Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 12. APRlL 2006 11 Norskirstúd- entarívændi 1 nýrri könnun kemur fram að um 3,5% norskra stúdenta hafa stundað vændi að einhverju marki. Ungir menn eru í hrein- um meirihluta en einn af hverjum 30 stúdentum hef- ur selt blíðu sína. Þessi könnun var gerð í Þrándheimi þar sem þúsundir stúdenta svöruðu spurningum um kynlífsvenjur sínar. 35 ung- ir menn segja að þeir hafi selt sig oftar en 10 sinnum. WiUy Pedersen, prófessor í félagsfræði, segir að vændi ungra manna stafl oft af því að þeir séu í vafa um hvort þeir séu hommar eða ekki. Eva Longoria séstúr geimnum Ef maður er í flugvél á leið yfir Nevada þessa dag- ana getur maður séð risastóra mynd af stjörnunni Evu Longoria, úr Að- þrengdum eigin- konum, í bikmíi. Myndin er risastór stækkun á forsíðu nýjasta tölublaðs Maxim-tímarits- ins og á forsíðunni stendur: „Eina tímaritið sem er nógu stórt tíl að sjást úr geimnum." Forsíðan hefur verið stækk- uð í 23 sinnum 100 metra og er þetta gert í tilefni þess að • 100 tölublöð af Maxim hafa nú verið gefin út. Cicciolina vill bin Laden Hin 55 ára gamla klám- myndastjarna Cicciolina hefur boðið Osama bin Laden blíðu sína ef hannrstaðinn læt- ur af hryðjuverka- starfsemi sinni. Á klámsýningu í Búkarest í Rúm- eníu sagði Cicc- iolina að það væri kominn tími til að einhver tækl- aði bin Laden og að hún væri sú rétta í verkið. Hún benti á að bin Laden gæti lært af mistök- um Saddams Hussein en fyrir nokkrum árum bauð hún Hussein einnig blíðu sína ef hann léti af störfum sem einræðisherra íraks. Fleiri konur en karlar nota netið til framhjáhalds. Að sögn danska blaðsins Urban gerir netið konunum auðvelt að finna sér elskhuga þegar þeim finnst makinn orðinn leiðin- legur. Rúmlega 10% kvenna sem eru á stefnumótasíðum netsins í Danmörku hafa notað netið til framhjáhalds á móti rúmlega 6% karlanna. I könnun sem gerð var á stefnu- mótasíðunni Love.dk kom í ljós að 10,5% kvenna sem eru skráðar á síð- unni höfðu notað hana til að stunda framhjáhald á móti 6,5% karlanna. Það hefur lengi verið vitað að Dan- ir eru framarlega í jafnréttismálum og er þetta greinilega enn eitt dæmi þess. Alls tóku 2000 konur og karlar þátt í þessari könnun. Það kemur m.a. í ljós að það eru einkum yngri konur sem nota netið til framhjá- halds. Kynlífsfræðingurinn Joan Ört- ing telur að þessar tölur bendi ekki til þess að konur stundi meira fram- hjáhald en karlar yfir höfuð. Held- ur að netið höfði meir tíl þeirra sem miðill í þessum efnum. Hlusta meira „Konur eru næmari fýrir hljóð- um en karlar og það kveikir í þeim þegar hvíslað er í eyru þeirra, j segir Joan Örting í samtali við Urban. jHið skrifaða orð tendrar tilfinningar þeirra því þær lesa það upphátt fyrir sjálfar sig. Karlmenn aftur á móti eru meira fyrir luð sjónræna og tendrast á því sem þeir sjá." Öruggari á netinu Sálgreinirinn og samlífsráðgjaf- inn Ingrid Ann Watson er sammála þessu mati Joan Örting og bætír við: „Konum finnst þær vera mun ör- uggari á netinu en úti á lífinu," segir Ingrid Ann. „Á Netinu geta þær í ró og næði rætt málin við hugsanlegan elskhuga áður en þær kasta sér í fang hans." Ekki meiningin Bæði Joan Örting og Ingrid Ann eru sammála að framhjáhald sé ekki endilega meiningin hjá konum þeg- Framhjáhald Mun fleiri konur en karlar I Danmörku nota netið til framhjáhalds. ar þær skrá sig á stefnumótasíð- ur netsins. „Konan er kannski alls ekki meðvituð um hvað hún vill f en skortir eitthvað í sambandi sínu við makann," segir Joan Örting „Konur gera miklar kröfur til sambandsins við mak- ann og skyndilega liggja þær með náunga sem fær það á tveimur mínút- um. Þá skortir þær erót- ík, nærveru og spennu og þetta geta þær sótt á net- ið." Og Ingdrid Ann bætir við: „Oft hugsa konurnar að þær þurfi ekki að fara í rúmið með þeim sem þær eru að spjalla við á netinu þá stundina. Bara . hitta hann á kaffihúsi og tala saman yfir kaffi- bolla. Síðan leiðir eitt af öðru." Joan Örting Telur að netið höfði meira til kvenna en karla. Lögregla í Kanada handtók Bandidosmann Bandarískur auðkýfingur Farsími frestarflugi Farþegar á leið í sól- arstrandaferð á Doncast- er Robin Hood-flugvellin- um í Bretlandi þurftu að bíða eftír flugi sínu í fjóra tíma þar sem flugstjór- inn tapaði far- síma sínum í flugstjórnar- klefanum. Far- þegarnir voru þegar komnir um borð þeg- ar þeir heyrðu flugstjórann kalla eftir „tæki legri" aðstoð í klefa sinn. Að sögn blaðsins The Sun þurftu menn að taka í sund- ur gólfið í klefanum í leit að símanum. Er hann fannst loksins fór vélin af stað en með öðrum flugstjóra. Ekki má fljúga með opinn far- síma af öryggisástæðum. Drápu átta meðlimi Bandidos Hefur klónað uppáhalds- hest sinn 5 sinnum Lögreglan í Kanada hefur hand- tekið fimm manns, þar á meðal einn meðlim Bandidos-mótorhjólasam- takanna í tengslum við rannsókn á átta morðum þar í landi. Nýlega fundust átta sundurskotin lík í fjór- um bílum á eyðibýli við Shedden í Ontario, 145 kílómetra norðaustur af borginni Detroit. Allir hinir myrtu voru meðlimir í Bandidos og telur lögreglan að einhvers konar uppgjör hafi átt sér stað innan þessara al- ræmdu mótorhjólasamtaka. „Þetta er ekki upphafið að stríði milli mótorhjóla- manna heldur að öllum líkindum uppgjör innan Bandidos-samtakanna," segir talsmaður lögregl- unnar í samtali við ÁP fréttastofuna. Lög- reglan hefur kært hinn 56 ára gamla Bandidos-mann Wayne Kellestine fyrir að standa að baki morðunum. Hinir fjórir sem hand- teknir voru eru ekki fullgildir með- limir samtakanna. Kanadísku Bandidos-samtökin hafa á síðustu árum tekið inn í sín- ar raðir meðlimi annarra mótor- hjólasamtaka þar á meðal Popeyes og Rock Machine. Það er kenning lögreglunnar að fyrri barátta milli þessara samtaka sé | ástæða hinna ofbeldis- fullu morða við Shedd- en. Bandidos hafa löngum eldað grátt silfur við Hells Ang- els-samtökin á Norð- urlöndunum eink- um í Danmörku en vopnahlé var samið í þeim átök- um fýrir nokkrum árum síðan. verið hægt með Frá 2003 hefur að klóna hesta góðum ár- angri. Þetta hef- ur leitt til þess að hinn banda- ríski auðkýfing- ur Bill Freeman hefur klónað kæran og marg- verð- launaðan veðhlaupahest sinn Smart Little Lena alls fimm un á Smart Little Lena var stuðst við nýja tækni tíl að endurprógramma inga (DNA) hestsins. sinnum. Smart Little Lena er þrátt fýrir nafnið stóðhestur og fyrir utan að hafa aflað eiganda sín- um fleiri milljóna dollara í verð- launafé á hlaupabrautunum er hann faðir hundraða folalda. Að sögn blaðsins Ingenör- en vonar Bill Fréeman að hvert af hinum fimm eintökum af þessum hesti sínum muni seljast á um það bil milljón dollara stykkið. Við klón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.