Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2006, Blaðsíða 23
Helgarblað DV MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 23 Guðný Halldórsdóttir Kvikmyndaleikstjóri vill I ná fram einhvers konar réttlæti með kvikmynd sinni um sifjaspell. DV-Mynd Stefán I Tvíburasysturnar Sigríður og Svava Björnsdætur brutu blað þegar þær ákváðu að að stofna samtökin Blátt áfram, en þær syst- ur voru misnotaðar af stjúpa sínum í æsku. Þær voru orðnar táningar þegar þær gátu sett í orð allt það vonda sem kom fyrir þær og nú hafa samtök- in Blátt áfram það að markmiði að opna umræðuna svo þolendur þurfi ekki að þjást í þögninni. Þá er fræðslan ekki síður mikilvæg að sögn systranna. mftr jgp Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri er með kvikmynd í undirbúningi sem Qallar um sifjaspell. Guðný er ómyrk í máli þegar hún ræðir málefnið og finnst að þrátt fyrir opnari umræðu undanfarin ár þurfi miklu virkari umræðu og að mun meiri aðgerða sé þörf. Einhvers konar réttlæti Guðný hefur gengið með hug- mynd að mynd um sifjaspell í mag- anum í mörg ár en undirbúningur hófst fyrir um það bil þremur árum. Nú er handritið tilbúið og þegar hefur verið skipað í stærstu hlut- verk. Kveikjuna að myndinni fékk Guðný fýrir áratugum þegar hún vann um tíma á betrunarheimili fyrir unglinga úti á landi. Það var hins vegar fyrir sex árum þegar hún las bókina Launhelgi I'yganna eftir stúlku sem dvaldi á viðkomandi heimili að hún hrökk í gang. Stúlkan skrifaði reyndar vel um vistina á betrunarheimilinu en það sem vakti mig til umhugsunar var raunverulega vandamálið, sem var áralöng misnotkun barnsins á heimili þess sjálfs. Stúlkan skrifaði bókina undir nafnleynd, svo við- kvæmt var þetta mál, en hún er síð- an búin að reyna allt sem hún getur til að ná fram rétti sínum, án árang- urs. Það var stjúpi hennar sem fór svona illa með hana og systur hennar og reyndar fleiri, en þau mál eru bara endalaust fyrnd. Eftir að ég sagði frá þessu í viðtali hafa hringt í mig fjölmargar konur, allt upp í konur á áttræðisaldri. Þær hafa sagt mér slíkar og þvílíkar sög- ur að ég finn mig knúna til að ná fram einhvers konar réttlæti. Þessi mynd er spor í þá átt.í „Ég verð alveg brjáluð" Guðný segir það einmitt grafal- varlegt hversu sifjaspell og ofbeldi gegn börnum getur haft langvar- andi áhrif. „Þetta getur haft áhrif í marga aéttliði. Kannski hefðu aldrei verið til „vandræðaheimili" fyrir börn ef „Hvemig á móðir sem hefur verið misnotuð og beitt ofbeldi að vera hæfmóðir efhún hefur aldrei fengið neina hjálp f sinum vandœðum?" „Ég man eftirþessum litlu stelpum og mann grunaði ekki að þarna væri eitthvað óhugn- anlegt á ferðinni. Okkur var sagt að þessar stelpur væru mellur og þess vegna væri verið að taka þær úr umferð." ekki hefðu verið vandræðakallar sem misnotuðu böm. Þessi börn urðu svo foreldrar sjálf og kannski engan veginn í stakk búin til að axla foreldrahlutverkið af því það var búið að eyðileggja þau. Ég hef kom- ist í ótal skýrslur frá þessum tíma og í þeim kemur iðulega fram að móð- irin sé óhæf til að halda barninu. Hvemig á móðir sem hefur verið misnotuð og beitt ofbeldi að vera hæf móðir ef hún hefur aldrei feng- ið neina hjálp í sínum vandræð- um?“ Guðný segist verða öskuill þegar hún hugsar um þetta og minnist tvíbura sem bjuggu í Mosfellsdaln- um þegar hún var krakki og reka nú samtökin Blátt áfram. „Ég man eftir þessum litlu stelpum og mann gmnaði ekki að þama væri eitthvað óhugnanlegt á ferðinni. Okkur var sagt að þessar stelpur væru mellur og þess vegna væri verið að taka þær úr umferð. Þær em fómarlömb ofbeldismanna og svo em þær sett- ar í fangelsi. Maður verður svo djöf- ull vondur," segir Guðný og hristir höfuðið. „Það verður bara að takast á við þennan vanda og það strax. Það er svo mikil skömm að þessu að ég verð alveg brjáluð þegar ég ræði það. Börn misnotaðra mæðra „f myndinni er fjallað um betr- unarheimili á afskekktum stað, sem er að hluta til byggt á reynslu Guð- nýjar sjálffar. Ég var rétt nýkomin úr mennta- skóla þegar ég fór ásamt nokkmm vinum mínum að reka upptöku- heimili fýrir krakka í Reykjavík. Það er grunnhugmyndin en svo spinn ég út frá því sem var að gerast þarna á þessum árum. Þama vom börn sem komu úr uppflosnuðum fjöl- skyldum og yfirleitt frá mæðmm sem höfðu verið beittar ofbeldi. Úr þessu bý ég til spennusögu, þar sem margt misjafnt kemur á daginn og háttsettir einstaklingar þurfa að segja af sér. Þetta er saga sem mér finnst nauðsynlegt að segja og nú vona ég bara að mér takist að útvega fjármagn til að geta farið sem fyrst af stað. Við vonumst til að tökur geti hafist snemma í haust, en myndin lítur trúlega ekki dagsins ljós fyrr en á vordögum að ári. í'"# l£ aði á hana til að byrja með. Þegar ég gaf mig loksins var það ótrúlegur léttir. Þetta átti eftir að verða mikil vinna og löng barátta því maður þarf að vinna sig út úr öllum sársaukan- um og leita skýringa á svo mörgu. Á unglingsárunum í Mosfellsbænum, var ég til dæmis kölluð mella af því að ég svaf hjá hverjum sem var. Ég hélt að það væri leiðin til að öðlast ást hjá karlmönniun. Ég var alltaf að reyna að eignast einhverja kærasta sem notfærðu sér hvað ég var opin og veik fyrir. Ég kunni engin mörk og treysti fólki sem ég átti ekki að treysta . Það er allt alveg mglað fyrir manni. Ég misnotaði líka áfengi sem ég held að sé algengt hjá einstaklingum sem hafa verið misnotaðir. Afleiðingin verður oft áfengi og vímuefni. Svo skilja þolendur oft ekkert í því hvað þeir eiga mörg misheppnuð hjóna- bönd eða sambönd að baki og að þeir kunni ekkert að nálgast börnin sín á eðlilegan hátt. Þetta smitast allt yfir á bömin, þau verða óheilbrigð og fara út í lífið án þess að þekkja eðlileg mörk. Menn sem misnota böm em afar næmir á þessa einstaklinga og notfæra sér þá hvar sem þeir ná til þeirra." Engin hiálp í boði meðan ofbeldið stóð yfir Signður segir það alvarlegasta í þessum málum að misnotkunin verði eins og krabbamein í fjölskyld- unni og afleiðingamar skili sér kyn- slóð eftir kynslóð. „Ég hef séð það í þessu starfi og veit að meitt fólk meiðir annað fólk. Það þarf ekki að vera á sama hátt og fólk var meitt sjálft, en það heldur áfram að meiða." Gerandinn í tilfelli Sigríðar og Svövu var stjúpfaðir þeirra og átti með móður þeirra tvö böm. Hann er á lífi en systumar hafa ekkert sam- band við hann í dag. „Ég veit að hann leitaði sér að- stoðar á sínum tíma," segir Sigríður. „Svo breyttist það í að hann fór að taka fyrir að þetta hefði gerst. Eftir það hætti ég öllum samskiptum við hann. Yngri systkinin segjast hafa sloppið og ég vona bara að það sé rétt. Það er mikilvægt að muna að það em ekki allir gerendur slæmir og margir vilja leita sér hjálpar. Með- ferðarúrræði fyrir þessa menn em í athugun núna. Mamma leitaði sér hins vegar aldrei aðstoðar en hún býr í útlöndum og ég veit að hún hef- ur átt mjög erfitt. Hún upplifði mikla kvöl og ég tók nokkur ár f að vera -s öskureið út í hana . Núna er ég búin að vinna mig frá þeirri reiði og elska mömmu mína út af lífinu. Ég veit líka að hún fær hjálp hjá vinum sínum þar sem hún býr. Ef umhverfið og viðhorfin hefðu verið öðmvísi þegar við vorum að alast upp og einhver hjálp hefði verið í boði er ég viss um að hún hefði leitað hennar bæði fyr- ir sig og okkur." 17% íslenskra barna verða fyrir kynferðisobeldi Samkvæmt rannsókn sem Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi gerði um umfang kynferðislegrar misnotkun- ar á bömum hér á landi kemur í ljós að 17% íslenskra bama verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára ald- ur. Það em nokkm hærri tölur en á hinum Norðurlöndunum. Það kem- ur líka í ljós í skýrslunni að ofbeldið er oft gróft og mun grófara en fólk heldur. Sigríður segir tilhneigingu í sam- félaginu til að stinga hausnum í sandinn. „Fólk vill ekki vita af þessu og finnst betra að trúa að allt sé þetta orðum aukið. Þess vegna er fræðslan og umræðan svo mikilvæg. Við hjá Blátt áfram viljum reyna að ná til allra og leggjum áherslu á hversu al- varlegar afleiðingar þetta hefur í fjöl- Iggjí^Stg skyldunum, ekki bara á þolandann heldur alla fjölskylduna og afkom- endur hennar. Eins og við Svava segjum, við ætlum að stoppa þetta í okkar fjölskyldu og teljum okkur hafa gert eins vel og við getum svo þetta haldi ekki áfram til bama okkar og bamabama." Blátt áfram mun starfrækja skrif- stofu þar sem Sigríður verður í fullu starfi en Svava mun sjá um vefsíð- una. „Ég mun halda áfram að fara í skólana og tala við krakkana í lífs- leikninni, en skólamir þurfa að sækj- ast eftir því. Við höfum verið með brúðuleikhús fyrir yngstu deildimar í rúmt ár, en finnst að imdirtektimar mættu vera betri hjá skólunum. Það em yngstu bömin sem þurfa að fá fræðsluna. Þá erum við með fyrir- lestra fyrir foreldra og kennara og námskeið sem heitir Vemdarar bama sem er mjög gott námskeið fyrir alla sem em í samskiptum við böm. Draumurinn í framtíðinni er svo að þjálfa fleira fólk í starfið." Ráðstefna 4. maí Sigríður segir að alltaf sé mikið hringt í þær í kjölfar fyrirlestranna. „Við fáum hringingar frá konum á öllum aldri og bendum þá alltaf á Stígamót. Konur eiga ekki að hika við að leita sér hjálpar, jafnvel þótt ára- tugir séu liðnir frá oflbeldinu. Það em margar konur á miðjum aldri og eldri sem hafa ekkert gert í sínum málum, hata karlmenn og em hræddar við nándina. Þær em að fara á mis við svo margt. Svo vantar meiri hjálp fyr- ir ungar stelpur á aldrinum 11-16 ára." Sigríður segir að allt sé jafii mikil- vægt í þessum málaflokki og þó að þolendur eigi að sjálfsögðu um sárt að binda megi ekki gleyma gerend- unum sem séu oft mjög veikir ein- staklingar. „Það þarf að hjálpa þess- um mönnum og konum því það má ekki gleymast að gerendur em í mörgum tilfellum konur, sem er jafnvel enn viðkvæmara. Við ætlum að vera með ráðstefnu 4. maí í Kennaraháskólanum og fáum þá í heimsókn Robert E. Longo sem er sérfræðingur í málaflokknum og hef- ur sérhæft sig f gerendunum. Hluti af forvömum er að takast á við for- dóma því fordómar em stærsti hluti vandans. Samfélag byggt upp af brotnu fólki er brotið samfélag. Fólk sem tekst á við afleiðingar ofbeldis er sterkt og hugrakkt fólk sem sýnir að hægt er að horfast í augu við og yfir- stíga óttann." edda@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.