Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 46
> 46 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 Helgarblað DV *-• Á föstudaginn langa veröur Ray Davies í fjórða sinn með tónleika á íslensku sviði. Þessi sextíu og tveggja ára herramaður á að baki langan og glæsilegan feril sem lagasmiður, tónlistarmaður, söngvari og skemmtikraftur. Hann er enskari en flestir samferðamenn hans úr upphafi bresku bylgjunnar en hefur reynst næmari en þeir flestir á tímanna tákn. Á föstudaginn langa heldur hann áfram tónleikaferðalagi til að kynna fyrstu sóloplötu sína og verður Háskólabíó fyrsti áfangastaðurinn á túr hans um Evrópu. Iörtröðinni sem varð oft í Kringlunni í Melaskðlanum voru menn komnir á háhælaða skó haustið 1965, þdtt gummískór og skældir strigaskór væru enn undir öðrum hverjum snaga. Hárið sítt á framagjömum strákum en hinir með leifar af sumar- klippingunni. Einstaka maður var að burðast við að nota brillj- Sumarið 1965 og fram eftír haustí var bandið að hijóðrita lög fyrir Kink Kontroversy, stóra plötu sem kom út eftír áramötín 1966 og er fyrsta heil- lega safhlð hans þótt sagnallst hans væri enn ekkl farin að þroskast að mun. antín. Stelpumar í gollunum sínum og pilsum, sumar enn með hárspangir og í stretsbuxum. Kynsystur þeirra árinu eldri eða tveimur túpemðu sig af ákafa. Við vomm á tólfta árinu. Þetta var tími transistortækja og ferðagrammófóna. 45 snúninga platan átti á þessu hausti sinn blómatíma. Ef menn höfðu ekki auraráð til að fylgjast með vikulegum útgáfum í Sigríði Helgadóttur í Vest- urveri eða í Fálkanum á Laugavegi mátti skunda í Hljóðfærahúsið og kaupa toppsix sem geymdu sex lög af topplista í viku hverri í flutningi kover-banda. Þær vom ekki eins og orginailinn fundu menn, en þetta þóttu hagstæð kaup. Austurbæjarbíó 1965. Heitustu lögin veturinn áður vom samloka þeirra Davies-bræðra í Kinks: You Really Got Me og All Day and All of the Night höfðu hljómað í langan tíma í þessum fáu útvarps- þáttum sem allir hlustuðu á, Lögum unga fólksins, jafhvel ratað í Á frí- vaktina, og í Öskalög sjúkiinga. Á nótum æskunnar, sem kynnti spennandi nýja músik á laugardags- eftírmiðdögum var ekki orðinn til. Svo var Kaninn sem erfiðlega gekk að ná á gömlu lampatækjunum og alltaf var talað mikið um Radio Lux- emburg sem fáir náðu. Kinks höfðu átt önnur topplög síðla vetrar og um sumarið: Tired of Waiting, Set Me Free, See My Friends vermdu listana fyrir þetta haust. Ray var höfuðpaur og lagasmiður Kinks. Hann var enn fastur í blúskenndum rokklögum, þótt einstaka ballaða flytí með. Sumarið 1965 og fram eftír hausti var bandið að hljóðrita lög fyrir Kink Kontroversy, stóra plötu sem kom út eftír áramótín 1966 og er fyrsta heil- lega safnið hans þótt sagnalist hans væri enn ekki farin að þroskast að mun. Glóð í myrkri í kringlunni í Melaskólanum ætl- uðu allir á hljómleika Kinks. Ég suð- aði í mömmu og fékk pening fyrir miða og fór í Austurbæjarbíó. Það var rigning og ég fór með strætó vest- an af Högum, niður á torg og gekk þaðan. Það var troðið á Snorrabraut- ini. Fullt af eldra fólki, en við á tólfta árinu áttum okkur réttlætíngu: bæði Bravó og Tempó voru bara rétt eldri en við. Yngsti gæinn í Bravó frá Akur- eyri var sagður tólf. En ósköp var hann h'tili og gítarinn stór. Kinks kom fram í svarta myrkri með sígarettuglóð sem snérist í hringi. Og þá fór ailt af stað. Þeir vom í rauðu jakkafotunum sem vom ein- kenni þeirra þessi misserin, útsniðn- um buxum og támjóum hælaskóm. Það var öskrað lifandi ósköp, fullt af stelpum sat veinandi í sætunum sín- um og þeirra á milli fólk sem ærslað- ist heilmikið í þröngum sætaröðun- um. Notaður vínill og nýr Næstu vikur fóm í að öngla sam- an aurum í 45 snúninga plötur frá PYE. Sumar á ég enn. Nú orðið ganga þær kaupum og sölum á netinu. Og öll lögin er að finna í ítarlegum end- urútgáfum eftír nýjum mastemm. Og á þeim var fi'n músik í bak og fyrir Þegar Kinks Kontroversy kom út í febrúar árið eftir var hún mikið á fón- um þar sem menn bjuggu svo vel að vera með græjur inni hjá sér. Þeir vom ekki margir, en víða var laumast í stofur og hlustað í voldugum mubl- um sem voru allt í senn: grammófónn, magnari, útvarp og hátaiarar og minntu mest á skenka þessa tíma: þungar og massífar. Og árið eftír fylgdi fyrsta meistar- verkið: Face to Face: Þar tóku smá- sögur Rays að birtast: peyinn sem vinnur ferð til Havaí, uppgangur og fall nýríka mannsins sem kaupir sér flott semr í sveit, úrfellisregnið í júm', sagan af sessjón-spilarcmum. Sögu- maðurinn Ray var að fæðast. Flughöfnin í Glasgow 1970 Svo missti ég áhugann. Fáum misemm sfðar, haustíð 1970, þóttu bönd frá upphafi bresku bylgjunnar h'tils virði. í stað hinna léttu popptónlistar vom aðrir spámenn famir að setja saman langar messur, sumpart vegna framfara í upptöku- tækni, sumpart vegna þess að hópar manna í hinu prógressífa poppi voru loksins teknir að kunna almennilega á hljóðfærin sín. Kinks vom gleymd- ir. Þetta haust var ég á leið til írlands í þriggja vikna göngutúr. Og þegar boðað var að Kinks væm á leið til ís- lands vakti það hæðnishlátra í klík- um sautján ára áhugamanna um tónlist. Þótti valið á bandinu til marks um hvað fíflin í íþróttahreyf- ingunni höfðu h'tíð vit á almennilegri tónlist. Það komu enda fáir að sjá hinar gömlu hetjur. Höllin var hálf. Ég mætti þeim aftur í flughöfri- inni í Glasgow á leið í Höllina. Þeir vom hressir í hóp, skartmenni sem fyrr en bám stresstöskur sem mér þótti furðulegt. Haustið 1970 höfðu þeir setíð í efsta sætí vinsældalista með Lolu vikum saman. En það dugði ekki til. Konsertinn í Höllinni þótti flopp. Konseftlist á diskum Löngu seinna, þegar menn höfðu áttað sig á samhengi verka Rays Davies, frá lagasöfnunum sem end- uðu í Something Else 1967 yfir í óper- urnar - konseftalbúmin - Village Green og Arthur, fundu allir að haustíð 1970 vom Ray og félagar á miklu flugi. Tónleikar þeirra vom í þann tí'ma undarleg blanda af gömlu efni og nýju, eftirhermum og stílisemðu spaugi, jafnvel með eigin efni. Ray var enda að umbylta bandinu, draga inn fleiri hljóðfæri, blástur sem fast- an hluta af hljómkviðunni sem hann setti jafnan saman í hljóðveri. Tónlistin við Percy (1970) og síð- ftaymund Daviöy a hljivmíeíkiim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.