmuni.
Amfetamín Arvydas er talinn tengjast
smygli á einum og hálfum litra afam-
fetamíni í vökvaformi.
Eftir handtöku Litháans Saulíus
Prúsinskas á Keflavíkurflugvelli
snemma í febrúar þar sem hann
Hæstiréttur Dómsúrskurðir varðandi gæsluvarðhald Arvydas má ekki birta á vefsiðu Hæsta-
réttar.
var tekinn með einn og hálfan lítra
af amfetamíni í vökvaformi kom
fram við yfirheyrslur á honum að
Arvydas Maciulski tengdist smygl-
inu á amfetamíninu.
Heimildarmenn DV hafa stað-
fest að lögreglan sé að rannsaka
hugsanleg tengsl Arvydas og Saulí-
us og innflutnings á amfetamíni
við starfsmannaleigu Litháa á ís-
landi. Hugsanlegt er að um sé að
ræða litháíska mafíu sem sé að
hasla sér völl á eiturlyfjamarkaðin-
um á fslandi.