Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 Fréttir DV íslendingar hafa verið þátttakendur í baráttu Freys Njarðarsonar við heróín- fikn sína í yfir tuttugu ár. Hann var fyrsti sprautufíkillinn sem steig fram á sjónarsviðið á íslandi og lýsti opinskátt leiðinni úr viðjum vímunnar árið 1985. Fjölmargir hafa tekið þátt í batanum og átökunum, lesið bækurnar og hlustað á viðtölin. Þvi var það áfall að sjá á forsíðu DV í gær að Freyr hefur tapað enn einni baráttunni við fíknina. Hann reyndi að smygla heróíni innvortis til lands- ins. Stríðið, sem Freyr mun há allt sitt líf, stendur þó enn. Það er alltaf von. „Ég get ekki talað um þetta núna," sagði Freyr Njarðarson þegar blaðamaður hafði samband við hann í gær. Á sunnu- daginn var Freyr handtekinn í Leifsstöð með heróín og kóka- ín innvortis á leið heim frá Amsterdam. Hann er búinn að tapa baráttunni við heróínfíknina. Einu sinni enn. 1 gærdag var Freyr tilbúinn til að segja söguna alla í DV. Þeg- ar haft var samband við hann síð- degis snerist honum hugur. Hann var ekki tilbúinn að tala. Líf fallins fíkils er enginn dans á rósum. Það hafa Freyr og fjölskylda hans feng- ið að reyna. kom út árið 1984. Freyr hafði þá glímt við fíkniefnavanda frá því árið 1978 en hann hófst með sakleysis- legum hassreykingum í kunningja- hópi. Fyrsta sprautan „Ekkert mál," sagði Freyr Njarð- arson þegar hann lagðist til svefns með unnustu sinni eftir að hafa sprautað sig í fyrsta skipti. Síðan eru liðnir meira en tveir áratugir. Innst inni vissi hann þó að þá var hann orðinn endanlega háður eit- urlyfjum. Frá þessu greindi Freyr ásamt föður sínum Nirði P. Njarð- vík í bókinni Ekkert mál sem fyrst Ekkert líf án vonar Þegar bókin kom fyrst út hafði Freyr hafið meðferð sem fáir kom- ast í gegnum. Njörður faðir hans vonaði að hann kæmist í gegnum þetta ferli, að sonur hans gæti haf- ið nýtt líf án vímuefna. Það er sagt að án vonar sé ekkert líf en það get- ur verið sárt að vona þegar von- in bregst, eins og hefur svo ítrekað gerst hjá þeim feðgum. arrar bókar sem Njörður og Freyr skrifuðu í sameiningu um barátt- una við frkniefnin og kom út árið 2004. Freyr var þá orðinn fertug- ur. „Sonur minn er orðinn fertugur. Þá er lífið hálfnað undir venjuleg- um kringumstæðum. Það tákn ar einnig að hálft líf getur ver- ið eftir. Vonin er erfið. Það hef ég áður sagt. Samt vona ég," skrifaði Njörður P. Njarðvík í lok þeirrar bókar. Hann vissi að litl- ar líkur væru á að son- ur hans myndi lifa af ef hann félli einu sinni í greip- ar miskunnarlauss óvinarins. Eins og allir aðrir for- eldrar vonaði Þegar lífið er hálfnað Eftirmál var titill a hújí ‘dí Hliiíail hann að barn- ið hans, sem þá var orðið að fullorðnum manni, væri nú loksins hólpið. í nia enn M áP- Æ ISS „Ég held að það hafi orð um tillíís að vera handtefJ Guðmundur Jónsson í Skjólstæðingar þckkja Frey. Þeir segj „alvöru" heróínfíkilinn „Skjólstæðingar míi Freyr hafi verið einf dópinusínuoi ið á íslandi * vcrða sér mundi Guðinuiidur v áö fára í mcöferð ur af sér \iyntan iiiiifiutniiigsjAs. ! íslands. Samkvæmt heimildum DV mur meginþorri heroínsins med en það cr til dæmis fram- Rússlandi og Amsterdam. r cinmitt að koma frá Am- . þegar hann var handtek- eg eins og sögupersónan í !i Eftirmál sem hann skrifaði ður sínum Nirði P. Njarð- iar að Freyr fái renhannsit- dóm vegna myndi hjálpa alvarleg frá- Dagar sem geta ekki gleymst Þegar bókin Eftír- mál kom út voru nítján ár liðin frá því að Njörður og kona hans fóru til Kaup- mannahafnar tíl að ná í son sinn og vinkonu hans tíl að koma þeim undir læknis- hendur. „Þeim skelfilegu dög- um mun ég aldrei gleyma. Við vissum ekkert um eiturlyf og kunnum ekkert að bregð- ast við. Hver kann að bregð- ast við því, þegar hringt er til hans frá útlöndum og hon- um sagt að barnið hans sé forfallinn heróínisti?" Með þessum orðum lýsir Njörð- Árinílífi Freys 1961 - Freyr Njarðarson tæi 1961 - Freyr Njarðarson feddist í Reykjavík 1967 - Fjölskylda Freys bjó eitt ár í Svíþjóð 1974 - Freyr reyktí fýrst hass 13 ára 1983 - Freyr flúði heróínneyslu £ Kaupmannahofn 1985 - Freyr lauk fyrstu alvöru meðferðinni á SAA 1985 - Bókin Ekkert mál kom út 2002 - Freyr sneri heim frá Amsterdam 2004 - Freyr er í stuðningsmeðferð á SÁA 2004 - Bókin Eftírmál kemur út _____ -- ~ -■ Freyr Njaröarson og Njöröur P. Njarðvík Saman hafa þeir þurft að takastá við fiknina. í : Freyr Njarðarson fór í fyrstu meðferðina árið 1985 Barátta við fíknina hvern einasta dag Freyr Njarðarson flúði heró- ínhelvíti í Kaupmannahöfn fyrir meira en tuttugu árum og opnaði veitingastað í Reykjavík. Staðurinn fékk nafnið Café Gestur og var of- arlega á Laugavegi. Nokkru áður hafði fýrsta bók þeirra feðga, Freys og Njarðar P. Njarðvík, um heróín- fíkn sonarins komið út. „Allt sem gerist í bókinni er satt. Ég fer ekki ofan af því," sagði Freyr í viðtali við DV í mars árið 1985, þegar hann var spurður út í bókina Ekkert mái. Þá hafði hann dvalið í Kaupmannahöfn og verið í mikilli neyslu. „Erlendis er talið að 95 prósent þeirra heróínsjúklinga sem vilja fara í meðferð falli aftur í sama farið. Þar bíður heróínið líka eft- ir þeim þegar þeir koma út. Hér á íslandi er þetta heróínumhverfi aftur á móti ekki til staðar og það munar að sjálfsögðu miklu. En ef menn vilja falla þá er til nóg af efni til að sprauta sig með. Ég veit um fjölmarga sem „djönka" sig með amfetamíni," segir Freyr. Hann segir alla neyslu vera sama sukkið. „Efnin eru bara mis- munandi sterk og þar er heróín- ið að sjálfsögðu verst. Það er mest krefjandi. Á vissan hátt er ísland gósenland fýrir þá sem vilja rífa sig upp úr þessum óþverra. Það get- ur verið nógu sfæmt að vera með dóma á bakinu og sligandi skulda- byrði eftir áralanga vitleysu þó svo að heróínið fljóti ekki fýrir næsta götuhorn." Á þessum tíma hefur Freyr hætt neyslu heróíns og flestir töldu hann ganga beinu brautina þótt torsótt væri. Seinna viðurkenndi Freyr að hafa drukkið áfengi á þessum tíma. Baráttan við heróín- fíknina var háð hvern einasta dag. Á endanum gafst hann upp og sótti aftur í heróínvímuna en til Amster- dam í þetta sinn. Freyr Njarðarson fyrir utan Cafe Gest Segir allt i bókinni Ekkert mál vera satt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.