Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Page 14
14 LAUGARDAGUR 6. MAl2006 Fréttir DV Súludansá borgarkorti Mike Smith, borgarstjóri í New Lenox í Chicago, er í djúpum skít þessa dagana eftir að í ljós kom að hann borgaði með opinberu krít- arkorti sínu fyrir þjónustu á VlP-súlustaðnum í borg- inni. Um var að ræða reikn- ing upp á 50.000 kr. eftir að Mike og félagar hans héldu steggjapartí á staðnum. Mike segir að um slæma dómgreind hafi verið að ræða af sinni hálfu. Hann hafi verið sá eini í hópnum sem gat borgað reikning- inn og jafiiframt segir hann að borgarsjóður hafi fengið upphæð- ina endurgreidda. Cleese með fótboltalag John Cleese úr Monty Python-hópnum og stjarna Fawlty Towers-þáttanna hef- ur samið fótboltalaag fyrir HM í sumar. Þar koma við sögu línur á borð við „Ekki minnast á stríðið" „Þeir gætu hafa sprengt skyndi- bitastaðina okkar" og „í stað þess að bjarga Póllandi erum við að skora mörk". Sjálfur segir Cleese að lagið sé meir til gamans gert en línan „Ekki minnast á stríðið" er beint úr ein- um Fawlty-þáttanna þar sem Þjóð- verjar koma í heimsókn á hið óborgan- lega hótel. Ráðgjafinn tók konuna Scott Buetow, 35 ára frá McHenry County í Illinois, hefur höfðað mál á hendur fyrrverandi hjónabands- ráðgjafa sínum eftir að í ljós kom að ráðgjafinn átti í ástarsambandi við eig- inkonu Scotts. Þau hjón- in höfðu leitað til ráðgjaf- ans til að koma skikki á tíu ára hjónaband sitt. í stað ráðgjafar hóf Dan Blair ást- arsamband við frú Buetow með þeim afleiðing- um að hjónin eru nú skilin að borði og sæng. Krefst Scott rúmlega 7 milljóna króna skaðabóta frá ráðgjafanum. Henrikborðar hunda Henrikprins, eiginmaður Margrétar Danadrottning- ar, hefur komið dýravemd- unarsinnum í töluvert upp- nám með því að segjast elska hunda, þunnskoma og léttsteikta. Prinsinn sagði tímaritinu Ud & Se að hundakjöt bragðaðist svip- að og kanínukjöt. Þessi ást á hundakjöti er tilkomin sök- um þess að Henrik ólst upp í Víetnam þar sem hundakjöt þykir sælkeramatur. „Ég hef ekkert á móti hundakjöti," segir prinsinn. „Þessir hund- ar eru ræktaðir til manneld- is, svipað og kjúklingar." Það fylgir sög- unni að prins- innerheiðurs- forseti danska Dachshund- klúbbsins. f Bernardo Provenzano situr nú í einangrun í fangelsi á Ítalíu og bíður þess að réttar- höldin yfir sér hefjist í næstu viku. Provenzano hefur verið höfuð mafíunnar, Capo di tutti capi, á Sikiley undanfarin 13 ár en hann hefur eytt síðustu Qórum áratugum í felum og á flótta undan lögreglunni. Lögreglan fann hann í grennd við Corleone, smábæ á Sikiley sem löngu er heimsfrægur vegna nafns síns. í brekku aðeins nokkra kílómetra frá hjarta mafíunnar í smábæn- um Corleone eru fjórir menn að yrkja jörðina í kringum unga vínviðarsprota. Þeir vinna fyrir samyrkjubú sem heitir Libera Terra, eða Frjálst land. Landið hafa þeir fengið að gjöf frá stjórn- völdum á Sikiley eftir að það var gert upptækt úr höndum mafí- unnar. Þar sem ein af afurðum búsins er pasta hefur það slagorð- ið „Berjumst við mafíuna með makkaróni" Þetta er engin ofurbrandari en fólk á þessum slóðum brosir að honum. Eitthvað á þessa leið hefst úttekt BBC á undanfaranum að handtöku Bemardos Provenzano sem var höf- uð mafíunnar á Sikiley síðastliðin 13 ár og hefiir verið í felum og á flótta undan lögreglunni síðustu íjóra áratugi. Aug- ljóst er að Provenzano hefur ekld tek- ist að halda sig í felum og frá handtöku nema með aðstoð háttsettra stjóm- mála- og embættismanna á Sikiley. Enda var hann fluttur í rammgert fang- elsi í Umbria á meginlandinu aðeins klukkustund eftir að hann var ákærð- ur af dómstól í Palermo í síðasta mán- uði. Provenzano hefur auknefnið U Tratturi, eða Traktorinn, vegna þeirrar áráttu sinnar að drepa fómarlömb sín með því að aka yfir þau á dráttarvél. Ýmsar sögur á kreiki Lögreglan á Sikiley getur baðað sig í sviðsljósinu um stund eftir að hafa haft hendur í hári Provenzanos en það em ýmsar sögur í gangi hvemig þetta bar að. Og stærri spuming í hugum margra Sikileyinga er hvemig Provenzano tókst að halda sér utan arma löggæsl- unnar þrátt fyrir að vera margdæmdur fyrir morð og aðra glæpi, nákvæmlega hvemig honum tókst að vera í felum og jafnframt stjóma stórum alþjóðlegum samtökum frá lítilli eyju í svo langan tíma. Fólk ræðir um omerta, eða lög- mál þagnarinnar, en flestir em á því að Provenzano hafi fengið hjálp frá valda- miklum einstaklingum. Maurizio de Lucia, einn af stjómendum lögreglu- deildarinnar sem berst gegn mafíunni, segir að áhrifamiklir stjómmálamenn og meðlimir yfirstéttarinnar á Sikiley hafi stuðlað að frelsi Provenzanos öll þessi ár. Veit mikið af leyndarmálum Annar sérfræðingur í málefnum Provenzanos er blaðamaðurinn Salvo Palazzolo sem hefur skrifað mikið um Provenzano. Salvo segir í samtali við BBC að Provenzano hafi tekist að vera á flótta allan þennan tíma „...ekki vegna þess hve klókur hann sé heldur vegna allra leyndarmálanna sem hann veit. Það á enn eftir að aflijúpa þessi leyndarmál." Og sagan segir að þegar lögreglumenn bmtust inn á bænda- býlið þar sem Provenzano hélt til þá stundina hafi hann sagt við þá: „Þið vit- ið ekkert hvað þið emð að gera." Þetta er túlkað þannig að Provenzano hafi verið sannfærður um að bandamenn hans í háum stöðum á Ítalíu myndu koma honum til aðstoðar. Það gerðist ekki núna. Tók við stöðunni af Riina Talið er að Provenzano hafi tekið við stöðunni sem Capo di tutti capi, eða yfirforingi mafíunnar á Sikiley, af Salvatore „Toto" Riina árið 1993 þegar sá síðamefndi var handtekinn og sett- ur bak við lás og slá fyrir lífstíð. Lengst af hefur Provenzano haldið sig í ná- grenni Corleone á ýmsum bændabýl- um og hefur hann skipt um íverustað með tveggja til þiggja daga millibili. öll samskipti hans við umheimirm hafa farið fram með bréfaskiptum þar sem menn sem nutu skilyrðislauss trausts hans hafa verið í hlutverki bréfbera. Bærinn Corleone hefur verið heims- þekktur síðan Mario Puzo notaði bæj- amafiiið sem fjölskyldunafn í bók sinni The Godfather sem síðar varð að vin- sælum kvikmyndum. Bærinn er talinn vagga mafíunnar á Sikiley um þessar mundir. Stríðið heldur áfram Þótt lögreglan á Italíu hafi unnið stóran og mikilvægan sigur í baráttu sinni gegn mafíunni með handtöku Provenzanos er löngu stríði hennar við þessi glæpasamtök hvergi nærri lok- ið. „Við höfum náð fánanum en hvar er herinn?" segir saksóknarinn Lor- enzo Matasa. „Það er stór her að baki honum." Nú óttast menn að eftirmað- ur Provenzanos í stöðu Capo di tutti capi verði einhver sem telji að blóð- ugri og sýnilegri aðferðir séu það besta í stríðinu við lögregluna. Valdabaráttan meðal annarra mafíuforingja um stöð- una er þegar hafin og framundan em óttablandnir tímar fyrir íbúa Corleone og annarra bæja á Sikiley því valdabar- átta sem þessi getur auðveldlega kost- að fleiri en eitt og fleiri en tvö mannslíf. Hann er skepna „Hann er skepna," segir Anton- io Castro, einn fjórmenninganna sem yrlga jörðina í brekkunni við Corleone í samtali við BBC. „Hann heftrr drepið mikið af fólki bæði beint og óbeint Svo að sjálfsögðu er hann skepna." Castro segir að þeir fjórir vilji ekki ræða nánar um þetta mál. Þeir em allir frá sveitinni í kringum Corleone og þeir óttíst fram- ö'ðina. Valdabaráttan um eftírmann Provenzanos sé hafin og nú sé ekki réttí tíminn til að opna á sér munninn um þessi mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.