Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 14
-I
74 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006
Helgarblað DV
F
Vinkonurnar og glæsistelpurnar Linda Pé, stofnandi Baðhússins, og Kristín Stefánsdóttir,stofn-
andi No Name hafa nú tekið höndum saman og sjá um innslög alla föstudaga í þættinum Sex
til sjö á SkjáEinum og kalla sig Tvær. Þótt þær séu komnar af allra léttasta skeiði eru þær
báðar nýbakaðar mæður og að vonum afar uppteknar af afkvæmum sínum. Það var alltaf
draumurinn hjá þeim að verða ófrískar samtímis og gleðin var því ótvíræð þegar þær gátu
fárið saman í bæinn með bumbuna út í loftið
Dóttir Lindu, ísabella Ása, er sjö
mánaða og sonur Kristínar, Jóhann
örn, er iimm mánaða. Linda er
aldrei þessu vant ósofin vegna þess
að stelpuskottan var með kvef og
átti óværa nótt, en það segir Linda
að sé undantekning. „Þau eru bæði
ofsalega góð og til hreinnar fyrir-
myndar," segir hún hlæjandi og
Kristín tekur undir það." Jafnvel
þótt svefninn sé ekki eins samfelld-
ur þá finnur maður ekkert fyrir því.
Maður aðlagast strax og er ein-
hvern veginn undir þetta búinn."
Blár strimill
Linda og Kristín hafa verið vin-
konur síðan Linda var No Name-
andlit árið 1991 en áður þekktust
þær ekki neitt.
„Við smullum alveg saman,"
segir Kristín, „og höfum verið óað-
skiljanlegar síðan. Linda hefur auð-
vitað stungið regluleg'a af til út-
landa en það hefur ekki breytt
neinu."
„Nei, einmitt," segir Linda. „Það
hefur engu breytt. Við fórum svo að
grínast með það fyrir tíu árum að
við þyrftum að verða ófrískar sam-
tímis en þegar Krístín varð ófrísk 39
ára bólaði ekki á neinu hjá mér."
„Eldri strákurinn minn var orð-
inn tæplega tveggja ára þegar
Linda fór loksins af stað," segir
Kristín hlæjandi. „Við hjónin sett-
um þá extra trukk í þetta og ég hélt
ég myndi springa úr hlátri þegar ég
pissaði á strimilinn og hann varð
blár. Það fyrsta sem ég gerði var
auðvitað að hringja til Lindu í
Vancouver."
Ný forgangsröð
Stöllumar segja að barneignirn-
ar hafi gjörbreytt þeim og vinnan
og framinn sem alltaf var í fyrsta
sæti em nú miklu neðar í röðinni.
„Ég hef alltaf getað gert það sem
mig hefur langað til en það gjör-
breyttist og ég er svo innilega sátt
við það. Barnið er svo velkomið og
maður var algjörlega tilbúinn," seg-
ir Linda. „ísabella Ása er það besta
sem hefur komið fyrir mig, hún er
bara toppurinn á tilverunni og allt
sem ég hefði getað óskað mér.“
„Ég hélt ég myndi ekki geta skipt
svona um gír," segir Kristín. „Ég sá
alltaf fyrir mér að ég yrði með
bamið í annarri hendinni
og skjalatöskuna í hinni
en forgangsröðin breytt- ■ ^
ist heldur betur."
„Og áhugamálin,"
segir Linda og er ekki
í vafa um að með-
ganga, börn og
bameignir verði
meðal þess •
efnis sem þær '
muni taka
fyrir í þáttun-
um.
Á móti út-
litsdýrkun
Linda og Kristín
hafa eytt drjúgum
hluta af bameignarfrí-
inu saman og þar kom upp hug-
myndin um efni fyrir sjónvarp.
„Við höfum verið að horfa á
alls konar þætti, alltaf með börnin
á brjósti, og fórum að spá í að gam-
an væri að gera eitthvað skemmti-
legt efni saman. Það hefur líka ver-
ið svolítið þrýst á mig að koma í
sjónvarp og þetta var bara rétti
tíminn," segir Linda. „Til að byrja
með verðum við með innslög í
þættinum Sex til sjö á föstudögum
en draumurinn er jafhvel að vera
með okkar eigin þátt í framtíðinni.
Það verður bara að koma í ljós, eft-
ir tíma og tækifæmm."
„Ég hef alltaf getað
gertþað sem mig
hefur langað til en
það gjörbreyttist og
ég er svo innilega
sátt við það."
I innslögunum ætla þær að taka
fyrir allt milli himins og jarðar og
þrátt fyrir að útlit og framkoma
verði þar að sjálfsögu meðal efnis
er útlitið ekkert aðalatriði. „Við
emm algjörlega á móti þesssari út-
litsdýrkun sem er allsráðandi í
þjóðfélaginu og ætíum einmitt að
undirstrika sérstöðu hvers og eins.
Það á ekki að þurfa að steypa alla í
sama mótið svo þeir nái árangri í
lífinu," segir Kristín
„Við munum fá til okkar
skemmtilegt fólk af öllum tegund-
um og gerðum og fræðast um lífs-
stíl og áherslur þess í lífinu. Við
ætlum svo ekki síður að taka fyrir
&
l' \
,:
I Þáttastjórnendur Linda og Kristln
j munu vera með innslög á föstudög-
j um i þættinum Sex til sjö á SkjáEin-
j um sem þær kalla Tvær. Þarláta þær
j sérekkert mannlegt óviðkomandi.
—m
andleg málefni og alls konar mála-
flokka eins og til dæmis ólíkar fíkn-
ir og það sem fólk er að takast á við
í sínu daglega lífi. Þetta snýst alls
ekki um útíit heldur betri líðan og
aukið sjálfstraust."
Allf mannlegt til
umfjöllunar
„Við ætíum þó að bjóða upp á
einn lið sem verður allsherjar
„make-over",“ segir Kristín. „Þeir
sem vilja fá „make over" geta sent
inn fyrirspurnir á tvaer@sl.is og
gjarnan mynd með. Viðkomandi
fær svo algjöra „yfirhalningu",
nýjan fatnað, kiippingu og förðun
þar sem það á við og ráðleggingar
um nýjan lífsstíl. Fólki líður
auðvitað miklu betur þegar það
lítur vel út því þá fær það aukið
sjálfstraust sem skilar sér svo aftur
í betri árangri á öllum sviðum. Við
munum heldur ekki hika við að
leita til sérfræðinga okkur til halds
og trausts. í næsta þætti, sem er
föstudaginn eftir páska, fjöllum við
til dæmis um húðflúr og fáum til
okkar tattúmeistara og skoðum
tattú frá öllum hliðum."
Eruð þið með tattú?
„Já," eitt pínulítið," segir Linda,
og Kristínu finnst fín hugmynd að
sýna það í þættinum. Linda gefur
þó ekki mikið út á það.
Grindargliðnun og
brjóstagjöf
Þótt Linda og Kristín séu þekkt-
ar fyrir fallegt útlit og þokka éiga
þær að sjálfsögðu sína vondu daga.
„Við erum búnar að vera í rækt-
inni saman síðan um áramót og
það gengur bara vel," segir Kristín.
„Ég grenntist reyndar á meðgöng-
unni og leið ægilega vel. Það eina
sem ég þurfti að glíma við var
grindargliðnum á seinni
meðgöngunni."
„Það er nú eitthvað
sem við gætum tekið
i' \ fyrir í þáttunum," seg-
ir Linda og Kristín
> kinkar kolli. „Grind-
\ argliðnun er einmitt
mjög algeng og
mildu aigengari en ég
hélt. Svo verður fjallað
j um brjóstagjöf og stífl-
ur í brjóstum og í einum
þættinum verður
tískusýning á óléttu-
, fatnaði. Þátturinn
^ mun örugglega
bera þess merki
að umsjónar-
mennirnir
eru nýbak-
aðar
■ f Y mæð-
' - t ‘ ur,"
segja
þær
hlæj-
andi.
Linda fitn-
aði heldur ekkert
á meðgöngunni
en er í ræktinni til
að styrkja sig og taka af sér gamlar
syndir eins og hún orðar það. „Við
erum hjá Jóa einkaþjálfara í Sport-
húsinu og hann hefúr kennt okkur
mikið varðandi matarræðið. Krist-
ín er búin að missa helling af kíló-
um og ég er farin að missa núna.
Þetta snýst bara um að vera með-
vitaður um það sem maður setur
ofan í sig."
„Maður verður líka að kunna að
vera þolinmóður," segir Kristín „og
bíða þangað til uppáhaldsbuxurn-
ar eru orðnar vel víðar,- Maður
verður svo glaður þegar maður
fyllir ekki alveg út í fötin sín.“
Alltaf að leita að manni fyr-
ir Lindu
Linda er sem kunnugt er graf-
ískur hönnuður og hefur starfað
við það undanfarin ár. „Ég vinn
allar auglýsingar fyrir fyrirtækið
okkar Iceland Spa & Fitness, sem
rekur fimm líkamsræktarstöðvar.
Ég geri það að mestu heima og
finnst það ofsalega skemmtilegt."
„Hún er svo listræn og skap-
andi," segir Kristín. „Ég hringi í
hana og bið um lógó og sama
kvöld hendir hún á mig e-meili og
lógóið er komið."
„Þetta hentar mér mjög vel og
ég er ekki á leiðinni í daglegan
.rekstur aftur," segir Linda.
Kristín rekur förðunarskóla
Rifka þar sem fólk lærir allt um
förðun en Snyrtiskólann í Kópa-
vogi sem er staðsettur á sama
stað á hún og rekur ásamt með-
eiganda sínum, Ingu Þyri Kjart-
ansdóttur, en sá skóli útskrifar
snyrtifræðinema eftir heils ár ná-
m og þar eftir tekur starfsþjálfun
við. Þegar Linda er spurð hvort
Kristín farði hana áður en hún fer
út á lífið fær hún hláturskast og
hristir höfuðið. „Skemmta mér!
Ég hef ekki farið út að skemmta
mér í mörg ár," segir hún og hlær
enn meir.
„Það er í mesta lagi að ég fari
út og viðri hundana og oftast er
ég bara svona," segir hún og lyftir
upp fætinum til að undirstrika
frjálslegan kiæðnað, gallabux-
ur og strigaskó. „Ég nenni þessu
ekki lengur."
Er Kristín þá ekkert að reyna
að fínna fyrir þigmann?
„Jú, stanslaust," segir Kristín.
„Hún flautar þá bara af jafnóðum.
Næst reyni ég að senda hana á
„blind date" eða finna fyrir hana
einhvern úr pólitíkinni."
„Það ættu að vera hæg heima-
tökin," segir Linda hlæjandi.
„Kristín er nefnilega komin í bæj-
arpólittkina og meira að segja í
framboði fyrir Sjálfstæðisfélagið á
Álftanesinu.
„Næsta skref verður að fá
Lindu af Arnarnesinu á Álftanes-
ið," segir Kristín og Lindu finnst
það ekkert svo fjarri lagi.
Af Arnarnesi á Álftanes?
Ég er bara í millibilsástandi í
Arnarnesinu og ætla ekki að vera
þar til frambúðar. Fer að leita mér
að hentugu húsnæði á næstunni.
Núna erum við Kristín búnar að
koma börnunum okkar til sömu
dagmömmu þar sem þau byrja í
haust og mér líst bara nokkuð vel
á að flytja á Álftanesið. Þá geta
þau farið saman í leikskóla og
verið samferða í skóla alla leið
upp úr. Það væri mjög skemmti-
legt," segir Linda. „Það er líka
þessi þorpsfílingur á Álftanesinu
sem mér finnst svo ljúfur og ég
þekki úr uppvextinum."
„Það er mikil uppbygging í
Álftanesinu," segir Kristín og
breytist nú snögglega í pólitíkus.
„Það er mikil gróska og uppbygg-
ing sem átt hefur sér stað fyrir til-
stuðlan Sjálfstæðisfélagsins,- og
frábær staður fyrir fjölskyldufólk
og alla sem sækjast eftir að búa
þar sem náttúrufegurð er ríkj-
andi. •
Lífið einfalt og gott
í haust ætlar Linda að taka upp
þráðinn í háskólanum þar sem
hún var búin með eitt ár í list-
rænni stjórnun í auglýsingagerð.
„Þetta er íjarnám sem ég hlakka
til að halda áfram með en í
augnablikinu er ísabella aðalat-
riðið. Ég ætla upp í sveit til
mömmu og pabba um páskana
með stelpuna og hundana mína
tvo en það gengur allt út á fjöl-
skylduna núna," segir hún.
Kristín ætlar líka að njóta sam-
vista við fjölskylduna um pásk-
ana.
„Ég er svo rík að ég á fjóra
stráka Maðurinn minn átti tvo
stráka áður en við kynntumst og
búa þeir hjá móður sinni fyrir
vestan en verða hjá okkur um
páskana, þannig að þetta verður
fjölskylduleikur alveg út í gegn."
Linda veit þó ekki hvort hún er
alkomin heim en býst alveg eins
við því.
„Ég kom upphaflega til að vera
fyrstu mánuðina eftir fæðinguna,
enda afar ánægð í Vancouver, en
var alveg opin fyrir því að þau
plön myndu breytast. Ég hef enn
ekki tekið neina ákvörðun en fjöl-
skylda mín er hér og Kristín reyn-
ir auðvitað að toga í mig..."
„...með Álftanesinu," segir
Kristín hlæjandi.
„Það eru svo breyttar forsend-
ur,“ segir Linda. „Maður hendist
ekki með barn milli heimsálfa
eins og ekkert sé."
„Fjölskyldan er það sem skipt-
ir öllu máli og nú fyrst skiljum við
þetta fjölskyldutal," segir Kristín.
„Við skildum það ekki áður en við
eignuðumst börnin, þá var vinn-
an númer eitt, tvö og þrjú."
„Já,“ segir Linda hugsandi.
„Maður sér alla hluti öðruvísi
núna. Það eru litlu hlutirnir sem
gefa lífinu gildi og að hafa lífið
sem einfaldast. Líka að hugsa vel
um heilsuna, maður verður að
hugsa vel um sjálfa sig til að geta
hugsað um aðra. Það er lísfmottó-
ið núna - og að taka einn dag í
einu." edda@dv.is