Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Side 6
6 LAUGARDAGUR 6. MAf2006 Fréttir DV DV spyr... Eigahesthás aðveraí íbúðabyggð? „Já, ég er algjörlega sammála því en það þarfað gera ráðfyrirþvíí skipulagi. Reiðstígar verða að vera hannaðir þannig að þeir lendi ekki I umferðinni. Ég er búin að eiga hesthús í Kópavogi í 35 ár og var hrædd um að á endanum myndi þrengja að okkur. Núna er varla hægt að ríða út frá hesthúsinu því hávaðinn er svo mikillaföllum framkvæmdun- um á svæðinu að hestarnir fælast." Kristjana Samper myndlistamaður. „Mér finnst fáránlegtað vera með hesthús í íbúðabyggð. Ég heldaðþað skapi alltaf óþægindi fyrir fólk og sérstaklega hestana. Það getur varla verið spennandi að ríða útinnan um bíla. Hesthús Gusts í Kópavogi eiga að víkja því húsnæði fyrir fólk á að ganga fyrir og það er gert ráð fyrirþví í deiliskipulagi." Valgeir Skagfjörð leikari. „Ég hefenga skoðun á því. Það skiptir mig engu og menn geta gertþað sem þeim sýnist. Ég á ekki hesta og bý ekkiíhverfi nálægt hesthúsum þannig að þetta mál varðar mig ekki neitt." Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur. „Það hlýturað faraeftirþví hvernig byggðin erogþaðmáekki þrengja ofmikið að hestum og hestamönnum. Þetta er útivistaríþrótt og hestamenn þurfa pláss til að geta stundað hana, annars hættir að vera gaman. Ég er fylgjandi því að hafa gott aðgengi og stutt i gott og náttúrulegt umhverfi." Katrín Júliusdóttir alþingismaður. „Það er ekki einfalt að svara þessu. Hesthús mega vera í námunda við byggð. Það þarf samt að átta sig á því að hestamenn þurfa aðrar ieiðir en gangandi umferð, reiðhjólamenn og vélhjóla- menn. Svo er það smekksatriði hvort hestamenn kjósa að vera með hesta sína í byggð en sjálfur kýs égað vera með mína hesta eins fjarri bílum og umferð og ég get." Jónas R. Jónsson hestamaður. „Ég bý í Kópavogi en blessaðir hestarnir þar eru svo langt í burtu frámérað þeir angra mig lítið. Ef náiægðin væri meiri þá væri ég nokkuð viss um að við ættum ekki skap saman." Arnar Björnsson, Iþróttafréttamaður á Sýn. Kópavogsbær hefur ákveðið að kaupa upp hesthús Hestamannafélagsins Gusts við Glað- heima. í staðinn fær félagið lóð og aðstöðu á Kjóavöllum. Minnihluti bæjarstjórnar gerir ýmsar athugasemdir við framgang málsins. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingar- innar, segir verið að verðlauna lóðabraskara með fé úr bæjarsjóði. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir niðurstöðuna til hagsbóta fyrir bæði hestamenn og bæjarfélag. Hlutur Engilberts Runólfssonar metinn á 1,1 milljarð króna. Heildarverð eignanna sennilega rúmir 2,5 milljarðar króna. vegar með I máls- É Ver' f launa gerðu sumar i með Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Hestamanna- félagið Gust og eigendur hesthúsanna við Glaðheima um að kaupa af þeim allar eignimar þar. Verður það gert á grundvelli fyrirliggjandi kaupsamnings upp á 1,1 milljarð króna fyrir eignimar. Þar er um að ræða tæplega 40% eignarhlut Engilberts Runólfssonar athafnamanns. Miðað við það má áætla að í heild muni eignimar kosta bæjarsjóð um 2,5 milljarða kr. Á móti verður hestamönnum sköpuð aðstaða við Kjóavelli. Viljayfirlýsing um málið var samþykkt samhljóða í bæjar- ráðiáfimmtudag. Töluvert hefur verið rætt um þetta á fundum bæjarráðs í þessari og liðinni viku. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingarmnar, sem skipti um skoðun í málinu á milii tveggja bæjarráðsfunda, segir að þótt flokkurinn sé sammála því að gengið verði til samninga gagnrýni hann harðlega málsmeðferðina. „Það er enginn ágreiningur um að taka upp viðræður við Hestamannafélagið Gust, ég er á móti því að verðlauna lóða- braskara með fé úr sjóðum bæjarbúa," segir Flosi í bókun um málið. Gunnar ánægður Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að hann sé ánægður með að mál þetta sé í höfa og að það hafi verið samþykkt einróma í bæjar- ráði. Hann reiknar með að málið verði svo afgreitt á bæjarstjómarfúndi á þriðjudaginn kemur. „Við munum svo byrja að úthluta lóðum þama seinni part ársins undir atvinnu- og verslunar- húsnæði þannig að bæjarsjóður kemur vel út úr þessu dæmi" segir Gunnar. Hvað varðar ummæli Flosa um hagnað lóðabraskara af þess- um kaupum seg- Gunnar að þess- ar eignir séu eins og verðbréf og þetta sé verðið í dag fyrir þær. Þeir hafi hvergi komið nærri uppkaupum verktaka á hest- hús- heldur hafi þeir nú verið að koma mál- efnum Gusts í viðundandi horf fyrir bæði hestamennina og bæjarfélagið. Engilbert sáttur Engilbert Runólfsson, athafnamað- ur og eigandi tæplega 40% af hesthús- unum, hafði hug á að kaupa öll húsin og ætlaði að þróa þar íbúðabyggð: „Þetta er ekki óskaniðurstaða fyrir mig en ásættanleg," segir Engilbert. Uppkaup Engilberts komust í hámæli í febrú- ar á þessu ári er fyrrverandi formaður Gusts, Þóra Ásgeirsdóttir ásamt fjöl- skyldu seldi hesthús sitt fyrir 50 milljón- ir kr. og lét jafiiframt af störfúm sem for- maður. 1 frétt sem DV skrifaði um málið þá kom meðal annars fram að félags- menn teldu Þóru hafa svikið sig. Gagnrýna málsmeðferð „Samfylkingin og fufltrúar hennar hafa ávallt stutt það að ganga tíl samn- inga og samstarfs við Hestamannafélag- ið Gust og einstaka eigendur hesthúsa á svæði félagsins í Glaðheimum um upp- byggingu og aðstöðu fyrir hestamenn í Kópavogi. Ég gagnrýndi það hins harðlega að þessari meðferð er ið að verð- aðila sem árás í fyrra- á íþróttafélag upp- í samvinnu við Gust Meirihluti bæjarráðs bókaði á móti: „Þegar er hafinn undirbúning- ur að skipulagi á Kjóavöllum og hefur sú vinna verið unnin í samvinnu við Hestamannafélagið Gust. Núverandi svæði Gusts sem er í eigu Kópavogs- bæjar verður væntanlega nýtt á annan hátt í náinni framtíð og því ekki óeðli- legt að bæjaryfirvöld í Kópavogi kanni möguleika á kaupum á eignum hesta- manna á svæðinu..." Fjölmennur fundur Skömmu eftír að niðurstaða bæj- arráðs lá fyrir á fimmtudag komu eig- endur að um 90% húsanna saman til fundar og lýstu yfir gleði sinni með nið- urstöðu málsins. Bjamleifur Bjamleifs- son, formaður Gusts, segir að efnt verði til almenns félagsfundar á næstunni og þar lagðar línur fyrir komandi samn- ingaviðræður. „Það á eftir að samþykkja þetta í bæjarstjóm en síðan reikna ég með að við munum hefja samningavið- ræður við bæjaryfirvöld," segir Bjam- leiftir. kaupum á hesthúsum og nemur gróði þeirra hundmðum milljóna," seg- ir Flosi í bókun á bæjarráðsfundinum síðastliðinn fimmtudag. „Það er vond niðurstaða. í ljósi skipulags í kringum Glaðheima og þeirrar þröngu stöðu sem málið allt er í samþykki ég viljayf- irlýsingu en ítreka óánægju mína með aðkomu og útkomu harðsvíraðra fjár- málamanna." Lóðabrask Hins vegar lét Flosi Eiríksson bóka á fundi bæjarráðs fyrir rúmlega viku síðan: „Ég samþykki hins vegar ekki að ganga til samninga á grundvelli kaup- samnings sem gerður hefur verið á milli „uppkaupsmanna" og forsvars- manna Gusts um að kaupa af þeim hesthús á rúmlega 1,1 milljarð króna. Með því er verið að tryggja þeim aðil- um er gerðu árás á íþróttafélag í bæn- um hundruð milljóna króna í gróða... Það er algjörlega ljóst að atburðarásin í þessu máli er alls ekki öll komin upp á yfirborðið og margt sem þarf að skoða betur. Hestamenn, íþróttafélag þeirra og svæði, á ekki að dragast inn í lóða- brask og fjármálagjöminga." 1. Flosi Eiríksson Segir lóðabraskara hagnast um hundruð milljóna króna á áformum bæjaryfirvalda um að kaupa hesthúsin. 2. Bjarnleifur Bjarnleifsson Niðurstaðan erbáðum aðilum tilhagsbóta. 3. Engilbert Runólfsson Ekki óskaniðurstaða en ásættanlegt. 4. Gunnar I. Birgisson Munum úthluta lóðum á svæðinu seinni part ársins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.