Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006
Helgarblað DV
.. í..........
Hún er há, grönn, leggjalöng og tignarleg og lítur út eins og fyr-
irsæta. Svona týpa sem maður sér fyrir sér á síðum tískublað-
anna. Þannig upplifði ég fyrstu kynni mín af Theodóru Björk
Heimisdóttur, Teddu, þar sem við hittumst á hóteli á Spáni.
Hún gekk í salinn í stuttum kjól, á háhæluðum skóm, sannköll-
uð „lady“. Við nánari kynni kom í Ijós að þessi glæsilega dama
hafði valið sér þá braut í lífinu að sinna því sem taldist til hefð-
bundinna karlastarfa. Hún hefur verið háseti, kokkur á
skipi,sendibílstjóri og keppir í torfæruakstri
Tedda er fædd á Bakka í
ölfusi þarsem hún bjó í tvöárásamt
foreldrum sínum, en hún ólst upp
með fjórum afsjö hálfbræðrum. Hún
segist hafa verið dæmigerö stráka-
stelpa sem aldreiléksérmeð dúkkur.
„Ég lék mér að bflum með bræðr-
um mínum. Auðvitað átti ég vinkon-
ur en ég var bara ofboðslega lítil
dúkkustelpa. Ég var mikið í bolta-
leikjum og mikið að bralla. Mamma
sagðist hafa þurft að sauma á mig
buxur nánast á hverjum degi," segir
hún brosandi. „Ég er með þessar of-
boðslega löngu fótleggi og var alltaf
að detta og göslast eitthvað."
Fjölskyldan bjóíReykjavíkínokk-
ur ár þar sem Tedda hóf skólagöngu
sína, en svo lá leiðin vestur á
Hellissand.
„Það fannst mér æðislegt og þar
blómstraði ég,“ segir hún. „Ég var
mikil íþróttastelpa, þurfti að vera í
öllu og það skipti ekki máli hvort það
var körfubolú, frjáisar íþróttir eða
sund, ég tók þátt í öllu. Ef það var
eitthvað um að vera, þá var ég þar. Ég
var í kór, lærði á gítar og var í sunnu-
dagaskólanum og pabba fannst eig-
inlega nóg um. Þar spilaði náttúran
líka mikið inn í, við vomm alltaf niðri
í fjöru eða uppi í hrauni. Ég slakaði
aldrei á og skil ekki böm í dag sem
nenna að hanga yfir tölvu, ég hef
alltaf þurft „action."
Sjóveikur háseti
Tólfára var Tedda farin að vinna
við skelfiskvinnslu, vann svo ífiski öll
sumur, en fór til sjós sextán ára að
aldri
„Þá fór ég mína fyrstu ferð sem
háseú og stundum var ég kokkur um
borð. Mér fannst alltaf mjög gaman á
sjónum en það háði mér hvað ég var
sjóveik. Auðvitað var ég eini kven-
maðurinn um borð því þá tíðkaðist
hreinlega ekki að konur færu til sjós.
Ég var haldin svo mikilli ævintýraþrá
að ég varð að prófa þetta.Við fluttum
svo til Þorlákshafnar þar sem mér
líkaði alls ekki í skólanum, svo við
fómm nokkrar vinkonumar á
Héraðsskólann á Laugarvatni til að
ljúka ú'unda bekk. Lffið á Laugarvatni
var frábært."
Hún vissi bins vegar að hún vildi
vera áfram á sjónum, þrátt fyrii sjó-
veikina sem aldreiijátlaðistafhenni
„Við fómm tvær vinkonur austur
á Eskifjörð að salta sfld, en eftir
nokkra daga í þeirri vinnu þurfti ég
meira líf og fjör og skellú mér á sjó-
inn aftur. Þegar við komum í land
saltaði ég svo sfld fram að næsta túr.
Við vinkonumar leystum svo kokk-
inn af á ffagtskipi sem sigldi til Nor-
egs. Skipið var Mávurinn sem
strandaði í Vopnafirði í túmum á eft-
ir okkar.“
Hvemig er að vera eina konan
„Mér var ekkert
hlíft á sjónum og
ég lærði til dæmis
nokkrar „góðar
vísur" þar! Ég gekk
í öll störf eins og
aðrir en sjóveikin
hafði mikil áhrifá
mig. Þetta voru
góðir vinnufélagar
og ég hef alltaf átt
betra með að vinna
með strákum en
stelpum."
um borð í báti eða skipi? Er ekki
ákveðin sjómannamállýska stunduð
þar?
„Jú, auðvitað!" segir hún hlæj-
andi. „Þeir hh'fðu mér yfirleitt ekkert
við því og ég lærði til dæmis nokkrar
„góðar vísur“ þar!“ segir hún og
skellihlær. „Mér var yfirleitt ekkert
hlíft um borð þótt ég væri stelpa, ég
gekk í öll störf eins og aðrir en sjó-
veikin hafði mikil áhrif á mig. Þetta
vom góðir vinnufélagar og ég hef
alltaf átt betra með að vinna með
strákum en stelpum."
Sendibílstjóri sem bar allt
nema sement
Sjóveikin oili því að Tedda
neyddist tU aö játa sig sigraða á þeim
vettvangi. En þá fann hún annan
staö þar sem rúcti hefðbundið karla-
veldi.
„Ég var ein af fyrstu konunum
sem fékk leyfi á sendibflastöð,
Sendibflastöðinni h.f. Ég hef alltaf
viljað prófa eitthvað nýtt. Ég hef
unnið við allar tegundir fisks nema
loðnu. Það skipúr ekki máli hvort
það em línuveiðar, netaveiðar,
humarveiðar eða sfldveiðar og í
landi hef ég unnið við saltfisk, í fisk-
verksmiðjum og bæði á vélum og
borði í frysúhúsum. Jú, ég verð víst
að viðurkenna að ég hef gengið í
ótrúiega mörg störf,“ svarar hún. „Ég
var fjórar vertíðar á sjó og leysti svo
af túr og túr. Ég gat svo ekki haldið
þessu áfram vegna sjóveikinnar
þrátt fyrir að vera mjög þrjósk! Það
var þannig á þessum tíma að það var
ekki um auðugan garð að gresja fyrir
konur úú
á landi.
Það var
hægt að
fara í frysú-
hús ogvera
þar á borði
eins og
flestar kon-
ur, en mér
fannst það
svoooooo
leiðinlegt!"
segir hún
með
áherslu. „Ég
varð að vera í átökum og valdi hafið.
Það var reyndar lfka mjög gaman að
vera sendibflstjóri en það komu of
rólegir tímar á milli fyrir minn
srnekk."
Þegar maður pantar sendi-
bústjóra vili maður fá einhvem
sterkan sem getur borið frystikist-
una...
„Já, enda gerði ég það. Ég bar ailt
nema sementspoka, þar setú ég
mörkin. Reyndar fannst mér skítt að
þeir væm of þungir fyrir mig! Síðan
lá leiðin til Noregs þar sem ég vann
við þjónustu í sal á skíðahóteli í tæpt
ár, meðal annars um tíma hjá Sigga
Hall.“
Af sjónum í Einkaritaraskól-
ann
Þegar hér er komið sögu segir
hún mér að hún sé með menntun
frá Einkaritaraskólanum, sem kem-
urmér eiginlegaíopna skjöldu.
„Já, eins og fleirum," segir hún
brosandi. „Fólki fannst það ekki al-
veg vera minn stfll að vera í Einkarit-
araskólanum! Mamma rak mig í
þann skóla svo ég hefði einhverja
praktí'ska menntun að baki og sú
mennt-
un hef-
ur
komið
sér vel.
Námið
var
dýrt og
vann
mikið
með
skol-
an-
um,
aðal-
lega við þjón-
ustustörf í Múlakaffi, á Gauki á Stöng
og Skíðaskálanum í Hveradölum.
Áhuginn á þessu námi hjá mér var
nú ekki meiri en svo að ég þurfti að
fara tvisvar í skólann," segir hún og
brosir. „Einkaritaraskólinn var hins
vegar mjög virtur skóli og það skipú
máli að hafa próf þaðan til að fá gott
starf. Ég fór að vinna hjá Orkustofn-
un, en þar sem hún er rfldsrekin
stofhun var ég ekki sátt við launin
þar og réði mig til starfa hjá Heklu."