Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Page 13
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 73
Tískumeðvit-
aður þjófur
Tilkynnt var um innbrot
í verslunina Blend á Hafn-
argötu í Keflavík um helg-
ina. Þjófurinn hafði spennt
upp glugga og farið þannig
inn. Hann stal fartölvu í
tösku, ferða-DVD spilara og
turn af borðtölvu. Einnig
virðist þjófinn hafa vantað
eitthvað af fötum því hann
tók búnt af gallabuxum,
eða um 15 stykki. Þjófurinn
fór líka í peningakassann
og tók þar ófrjálsri hendi
rúmlega ellefu þúsund
krónur.
Óká
Ijósastaur
Mikil hálka var í Reykja-
vík á þriðjudagsmorgun og
lenti einn ökumaður í því
að aka á Ijósastaur á
Reykjanesbrautinni til móts
við verslunarmiðstöðina
Smáralind.
Maðurinn slas-
aðist nokkuð
og var fluttur
með sjúkrabíl
á spítala. Sam-
kvæmt lögregl-
unni í Reykja-
vík átti óhapp-
ið sér stað
snemma á
þriðjudagsmorgun og virð-
ist ökumaðurinn hafa misst
stjórn á bifreið sinni vegna
mikillar hálku. Bíllinn er
mikið skemmdur.
Þakplötur
fukuá
Akranesi
Mikið rok hefur verið á
Suður- og Vesturlandi und-
anfarna sólarhringa og hef-
ur vindhraði mælst um
15-20 metrar á sekúndu. Á
Akranesi fuku þakplötur af
nýja fótboltahúsinu sem er
í byggingu. Ekki urðu frek-
ari skemmdir eða slys á
fólki vegna þess en sam-
kvæmt lögreglunni á Akra-
nesi má þakka snöggum
viðbrögðum þeirra sem
vinna við bygginguna að
ekki fór verr.
Rúður brotn-
ar í ráðuneyti
Samkvæmt lögreglunni í
Reykjavík voru þrjár rúður
brotnar á húsi utanríkis-
ráðuneytisins á Rauðarár-
stíg aðfaranótt þriðjudags-
ins. Um er að ræða
skemmdarverk sem einhver
eða einhverjir virðast hafa
framið þegar gengið var
framhjá húsinu. Skemmd-
arverkamennirnir hentu
grjóti í þrjár rúður og hlupu
síðan á brott. Lög-
reglunni í Reykja-
vík hefur ekki tek-
ist að hafa uppi á
þeim einstaklingi
eða einstaklingum
sem að skemmd-
arverkinu stóðu.
Hlynur Skúli Auðunsson lögfræðingur hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi
fyrir vörslu á rúmlega íjörutíu þúsund klámmyndum og um tvöhundruð mynd-
skeiðum. Hlynur hefur leitað sér aðstoðar hjá Óttari Guðmundssyni geðlækni
vegna klámfíknar sinnar. Hlynur þjálfar unglingspilta í körfubolta hjá Fjölni og
þjálfaði einnig yngri landslið kvenna.
Barnaklámsmaður
þjálfar unglinga
val-
ur@dv.is
Hlynur Skúli Auðunsson, fyrrverandi lögfræðingur Siglinga-
stofnunar Islands, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi
fyrir að hafa haft í vörslu sinni rúmlega fjörutíu þúsund
barnaklámsmyndir og um tvöhundruð hreyfimyndir sem sýna
börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Hlynur var ung-
lingaþjálfari yngri landsliðs kvenna í körfubolta til 2005 og er
núna þjálfari nokkurra körfuboltaflokka drengja í Fjölni.
Hlynur Skúli Auðunsson, sem
er 39 ára gamall, vistaði
barnaklámið af netinu á löngu
árabili, eða frá 1998 til 2004.
Á heimili Hlyns fundust 38.101
ljósmynd og 192 hreyfimyndir á
tveimur hörðum diskum í turn-
tölvu og fjórum geisladiskum.
Einnig fundust á vinnustað Hlyns,
sem vann þá Siglingastofnun, 391
ljósmynd á hörðum diski í tölvu og
818 ljósmyndir á USB-minnislykli.
Hlynur hætti störfum hjá stofnun-
inni í kjölfar klámmyndafundar-
ins.
Grófar nauðganir
Hlynur játaði afdráttarlaust að
efnið væri hans. Sumar myndir
þykja sérlega grófar. Eitt mynd-
skeiðið sem Hlynur hafði undir
höndum sýnir tvo karlmenn
nauðga unglingsstúlku. Einnig
sýna fjöldamörg myndskeið gróft
samræði drengja og karlmanna og
unga drengi neydda til munn-
maka.
Þjálfar unglinga
Hlynur, sem er lögfræðingur frá
Háskóla fslands, þjálfar
unglinga í körfubolta í
Reykjavík. Meðal annars
þjálfaði hann yngri landslið
kvenna í körfubolta árið
2005 með sæmilegum
Myndskeið sem Hlyn-
ur hafði undir hönd-
um sýnir tvo karl-
menn nauðga ung-
lingsstúlku.
árángri. Hann
þjálfar einnig
níunda til ell-
efta flokk
drengja í
körfubolta
hjá Fjölni.
Það eru
drengir
frá 14
til 17
Hlynur mun aldrei hafa orðið
uppvís að afbrotum fyrr.
Fær aðstoð við klámfíkn
í dómnum segir að Hlynur
hafi leitað sér aðstoðar við
klámfíkn hjá Óttari Guð-
mundssyni geð-
lækni og hefur
sótt fundi
hjá sjálfshjálp-
arsamtökunum
SLA sem að-
stoða klámfíkla
á borð við Hlyn.
Telur dómurinn
þetta honum til
tekna.
í dóms-
, orði segir
' að ekki
mögulegt að líta framhjá alvar-
leika brotsins og því sé Hlynur
dæmdur í tólf mánaða fangelsi.
Níu mánuðir af fangelsis-
dómnum eru þó
skilorðs-
bundnir.
„
ara
Hlynur Skúli Auð-
unsson Er dæmdur fyr-
ir meðal annars vörslu á
Hörutíu þúsund barna-
klámsmyndum.
Óttar Guð-
mundsson Að-
stoðar Hlyn með
klámflknina
Engar áhyggjur af ógöngum Malaysian Airlines
Samstarfsaðili Atlanta í vandræðum
„Við erum í heilmiklum viðskipt-
um við Malaysian Cargo sem er
partur af Malaysian Airlines-sam-
steypunni," segir Magnús Stephen-
sen, framkvæmdastjóri viðskipta-
þróunarsviðs hjá Avion Group.
Nýr forstjóri Malaysian Airlines,
Idris Jala, segir að það leiki enginn
vafi á því að flugfélagið sé í vand-
ræðum. Skortur á lausafé og of lítill
hagnaður orsaki að mestu leyti þann
vanda. Ef ekki verði gerðar róttækar
breytingar á stefnu félagsins muni
það sigla í strand. Þetta kemur fram
á vefmiðlinum flightglobal.com.
Sex af átta fragtvélum Malaysian
er leigðar frá Air Atlanta.
„Ef þetta iyrirtæki lendir í erfið-
leikum munum við bara færa okkar
vélar í önnur verkefni, okkar verk-
efnastaða er það góð að við getum Tap Malaysian hljóðar upp á 160 ráð fyrir að rekstrinum verði snúið
fært vélarnar okkar tiltölulega auð- milljónir dollara á síðasta fjórðungi við á uppgjörstímabilinu 2007 til
veldlega á milli,“ segir Magnús. ársins 2005. Áætlanir félagsins gera 2008.
Kína skákar
Bandaríkjunum
Efnahagur Kína verður stærri
en sá bandaríski árið 2050. Þetta
er mat markaðsfyrirtækisins
PriceWaterHouse sem byggir
spá sína á vexti hagkerfisins á
grundvelli kaupmáttar en ekki
stærð efnahagsins. Efnahagur
Japans og Þýskalands, sem eru í
öðru og þriðja sæti listans í dag,
þurfa að eiga sætaskipti við Ind-
land og Brasilíu fyrir árið 2050.
Efnahagur Mexíkó mun einnig
stækka verulega að mati
PriceWaterHouse.