Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 44
-+ 44 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 Neytendur DV Neytendur Páskaeggin eru eitt helsta kennileiti páskanna. Píslarvætti frelsarans má sín lítils í samkeppni við páskaeggin um athygli ungviðisins, enda er hefðin fyrir að gefa börnunum egg úr súkkulaði löngu staðfest á íslandi. Við ákváðum að fá nokkra matsmenn til að athuga gæði eggjanna sem verslanir bjóða upp á og benda á hvert þeirra kæmi best út. Þau rifjuðu upp spennu æskunnar og barnið í þeim náði yfirhöndinni þegar eggin voru smökkuð. Þau þrjú sem völdust til að bragða á páskaeggjunum koma úr mismunandi áttum. Sérfræðingurinn í hópnum var áreiðanlega konfektgerðarmeistarinn Ásgeir Sandholt, en hann hefur numið konfektgerð um árabil og starfar í Sandholt bakaríi. Til að hafa ekki einhliða dóma á eggin fengum við þau Þórhildi Jónsdóttur, yfirkokk á Fjalakettinum í Reykjavík og Sigurð Ragnarsson, öðru naíni Sigga storm, veðurfréttamann á NFS, til liðs við okkur. „Það er eins og botnin sé ekki jafnþykkur og áður,“ segir Þórhild- ur sem saknar þess tíma þegar bominn entist langt fram yfir páska. Ásgeir útskýrði að ástæðuna væri að finna í öðrum mótum sem fram- leiðendur nota núna. „Héma áður fyrr vom þeir með stálform, en nota nú eingöngu plast til að móta eggin. Það er mun auð- veldara að vinna eggin í plast- formunum, enda geta vélamar séð um að snúa þeim," segirÁsgeir. Dómaramir þrír vom sammála um að framleiðendumir mættu huga að formbreytingum á eggjun- um. „Það em reyndar komin ný form á markaðinn, eins og til dæmis hjartalaga eggin frá Nóa Síríus," * segir Ásgeir, sem finnst gömlu formin vera orðin heldur leiðigjöm. Ölium finnst þeim Rís-eggin frá Freyju vera ágætis nýjung á mark- aðnum og brjóta upp ákveðnar hefðir í súkkulaðinu. „Þeir hafa tekið uppá- haldssúkkulaðið mitt og breytt því í páskaegg," segir ÞórhUdur. Súkkulaði eða sælgæti? „Það er stór munur á súkkulaði og sælgæti," segir súkkulaðisér- fræðingurinn Ásgeir. Hann segir að til þess að súkkulaði megi kaUast því * nafiii þurfi það að innihalda lág- markshlutfali kakómassa, annars megi það ekki kaUast súkkulaði. „Það sem við erum að bragða á núna er því sælgæti, en ekki súkkulaði í raun," segir Ásgeir, sem hélt áfram að útskýra muninn af nákvæmni og ástríðu, en að sinni verður ekki farið nánar út í þá sálma hér. Framkvæmdin TU að fá sem nákvæmasta niður- stöðu á bragðkönnun sem þessari var þess gætt að þremenningamir vissu ekki frá hvaða framleiðanda eginn vom. Innihaldið var tekið úr eggjunum, það vegið og sett tíl hlið- ar. Eftir að dómarar höfðu bragðað og spjaUað um eggin gáfu þau dóma á útlit þeirra. Að endingu vom málshættimir lesnir upp og andlegt innihald þeirra metið. Egg- in komu frá framleiðendunum i Góu, Nóa Síríus og Freyju. Könnuð vom egg á þyngdarbilinu 350 til 550 grömm og athugað hvort raun- þyngd væri ekki í samræmi við upp- gefna þyngd. Athyglisvert er að allir framleiðendumir bættu um tíu prósentum við þyngdina í reynd. Einkunnagjöf er miðuð við bragðprófun á súkkulaðinu sjálfu, en ekki niat á málshætti né útlit. Að lokum gáfu dómarar einkunn á bil- inu einn til tíu. Besta eggið frá Nóa Þrátt fyrir að dómamir séu mjög jafnir em allir dómaramir sammála um að páskaeggin frá Nóa Síríus séu best meðal jafrtingja. Ástæðuna telja sumir vera að bragðið sé búið að festa sig í bragðlaukum þjóðar- innar og því fái fátt um ráðið. Dómaramir telja þó að fram- leiðendur mættu huga að því að leggja meiri áherslu á súkkulaði- bragðið í framtíðinni. „Ég held að fúllorðna fólkið vilji frekar þannig egg," segir Sigurður sem skilur þó vel að eggin séu eins og þau em þar sem aðallega sé lögð áhersla á unga bragðkirtla. Málshættirnir Að sjálfsögðu vekja málshættir eggjanna athygli og uppskera mis- jafita ánægju dómara. Einn þeirra telur sig hins vegar vera vanhæfan til að sitja í dómarasæti um máls- hætti. „Það em aðrir hlutir sem ég kann betur að leggja mat á en ís- lensk tunga," segir Ásgeir og hlær við. Sigurður tekur hins vegar glað- ur hlutverkið að sér og segir máls- hátt eggsins frá Góu eiga ágætlega við; „Bragð er að þá bamið finnur." „Við getum ekki öll verið ung og vitað allt," stendur á miðanum frá Freyju. Sigurður segir þetta vera „bull og rökleysa," og finnst að hug- suðimir hjá framleiðanda mega leggja aðeins meiri vinnu í máls- hættina héðan af, þar með talið pappírinn sem orðin em rituð á. „Jöfnum þykir best saman að búa,“ segir málshátturinn frá Nóa Síríus og telur Sigurður margt vera til í þeim orðum. „Það skyldi þó fara varlega í að fullyrða um þannig hluti," segir hann, en líklegast liggur það í hlutarins eðli. haraldur@dv.is Flott skreytt egg frá Góu „Mættu huga að því að endurnýja formin hjá sér'segir Slgurður. Góa nr. 6: Uppgefin þyngd: 530 g. Raunþyngd: 554 g. Þarafinnihald: 214 g. Freyja býöur upp á Rfsegg Dómarar segja nýjungina frá Freyju vera skemmtilega tilbreytni og jafnvel fordæmisgefandi. Freyju Rísegg nr. 9: Uppgefin þyngd: 475 g. Raunþyngd: 517 g. Þar af innihald: 245 g. Nói Sfríus fær hæstu einkunn Sumir teija það vera vegna þess að bragðið sé búið að festa sig I sessi meðal þjóðarinnar. Nói Síríus nr. 5: Uppgefin þyngd: 435 g. Raunþyngd: 473 g. Þar af innihald: 170 g. Sigurður: „Þetta er býsna fallegt egg þrátt fyrir að unginn sé eineygður. Það er reyndar full- sætt fyrir minn smekk, en ég býst fastiega viðað krakkarnir mínir myndu elska það. Það er svoldið gróft eða kornótt - svona eins og maður fínni fyrir mjóikurduftinu. Fullmikill vanillukeimur afþessu, en mér fínnst ég lika fínna lakkrlsbragð afþvl, er það einhver vitleysa hjá mér?“ Ásgeir: „Ég finn ekki lakkrísbragðið sem Siggi finnur, en get vel tekið undir að það er sætt. Ég upplifi eiginlega bara sætu, en ekkert bragð. Það er pottþétt að krakk- arnir flla þetta, en alltofsætt fyrir mig. Innvolsið er mjög flnt hjá þeim, en þeir mættu huga að þvi að endurnýja formin hjá sér.því þetta ernæstum þvl ljótt.“ Þórhildur: „Rjómi er þaö fyrsta sem kemur upp i hugann. Það er miklu meira bragð af rjóma en súkkulaði I þessu eggi. Ég er al- veg sammála Sigga um að það er svoldið kornótt, en ég held að það sé ekki mjólk- urduftið. Fitan sest töluvert I gómnum á manni. Það er hins vegar alveg hellingur afnammi I þessu. Mér fínnst frábært að unginn skuli vera með sólhatt. “ Meðaleinkunn: 5,6 Sigurður: „Þetta er mjög gott egg og skemmtileg nýjung, brýtur normið aðeins upp og ár- angurinn er athyglisverður. Mér fínnst samt svipaöur sætleiki vera I þessu og fyrsta egginu. Það fellur ekki alveg að m/num háþróuðu bragðlaukum. Það er lika töluverður vanillukeimur afþessu og mér finnst eins og ég bragði kókos í þessu. Krakkarnir munu áreiðanlega gúffa þetta I sig afáfergju." Asgeir: „Þetta er dæmigert fyrir ofnotkun á essensum, sem eru aukaefni sem notuð eru til að bragðbæta. Ég fæ nettan sviða I hálsinn afþeim. Annars er ágætisbragð af þessu, en það er dáldið ofsætt. Ég myndi vilja sjá meira súkkulaðibragð afþessu eggi, en nýjungin er snilld. Ég gæti vel trú- að þeim til að selja helling afþessu." Þórhildur: „Mjög skemmtileg tilbreyting hjá þeim. Þetta er tilvalið fýrir þá sem vilja öðruvísi egg. Ætli þetta sé ekki bara Rls? Það er reyndarmjög svipaður sætleiki og I fyrsta egginu, dáldið yfirdrifið. Annars fínnst mér þetta egg I flnu lagi, þótt ég væri til I meira súkkulaðibragð.“ Meðaleinkunn: 6,3 Sigurður: „Mér finnst betra bragð afþessu eggi, þvl hitt var ofsætt fyrir minn smekk. Hérna er miklu meira súkkulaðibragð og ekki þessi grófleiki sem ég fann Ihinu egginu. Mér finnst formið áþví hins vegar vera dáldið gamaldags og unginn ekki jafn sætur og á hinu. Það gæti vel verið að þetta sé svona „almennt" bragð sem allir kunna velvið." Asgeir: „Það er mjög sterkt vanillubragð afþessu og töluvert meira súkkulaðibragð en af hinu egginu. Það er áreiðanlega ööruvísi fítal þessu en hinum, en það breytir þvl ekki að munurinn er ekki mikill. Þetta er samt flott egg, vel skreytt og fallegt. Þetta er bragð sem hefur fest sig meðal þjóð- arinnar." Þórhildur: „Þetta egg er rtiiklu léttara Imunniog einhvern veginn þægilegra. Maðurþarf ekki að hafa mikið fyrirað smakka það. Það situr ekki mikil fíta eftir I gómnum, óllkt hinu egginu og það er súkkulaðið er óneitanlega bragðmeira I þessu. Ég gæti vel trúað að þetta sé frá Nóa, þvl að þetta er bragðsem ég kannast mjög vel við." Meðaleinkunn: 7,7 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.