Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 47
Helgarblað DV
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 47
an Lola vs. the Powerman and the
Moneygoround Part 1 sem kom út í
nóvember 1970 vísuðu til þess að
hann var enn að vinna í heildstæð-
um söfnum sem tengdust í laga-
bálka. Þar tók hann tónlistarbrans-
ann íyrir af mildlli grimmd og háði.
Og sjá...
Á árunum uppúr 1970 var engu
líkara en tónlistarinnflutningur hér
balanseraði milli Evrópu og Amer-
íku. Á sitthvorum markaði giltu ólík-
ar pakkningar og útgáfur.
Þannig var það einhvem tíma árs
1972 að á fjörur mínar rak svart safii,
Kinks Kronikles - tvöföld safnplata
með úrvali af lögum Rays Davies frá
1963 til 1972. Fylgdi löng og ítarleg
ritgerð um feril bandsins. Útgefand-
inn bætti um betur og sendi ffá sér
þriðja safnið: The Great Lost Kinks
Album ári seinna.
Þarmeð vom örlög mín ráðin.
Síðan þá hef ég vitað að Raymond
Douglas Davies er séní.
Gamla hverfið
Ray hafði um þær mundir nýlokið
við Mushwell Hillbillies. Þar sneri
hann aftur til gamalla heimkynna
þeirra bræðra í Mushwell Hill og
lagði út af þeim heimi sem mætti
honum. Kráarstemningin og sérstak-
ir lífshættir þjóðar hans höfðu oft
áður orðið honum yrkisefni. En nú
var það lágmenningin: kánm' og
westem-áhrifin, gömlu rokkaramir,
allur bæjarbragurinn í gamla hverf-
inu hans var skoðaður í ljósi nýrra
tíma. Safnið fór ekki hátt. Tfmi
hitlaganna var liðinn.
En bandið túraði af miklum krafti:
Everybody's in Show-Biz kom út
síðla hausts 1972 og sýndi hvílir
kraftar vom á ferðinni: annar diskur-
inn tekinn á konsert, hinn í hljóðveri.
Úróperusmíðum í kreppurokk
f framhaldi kom stóra óperan
Preservation Act 1 og 2 á árunum
1973 og 1974. Heilsteypt rokkópera
með brechtísku ívafi. Ray var að færa
sig nær leikhúsfonninu. Soap Opera
og Schoolboy’s in Disgrace sem
fylgdu á næstu ámm flutti hann af
sviði sem leikhúsvérk.
En Kinks höfðu lengi átti í vand-
ræðum með útgefendur. Samstarfi
þeirra við PYE lauk um 1970 og þeir
fluttu sig á merki RCA og vom þar
um langa hríð. Sleepwalker og Mis-
fits (1977 og 1978) vom á merki
Arista sem Clive Davies leiddi til
stórra afieka uppúr 1974.
En stóra skrefið tók bandið ekki
fyrr en með kreppuplötunni miklu
Low Budget sem kom út sumarið
1979 og var raunar endurflutt að
stóm leyti á konsertsafninu On the
Road 1980.
Long Island 1980
Það var síðla árs 1980 sem ég sá
bandið aftur. Á stómm leikvangi á
Long Island. Ray var þá uppá sitt
besta sem performer. Hann var rétt
um fertugt, feikilega vel á sig kom-
inn, söng af miklum krafti, dansaði
um stórt sviðið bókstaflega eins og
hann ætti lífið að leysa.
Þessar þúsundir sem fýlltu leik-
vanginn þetta kvöld tóku enda vel
undir. Hann leiddi hópinn í samsöng
hvað eftir annað, skipti um hlutverk,
og lék á hópsálina af mikilli list. Efii-
ið var enda í stíl við amerískan móð
þessara ára. Hann hafði stillt fókus-
inn inn á bandarískt samfélagsá-
stand.
Lyceum 1982
öðm máli gegndi um eina Lund-
únakonsert Kinks í árslok 1982: þetta
var jú heimavöllurinn. Lyceum-leik-
húsið á mörkum Strand og Covent
Garden mátti muna sinn fífil fegri.
Það var nánast ónothæft og var
skömmu síðar neglt fyrir allar gáttir í
því og stóð þannig þar til Disney
ákvað að setja þar upp Lion King
löngu seinna. Leikhúsið hafði verið í
fullu skrúði á Viktoríu-tímanum en
gyllingin var farin af öllu. Þama tróð
hann upp ásamt bandinu sínu
skömmu fýrir jól.
Eldri konur með handtöskur
Þetta var Ukast íjölskyldusam-
komu. I fomum stúkum sátu mæður
og feður hljómsveitarmeðlima, böm
og eiginkonur. Áhorfendaskarinn var
samsettur: síðustu pönkamir í bland
við virðulega miðaldra menn og kon-
ur, sumpart ekki ólíkur skari og sést
hafði árinu áður á Lundúnatónleik-
um Grateful Dead á Rainbow. Mér
fannst líka eins og hér væri komið að
einhverjum leiðarlokum hjá mínum
manni. En hér gat samt að líta aldur-
ssnið sem var í algerri mótsögn við
það sem réði í tónleikalífi Lundúna
þau misserin.
Sjö diskum síðar
Svo liðu átján ár. Kinks hættu að
ferðast um miðjan tíunda áratuginn.
Frá 1980 til-1993 komu sjö söfn frá
mínum manni og bandinu hans.
Undir lokin safnaði hann saman öll-
um kröftunum og gaf út bland í poka
af nýjum hljóðritunum af sínum
helsm lögum: To the Bone. Glæsilegt
safn sem geymir meðal annars frá-
bæra og langa útgáfu af I’m Not Like
Everybody Else frá 1966. Nær þrem-
ur áratugum síðar var enn falinn í því
eldur.
Storyteller-safnið hans varð síðan
að frægri aðför að eigin ferli, sumpart
ævisaga, sumpart endurvinnsla
stóm hit-laganna. Og það upplegg
spilaði hann síðan hér í Höllinni árið
2000 mörgum til óblandinnar
ánægju.
Einn af þessum fáu
Ray er einn af hinum stóm
söngvasmiðum sem upphaf velferð-
arsamfélags Evrópu eftir stríðið gat
af sér. Margir af söngvasmiðum
þessa tíma státa sig af einu eða
tveimur lögum. Jagger og Richards,
Lennon og McCartney geta talið lög
sín sem munu lifa í tugum.
Rétt eins Raymond Douglas
Davies. Undrunarefnið er að hann
skuli á þessum þremur áramgum -
einn - hafa skilað af sér mörgum tug-
um sönglaga sem geyma þessa kviku
sem hann á svo auðvelt með að
binda í tóna og orð.
Ef lýsa ætti tónsmíðum hans
utan við garð rokklaganna sem oft-
Ray Davies Poppstjarna áundir lok ní-
unda áratugs slðustu aldar
Terry O'Neill/Hulton Archive/Getty Images
ast eru gáskafull hylling til lífsins er
stærstur hluti laganna settur saman
af sérkennilega huggulegri angur-
værð. Stundum hefur honum verið
borið á brýn að leggjast í þunglyndi,
jafnvel sjálfsmeðaumkun, en alltaf
má finna í ljóðum hans og túlkun
sjálfsháðið og elskusemi sem fáir
aðrir af samferðamönnum hans
hafa náð. Nú er nýr diskur undir
geislanum og svo er hann að koma
hingað aftur. Þess vegna verður enn
gaman að sjá hann á sviði á föstu-
dag - ég verð þar.
pbb@dv.is
Sérverslun með sjávarfang
Miðvikudaginn 12. aprí
LANGUR
HUMARDAGUR
Humarragu, hvítlauks humar,
ferskur og frosinn humar,
humarsúpa, humarsofi,
humarsalat
og aðrir Fylgifiskar
12% afsláttur af frosnum humri
Gleðilega páska
kalal ;kana - opnum aftur hriðjudaginn 18. apríl
4
FYLGIFISKAR
Suðurlandsbraut 10 • Skólavörðustígur 8
1