Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006
Menning DV
M
Systurnar þrjár Hrollvekjandi dramatík
ogærslafulltgrln.
SysturíMögu-
leikhúsinu
Hugleikur frumsýnir leikritið
Systur í Möguleikhúsinu í kvöld.
Þrjár systur missa móður sína á
unga aldri. Faðir þeirra lætur þær
að mestu afskiptalausar og upp-
eldisskyldumar lenda á herðum
þeirrar elstu. Mörgum árum síðar
liggur faðirinn fyrir dauðanum og
systumar snúa aftur á æskuheim-
iÚ sitt til að vaka yfir honum og
ganga frá dótinu sem hann lætur
eftir sig og þær yfirgáfu þegar þær
fluttu hver í sína áttina. Við þá til-
tekt verður óhjákvæmilega hróflað
við beinagrindum í ýmsum skúma-
skotum og gömul og ný ágreinings-
efrti verða viðmð. Kannski tekst að
pakka öllu saman áður en morg-
unn rennur, kannski verður ekkert
eins og áður.
Systur er nýtt leikrit eftir Þór-
unni Guðmundsdóttur sem hefur
skrifað nokkur af verkum Hugleiks
undanfarin ár, svo sem Kleinur og
söngleikinn Kolrössu. Að sögn er í
Systrum blandað saman hrollvekj-
andi dramatík og ærslafúllu gríni á
ögrandi hátt.
Leikstjóri er Þorgeir Tryggvason
og hlutverkin em í höndum þeirra
Huldu B. Hákonardóttur, Júh'u
Hannam, Elísabetar Indru Ragn-
arsdóttur og Jónínu Björgvinsdótt-
ur. Systur verða sýndar í Möguleik-
ltúsinu við Hlemm, en aðeins em
fyrirhugaðar sex sýningar á verkinu.
Draumaveröld
Soffíu
Á laugardaginn opnar Soffia Sæ-
mundsdóttir myndlistarmaður sýn-
ingu á nýjum verkum í efri sal og á
svölum í Ketilshúsinu, Listagjlinu á
Akureyri. Þetta er fyrsta sýning Soff-
íu norðan heiða og sýnir hún olíu-
málverk á tré, striga og pappír unn-
in á undanfomum þremur árum.
Sýninguna nefnir hún Einskonar
landslag og kveöur þar við annan
tón í málverkum hennar.
Soffia seglr að smám saman hafi
hana langað til að vinna meira með
landslag, jafnvel eins og náttúm-
upplifun og glíma við annars konar
formenafiajafna.
Hún segir þetta ferli nánast
kæruleysislegt og að hún ráðist á
efnið og láti æðamar í viðnum eða
hvemig taumar af málningu leka
niður flötinn stjóma útkomunni að
einhverju leyti svo úr verður nátt-
úrulegt ferli og staðir, einskonar
landslag. Á svölunum rfkir þó ann-
ar andi, einskonar draumaveröld
líkt og þar sé maður
kominn að ókunnri
ströndeðaáþá
staði sem enginn
veithvaremen
þekkir þó.
Sýninginverður
opnuð
M-15. Soffía Sæmundsdóttir
myndlistarmaður/
sýningunni kveöur við nýjan
tón I verkum hennar.
Umsjón; þóiunn Hrefna Sigurjónsdóttir lirefna((j>dv.is
Og erþærurðu mjög hræddar og
hneigðu andlits/n tiljarðar, sögðu þeir
viðþær:„Hvl leitið þérhins lifanda meöal
hinna dauðu? Hann er ekki hér, en hann
er upprisinn; minnist þess, hvernig hann
talaði viðyður meðan hann enn var I
Gallleu og sagði að mannssonurinn ætti
að verða framseldur I hendur syndugra
manna og verða krossfestur og upp rlsa
á þriðja degi. Og þær minntust orða
hans, og sneru aftur frá gröfinni og
kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og
öllum hinum.‘
(Lúk. 24, 5-10.)
Fjölmargar bækur hafa verið skrifaðar um alkóhólisma, enda var sá sjúkdómur ein-
hverju sinni nefndur „mesta mein aldarinnar“. James Frey er Bandaríkjamaður sem
dópaði sig næstum í hel, en náði sér upp úr skítnum og skrifaði um það bókina A Million
Little Pieces sem hlotið hefur mikið lof vestan hafs. Eftir rúma viku kemur bókin út í
íslenskri þýðingu ívars Bjarklind og ber heitið Mölbrotinn.
fltakanleg saga um eiturlyfjafíkn
„Á þessu ári hefur mikil umræða
skapast um þessa bók í Bandaríkj-
unum," segir Tómas Hermanns-
son bókaútgefandi hjá Sögum, sem
tryggði sér útgáfurétt bókarinnar A
Million Little Pieces í fyrra. „Hún
hefur verið á metsölulistum meira
og minna í tvö ár og salan tók held-
| ur betur kipp þegar Oprah Winfrey
mælti með henni og tók hana upp í
bókaklúbb sinn. Fólk átti hreinlega
ekki til orð yfir áhrifamætti bókar-
innar."
Dómarnir sem A Million Little
Pieces hefur fengið eru líka ótrúlegir
og einn gagnrýnandinn sagði meðal
annars að hún væri „átakanlegasta
sagan um eiturlyfjafíkn síðan Willi-
am S. Burroughs skrifaði Junky" og
verða það að teljast góð meðmæli.
Allt vitlaust yfir smáatriðum
Heldur jók á umtalið að bókin
| var kynnt sem sönn lífsreynslusaga
James Frey eftir sex vikna stranga
ffkniefnameðferð, en rannsóknar-
blaðamenn fóru að snuðra og kom-
ust að því að þar var ekki allt ná-
[ kvæmlega satt og rétt.
„Smáatriði voru dregin fram í
dagsljósið og rekin ofan í höfund-
[ inn," segir Tómas. „Það var skeggrætt
; fram og til baka hvort allt þyrfti að
vera 100% satt til þess að bók mætti
! kallast sannsöguleg. Allt varð vit-
; laust og Frey, sem hafði áður farið
j í viðtal til Opruh, fór líka til Larrys
| King, en svo aftur til Opruh, þar sem
Lhún lét hann viðurkenna frammi
fyrir heiminum að bókin væri ein-
ungis 95% sönn."
Gagnrýnir tólfsporakerfið
Það sem einnig gerði bókina
umdeilda var að James Frey gagn-
rýnir hugmyndafræðina að baki
tólfsporakerfinu og hafnar henni.
„Sagt er við hann í meðferð-
inni að tólfsporakerfið
sé eina kerfið sem virk-
ar, en engu að síður eru
einungis 15% þeirra
sem útskrifast af þeirri
stofnun edrú eftir eitt
ár. Frey er með attitjúd
frá fyrsta degi og tek-
ur þann pól í hæðina að
það að vera edrú snúist
bara um viðhorf. Þó að
hann fái að vita að
líkurnar til þess að
hann nái bata séu
einn á móti milljón,
þráast hann við og
hafnar ekki aðeins
tólfsp orakerfinu,
heldur líka hvers konar trú, sem oft
er sagt að sé forsenda þess að alkó-
hólistar nái að halda sér edrú."
Bókin kom út árið 2003, en fyrstu
tilraunir til þess að skrifa bók um
reynslu sína gerði Frey árið 1997.
Það var ekki fyrr en hann gat teldð
sér launalaust leyfi í 18 mánuði sem
bókin fæddist. Samhliða sigurgöngu
hennar hefur hann skrifað sjálfstætt
framhald, sem ber heitið My friend
Leonard, en hún hefur einnig náð
Tómas Hermannsson Gefur
út bókina og fullyrðir að hún
sé mögnuö. Hann segist hafa
grátið og hlegið tilskiptis
þegarhann las hana fyrst.
Nýjasta alkabókin Hefur
valdið úlfúð I Bandarlkjun-
um, en höfundi hennar
var boðið tvisvar til Opruh.
inn á metsölu-
mm m"*lista. Sú bók fjall-
ar um það sem við tekur eftir
meðferðina.
Annar hver maður alkóhólisti
Tómas er bersýnilega mjög hrif-
inn af bókinni og undrast ekki vel-
gengni hennar. „Þetta er alveg
mögnuð bók," segir hann. „Maður
dettur inn í hana og grætur og hlær
til skiptis. James Frey er bæði ein-
lægur og óvæginn, einkum og sér í
lagi við sjálfan sig. Stíllinn er harð-
soðinn og hvass - hann er einfald-
ur og mikið um endurtekningar, en
ótrúlega áhrifaríkur. Maður sog-
ast inn í bókina, grætur og hlær til
skiptis, og getur bara gleymt því að
hætta að lesa.
Ég er mjög spexmtur að vita
hvemig íslendingar bregðast við
bókinni, enda hefur maður stund-
um á tilfinningunni að hér sé annar
hver maður alkóhólisti," segir Tóm-
as galgopalega, en bætir við að auð-
vitað sé það fjarri lagi. Hér séu vísast
ekki fleiri alkar en í öðrum löndum.
í dag getur fólk farið inn á baek-
ur.is og lesið 50 fyrstu blaðsíðurnar
í bókinni. Er það sérleg páskagjöf
Sagna.
Megas, Kammerkór Biskupstungna og hljómsveit halda tónleika í Skálholti um
helgina. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar veröa fluttir.
Um pínu og dauða Krists
Á laugardaginn verða haldnir
■ stórtónleikar í Skálholtskirkju, því
|í Megas, Kammerkór Biskupstungna
1 og hljómsveit munu flytja Passíu-
| sálma Hallgríms Péturssonar við lög
[ Megasar sjálfs.
j Sálmar sem ekki eiga sér
| hliðstæðu
Passíusálmarnir eiga sérstaklega
I vel við á þessum árstíma, enda orti
| skáldklerkurinn Hallgrímur Pét-
| ursson þá um pínu Krists og dauða
| hans á krossi. Sálmarnir eru inn-
I blásnir af trúarsannfæringu Hall
* gríms og eiga sér ekki hliðstæðu í
j veröldinni. Því hefur löngum ver-
ið fagnað að Megas skuli hafa tekið
I sig til fyrir allmörgum árum og sam-
ið lög við sálmana, en meðal annars
það hefur orðið til þess að viðhalda
vinsældum þeirra meðal okkar sam-
tímamanna.
Frábærir dómar
Sami hópur flutti einnig Passíu-
sálma og fleira í Hallgrímskirkju á
Vetrarhátíð í Reykjavík, en þeir tón-
leikar fengu frábæra dóma og kom-
ust færri að en vildu. Því er um að
gera að tryggja sér miða í tíma,
miðasala fer fram á skrifstofu Sunn-
lenska fréttablaðsins, Austurvegi 1,
Selfossi, Bjarnabúð í Reykholti og í
12 tónum og plötubúð Smekkleysu í
Reykjavík. Miðaverð er 2500 krónur.
*