Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006
Helgarblað DV
Valur Gunnarsson skrifar um ævintýri sín á finnskri grundu. Að þessu sinni er hann staddur á stað þar
sem bannað er að reykja, ganga í stuttbuxum og tala eftir klukkan níu á kvöldin og veltir hann því fyrir
sér hvort sögur um samkynhneigð munka eru sannar eður ei.
„Bannað að reykja. Bannað að vera í stuttbuxum. Bannað að tala
eftir kl. 9 á kvöldin." Að mörgu leyti er lífið í klaustrinu ekki mikið
öðruvísi en lífið annars staðar í Skandinavíu. Veturinn tórir leng-
ur í Karelíu, sem er langt inni í landi, en hann gerir niðri við sjöinn
í Helsinki. Það er enn mínus 20 á kvöldin, og því veldur stutt-
buxnabannið ekki teljandi erfiðleikum. Ekki heldur talbannið.
Ég er staddur þarna hvorki til að
drekka né tala heldur til að skrifa.
Munkarnir brugga reyndar ágætis
vín og eru flestir fremur kringlóttir
að sjá, rétt eins og Tóki munkur í
sögunum. Þeir eru einnig með eigin
bakarí og eldhús. Kannski bæta þeir
sér upp kynlífsskortinn með að ein-
beita sér að öðrum nautnum. Það
þarf þó ekki endilega að vera, eins
og ég mun seinna komast að.
Allir dagar eru sunnudagar
En vínið verður áfram í flöskun-
um hvað mig varðar, lítið varð úr
skrifum í Pétursborg og útgefendur
eru farnir að kvarta yfir seinagang-
inum. Því þarf að grípa til örþrifa-
ráða og leita á náðir Guðs, vika af
sunnudögum til að bæta upp fyrir
heilan mánuð af laugardögum. Mér
finnst eins og ég sé farinn að lifa lífi
næturvarðar eða sjómanns, vika af
yfirvinnu og svo vika á barnum,
enda eru líklega allir ísiendingar
túramenn innst inni.
En reykbannið tekur á, jafnvel
heilagur andi er enginn staðgengill
fyrir eiturgufurnar sem Altadis Fin-
„En reykbannið tekur
4 jafnvel heHagur
andi er enginn stað-
gengiil fyrir eiturguf-
urnar sem Altadis Fin-
land Oy framleiðir."
land Oy framleiðir, seldar í aðlað-
andi bláum og hvíturn pakkningum
sem segja manni nákvæmlega
hvernig þær drepa mann á bæði
finnsku og sænsku.
Að sjá ekki drottinn fyrir
trjánum
Ég hverf út í skóg nokkrum sinn-
um á dag þar sem trén byrgja himn-
unum sýn, enda kristnuðust skóg-
arþjóðir seinna en aðrar. Þetta er
eina skiptið yfir daginn sem ég fer
út úr herberginu, fyrir utan guðs-
þjónusturnar. Þær eru tvisvar á dag,
kl. sex og sex. Ég kíki á kvöldin en
enginn máttur, hvorki mannlegur
né almáttugur, getur dregið mig úr
Valur Gunnarsson Hefur
brotið bindindisreglu
klaustursins.
rúminu kl. 6 á morgnana. Ábótinn
segir mér að þeir kjósi heist menn í
góðu formi til að ganga í klaustrið,
þar sem standa þurfi fjóra tíma á
dag undir messum. Sumir koma
langt að til að krjúpa fyrir þessu
ósýnilega afli sem öllu á að ráða, en
ég kýs frekar að standa.
Tíminn liðast í burtu eins og
sígarettureykur
Síður eru svertar og sígarettur
svældar, en hraðar gengur á þær
síðarnefndu. Einhvers staðar niðri í
tösku er heill bakki af nicorette-
stautum sem ég hafði verið svo for-
sjáll að taka með. Fötin dreifast um
gólfið en stautarnir finnast á end-
anum. Skrifin geta haldið áfram, en
nú er tímapressan orðin tvöföld.
Kaflinn þarf að klárast áður en bæði
þolinmæði útgefanda og stauta-
skammturinn eru á þrotum. Að lok-
um verður ekki meira gert, ég fæ
mér glas af víni munkanna og sný
aftur í siðmenninguna. Þar sem tó-
baksbúðirnar eru, þar sem barirnir
eru. Frá sjónarhóli klaustursins lít-
ur Joensuu, höfuðborg finnsku Kar-
elíu og tvíburabær ísafjarðar, út
eins og stórborg.
Áframhaldandi ævintvri
skíðastökkvarans drykk-
feljda
í bænum frétti ég að það er búið
að loka fyrrum skíðastökkvarann og
stripparann Matti Nykanen inni fyr-
ir að berja konuna sína, pulsu-
prinsessuna frá Tampere. Hann sat
síðast inni fýrir nokkrum árum fyrir
að stinga sextugan mann, en bar því
við að hann hafi ekki ætlað að drepa
hann. Enda hafði það ekki tekist hafi
það verið ætlunin. Pulsuprinsessan
mun líklega grenja hann lausan
áður en langt um líður, og ævintýri
þessa and-Beckhams og Posh Spice
Finnlands munu halda áfram.
Kátir klaustursveinar
Ég heyri einnig sögur af samkyn-
hneigðu saurlífi munkanna í
kfaustrinu, enda hafa slíkar sögur
verið sagðar síðan á tímum de Sade
og líklega mun lengur. Ég veit ekki
hvort þær eru tilkomnar vegna van-
trausts á orþódoxtrúnni, sem þykir
kannski hættulega rússnesk, eða
hvort þær eru sannar, en líklega er
vandfundið það samfélag þar sem
svo mikil ró ríkir að menn þurfa
ekki stanslaust að vera að fá það. Að
minnsta kosti myndi það setja aug-
lýsingu ábótans eftir hraustum
mönnum í annað samhengi.
Ég held aftur til Helsinki þar sem
barirnir eru fleiri, áður en næsta
vinnutörn byrjar.
Til þess þarf ég að halda út í
skóg, að höggva við og hugsa um
ketti. Og halda svo áfram með
skrudduna, sem étur upp meiri
tíma og peninga en jafnvel kröfu-
harðasta kærasta myndi láta sér
detta í hug. Og heimtar stöðugt
meira.