Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 Helgarblað DV 00 5 ARA BORN UM PASKANA: Jesfis ffir til himna í OG ALLIR FÖSTUDAGAR ERUJAFN LANGIR Páskahátíðin gengur í garð. Heimili eru skreytt með páskalilj- um og páskaskrauti og börn bíða spennt eftir páskaeggjunum sínum. En hversu mikið vita böm um þessa mestu hátíð krist- inna manna, núna þegar svo rík áhersla er lögð á trúfrelsi að lítið ef nokkuð er rætt um kristni við lítil börn? Á leikskólanum Dvergasteini við Seljaveg biðu nokkur fimm ára börn eftir blaðamanni Helgarblaðs DV, reiðubúin að segja frá því hvað gerðist um páskana. Þau heita Dagur Ari Kristjánsson, Dagbjört Arthúrsdóttir, Jóhann Axelsson, Þórdís Halldóra Sigurðardóttir og Hákon Elliði Arnarson: „Um páskana dó Jesús ekki, hann var bara krossfestur," segir Dagur Ari. „Það komu þrír hermenn og krossfestu hann.“ Afhverju? „Ég skil ekki af hverju, ég var ekki til í gamla daga.“ Jóharrn er sammála Degi um fjölda hermannanna, sem hann seg- irhafa komið tii að taka Jesúm fastan og drepa hann: „Þeir ætluðu að loka hann inni með stórum steini," bætir Dagur við, „en þá kom engill, ýtti steininum frá og hermennimir duttu niður og dóu.“ „Jesús var krossfestur af því að sumir vom svo vondir menn og þeir lcrossfestu hann bara út af því,“ segir Hákon Elliði. Kindalæri, vín og öl Áður en að þessu kom muna þau að Jesús og vinir hans sátu við kvöldmatarborð: „Hann ætlaði að fara frá vinum sínum og kveðja þá,“ segir Þórdís, „en fyrst ætlaði hann að þvo fæturn- a á þeim. Svo kom hann aftur." Dagur er ekki alveg sammála þessu: „Nei, hann kom ekkert aftur. Hann gat hitt þá á himninum." Hvað borðuðu þeir í þessari veislu? „Læri af kind." Um það em þau öll sammála nema Dagur bætir við að hann haldi að þeir hafi borðað kartöflur með „og svona eins og við fáum, baunir og svoleiðis.“ En hvað drukku þeir með matn- um? „Vín“, svara þau öll nema Hákon Elliði sem svarar umhugsunarlaust: „öl" og ein fóstran segir mér síðar að Hákon Elliði hafi búið í Dan- mörku og hafi auk þess gríðarlegan áhuga á víkingatímabilinu þegar menn drukku öl úr hornum að hans sögn. „Hann var með matarboð og ég held að einhver vinur hans hafi svik- ið hann," segir Hákon Elliði. „Ég veit ekki alveg hver það var. Ég veit ekk- ert hvað þeir vom að borða, ábyggi- lega kjöt og drukku öl með matn- um.“ Afhverju haldið þið hin að þeir hafí drukkið vín? Það er Dagur sem svarar:„Af því að svona menn drekka svo oft vín." Hvernig vissu hermennirnir hvar Jesús var? „Þeir bara komu, þeir vom að leita að honum. Ég held að það hafi verið svikari sem sagði hvar hann var." Vitið þið hvað svikarinn hét? „Nei." Hann hét Júdas. „Júdas? Það er nú skrýtið nafn!“ segja þau og hlæja. Ekki til jakkaföt í gamla daga Vitið þið hvernig Jesús og læri- sveinarnir voru klæddir? „Já, þeir vom í röndóttum fötum. Jesús var í grænum og gulum bún- ingi. Hann var samt mest grænn með einhverjum gulum svona lauf- blöðum á. Svo var hann með eitt- hvað hvítt í hárinu. Fötin hans vom eiginlega bara kjóll." „Já, þetta var svona skrýtinn kjóll, eins og fermingarkjóll, bara ekki hvítur," bætir Þórdís við. Finnst ykkur skrýtið að þeir hafí ekki verið íjakkafötum? Nú skellihlæja þau og líta á mig eins og ég sé eidd í lagi: „Jakkafötum?! Þetta var í gamla daga og þá voru ekki til jakkaföt!" En hvers vegna vildu hermenn- irnir krossfesta Jesúm. Hafði hann gert eitthvað afsér eða sagt eitthvað sem þeir vildu ekki? „Nei, nei, þeir vildu bara drepa hann. Það var bara lygarinn sem sagði eitthvað um Jesúm. Og her- mennirnir tóku Jesúm fastan, hinn kjaftaði frá. En Jesús dó ekki. Sálin hans fór í himininn." íhverju var Jesús á krossinum? „Hann var í einhverju hvítu..." „Nei, nei, það er mynd heima hjá mér þar sem hann er í einhveiju bláu." „Þegar hann var krossfestur þá var hann með hausinn niður og í einhverju hvítu og bundið svona hvítt hérna," segja þau og benda á mittið. „Svo negldu þeir nagla á fæt- urna og hendurnar og alls staðar bara. Hann var með svona axlarhár og skegg." „Á krossinum var hann í hvítum fötum, ég man það alla vega," segir Hákon Elliði og bætir við: „Hann var ekki i skóm. Svo var hann settur inn ígröf." Átti hann ekki mömmu og pabba? „Jú en þau voru á himninum. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.