Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Qupperneq 34
54 FÖSTUDAGUR 1.SEPTEMBER2006 Helgin DV Ósk Hilmarsdóttir, sú sem gekk frá jarðarför sinni fyrir tæpum fjórum árum, má varla vera að því að koma í viðtal. Hún hefur nefnilega öðrum hnöppum að hneppa en þeim að segja lífssögu sína. Ósk er þriggja barna móðir, stuðningsfulltrúi við grunnskóla> á níu hesta, tvo ketti og á heimilinu búa öll börnin hennar, Kol- beinn, Brynja og Saga, eiginmaðurinn Guðmundur Björnsson og hundarnir Kommi og Korka. Á fallegu heimilinu eru víða málverk eftir Ósk, enda segist hún hafa varið þeim peningum sem hún eignaðist sem unglingur í listnám hjá Hringi Jóhannessyni. „Ég var dugleg að dunda mér sem barn, teiknaði, málaði og kom heim með öll dýr sem ég fann. Ég komst að því síðar að pabbi, Hilmar Jóhanns- son, og bræður hans voru mjög list- hneigðir, þótt þeir hafi ekki getað nýtt þá hæfileika nema í starfi sínu sem píparar." Leikvöllur Óskar á œskuárunum var Skólavörðuholtið, að undanskild- um nokkrum árum í Smáíbúðahverf- inu og Kópavogi. Þarbjuggu foreldrar hennar Hilmar og Brynja Óskarsdótt- ir og á Haðarstíg bjó amman Guðfinna Ámadóttir. Óskeryngst þriggja systra sem fœddust með eins árs millibili. „Systur mínar, Edda og Ólöf, segja að ég hafi verið voða frek, en það er ekki orð að marka það!" seg- ir hún kankvís. „Ég var englabarn- ið hennar mömmu, óskin yngsta og besta, var rólegt og gott barn og sjálfri mér nóg. En þetta með syst- urnar er í raun grín," bætir hún við. „Við höfum alltaf verið mjög nán- ar og miklar vinkonur. Við vorum saman í herbergi og stærsti draum- ur okkar var að eignast kojur, sem við eignuðumst aldrei." Sveitadvöl norður á Ströndum Dýravinurinn Ósk mcetti aftur og aftur heim með ketti sem hún sagðist hafa fundið í reiðileysi. „Mamma og pabbi sáu auðvitað strax að þetta voru vel aldir heimil- iskettir og ekki við það komandi að ég fengi að hafa dýr. Ég var klóruð og bitin og lenti einu sinni í gifsi eftir að villiköttur hafði bitið gegnum hand- legginn á mér, en það aftraði mér ekki frá að reyna áfram að næla mér í kisu. Þau létu undan fyrir rest, gegn ákveðnum skilmálum um að ég bæri ein alla ábyrgð á dýrinu bæði í um- gengni og fæðuöflun ef með þyrfti. Það var nú auðvelt í þá daga, fisk- búðir út um allt og hægt að fá ugga og úrskurð gefins, bara að sjóða, ekk- ert mál." Til að lœkna stelpuna afdýraárátt- unni var brugðið á það ráð að senda hana í sveit. Um miðja nótt „Vinkona mömmu sagði henni að ég myndi læknast á þremur vik- um og missa áhugann á dýrum. Með mitt nestí settist ég í rútu niðri í Lækjargötu og kom um miðja nótt norður í Djúpuvík á Ströndum. Þetta var langt og strembið ferðalag, rútan komst ekki lengra en í Hólmavík, þá tók við bátsferð, svo jeppi og loks aft- ur bátur sem kom mér til Djúpuvík- ur á Ströndum, enda enginn vegur frá Kaldbaksvík og norður eftír. Um miðja nótt var mér tekið fagn- andi og boðið upp á skyr, sem var það besta sem ég vissi - þangað til ég bragðaði á því og komst að raun um að þetta var nú ekki „Reykjavík- urskyr", heldur eldsúrt skyr, sem ég borðaði samt með bestu lyst vegna hamingjunnar að vera nú komin í sveit." Sálmabók á sunnudegi Óskgekk í helstu bústörfþráttfyrir ungan aldur og heldur betur brást það markmið að lœkna hana af dýraástinni. Hún efldist til muna og þegarfór að vora gat Ósk ekki beðið eftir að komast norður. „Ég var því í sveitinni öll sum- ur fram að fjórtán ára aldri," segir hún. „Þorlákur bóndi, sem ég kall- aði afa, var stórmerkilegur gamall maður sem hafði þann sið að setja upp í sig fölsku tennurnar, greiða sér vandlega og fara í betri fötín áður en hann settist framan við útvarpstækið með sálmabókina sína á sunnudags- morgnum tíl að hlýða á messuna. Hann var svo fallegur hann afi." Höfundur „Sound of Music"? Norðurá Ströndum lcerði Ósk auðvitað ógrynnin öll afdraugasög- um og á síðkvöldum á veturna sagði hún systrum sínum sögur, sem hún sagðist hafa lesið á Borgarbókasajh- inu. „Þangað inn hafði ég reynd- ar aldrei komið, en hugmyndaflugi mínu voru engin takmörk sett. Edda systír fullyrðir meira að segja að þremur árum áður en kvikmyndin „Sound of Music" hafi komið á tjald- ið, hafi ég verið búin að segja þeim söguna... Það er spurning hvort handritshöfundar „Sound of Music" hafi stolið hugmyndinni af mér!" segir hún og hlær. Fimmtán ára í Þórscafe Ósk gekk íMiðbœjarskólann, vann í páska- ogjólafríum hjá Scensk- íslenska frystihúsinu - „Scenska“ og í Bœjarútgerðinni og á unglingsárun- um lá leiðin i Gagnfrceðaskólann við Vonarstrceti, Vonina, eins og hann var kallaður. En það var ekki þar sem hún fann manninn í lífi sínu, heldur fyrir utan Þórscafé. „Það var meira að segja í fyrsta skiptíð sem ég fór í Þórskaffi, ný- komin heim úr ferð frá Austur- Þýskalandi, fimmtán ára með flotta regnhlíf. Hann bauðst til að halda regnhlífmni yfir höfði mér á leið inn í bíl sem bar mig í sjoppu á Kópavogs- hálsi, þar sem ég fékk mér pylsu og kók og uppgötvaði að ég hafði týnt regnhlífinni. Birtíst ekki þessi ungi herra með regnhlífina mína í sjopp- inni stuttu seinna!" Lífleg en ekkert rómantísk Þau voru sundur og saman eins og gerist oggengur í unglingaást. GuðmundurBjörnsson er reyndar nokkrum árum eldri ogþegar Óskfór á það stig að þykjast ekkert vilja með hann hafa heimsótti hann bara mömmu hennar ogsystur. Svo vel tókst til aðþau Ósk gengu í hjóna- band árið 1973. „Ég held að hann hafi alltaf ver- ið þrælskotinn í mér!" segir hún og glottír. „Honum finnst ég lifandi og skemmtileg, en rómantísk er ég hins vegar ekki. Guðmundur sér alveg um rómantíkina í okkar sambandi. Ég held að þegar Guð útdeildi rómantík- inni hafi Guðmundur verið fremst í röðinni, en ég aftast! Við erum eins og svart og hvítt og höfum alltaf verið. Það trúði enginn á að samband okkar myndi ganga. Við erum alltaf á önd- verðum meiði í pólitík og bestu og skemmtilegustu tímamir í lífi okkar eru þegar við erum að rífast um pól- itík fyrir kosningar. Ég held að hann Guðmundur minn væri dáinn úr leið- indum ef hann ættí ekki mig!" „Ég trúi því að við séum öllkölluð tilannarra verka. Mér líður þannig í dag að ég óttast ekki dauðann. Mérleið þannig líka í gær. Svo getur vel verið að ég verði skíthrædd kort- er fyrir dauða. Hvað veit ég um það? Ég hef aldrei dáið áður." Falsaði umboð og keypti hús Óskfór að vinna á skrifstofu hjá Clausen í Pappírspokagerðinni 18 ára gömul, Guðmundurfór á sjó. Svo barstskeyti afNorðursjó. Guðmund- ur bað Ósk að finna fyrirsig leiguíbúð. „Ég fór auðvitað samviskusam- lega í það verkefni, enda var hann og er ennþá bestí vinur minn. Ég komst fljótt að þvf að húsaleiga var alltof há, eigendur vildu eitt ár fyrir- fram, svo það var miklu hagkvæmara að kaupa. Ég fann 45 fermetra bak- hús bak við bakhús á Óðinsgötu og ætlaði að gera tilboð fyrir hönd Guð- mundar. Það var ekki hægt, ég þurftí að vera með umboð frá honum og annað tilboð í húsið var þegar kom- ið. Ég gat náttúrlega ekkert verið að standa í því að senda skeytí um borð í skip á Norðursjónum, svo ég bara bjó til þetta fína umboð um að Ósk Hilmarsdóttír hefði ótakmarkaða heimild yfir fjárreiðum Guðmund- ar Björnssonar - og falsaði svo und- irskrift hans. Þetta umboð er enn í fullu gildi, enda er það ég sem sé um öll fjármálin á heimilinu." Rúgbrauðssneið og sófi Inn i litla bakhúsið bak við bakhúsiðflutti Ósk með lítinn kettling rúgbrauðssneið, sófa frá ömmu Guðmundar og teppi frá mömmu sinni. „Þar tók ég svo á móti sjómannin- um en sagði honum jafnframt að ég hefði innritað hann í Stýrimanna- skólann. Þarna áttum við fimm ynd- isleg ár og fór ég í fjögurra ára nám við Póst- og símaskólann, svo fékk ég góða stöðu í aöalpósthúsinu við Pósthússtrætí, þar sem ég var ávís- anagjaldkeri og sá um að borga út sparimerki og orlof Reykjavíkurbúa." Fjas sparar ekki tíma Ósk hafði aldrei séð sjálfa sigfyrir sér sem móður og húsmóður. Hún segist hins vegar hafa verið dugleg við að segja systrum sínum hvernig þcer œttu að ala upp sin börn. „Hjá mér er allt klippt og skor- ið," útskýrir hún. „Ég eyði ekki mikl- um tíma í rökræður ef ég hef ákveð- ið eitthvað. Það sparar tíma að vera ekki að fjasa og miklu betra að segja hreint út hvað maður vill og hvern- ig hlutirnir eigi að vera. Ég er hrein og bein og fólk veit hvar það hefur mig." Kraftaverkin Hún héltjafnvel að þau hjónin gcetu ekki eignast barn og leit því á það sem kraftaverk þegar hún varð barnshafandi 29 ára gömul. „Þákomson- urinn Kolbeinn, sem útskrifaðist úr hagfræði í vor,‘ segir hún stolt. „Fjórum árum síð- ar fæddist Brynja, sem er að hefja nám í líffræði og fyrir þrettán árum kom hún Saga mín. Þá var ég á 41. aldursári sko! Ég ætlaði að taka ársleyfi frá störf- um þegar Kolbeinn fæddist, en hann var bara svo þægur barnið að ég var komin í hálfs dags vinnu hálfu ári síðar. Þá ákvað ég líka að skella mér í öldungadeild FB og var ein af þeim fýrstu sem þar hófu nám." Fullbókað gistihei mili Konan sem hafði aldrei séð sjálfa sig sem húsmóður stóð frammifyrirþví að láta á það reyna. Komin með tvö böm, ákvað hún að taka launalaust leyfi. „Og mér fannst þetta svo skemmtilegt og gefandi að ég gegndi þessu starfi í fimmtán ár af mikilli gleði," segir hún brosandi. „Reynd- ar hef ég aldrei verið heimavinnandi húsmóðir. Þú veist það sjálf að ef maður segist vera „bara húsmóðir", þá dettur maður út úr öliu atvinnulífi og enginn talar við mann af vití! Ég sagðist því alltaf reka gistí- heimili útí á landi, þar sem væri fullbókað 365 daga ársins og ekki smuga á aukaherbergi. Engin laun, en það væri þó fritt fæði og húsnæði og það fýlgir sko ekki hvaða starfi sem er. Ég hafði ver- ið kröfuhörð í vinnu, viij- að geta ferð- ast og gert það sem mig lang- aði tíl þegar mig langaði til og var tíl dæmis svo praktísk að ég gerði mig ómissandi á vinnustað svo ég gætí feng- ið vetrarfrí til að skreppa tíl Kanarí- eyja." Verkefni lífsins Ósk er kraftmikil kona og ótrúlegt að vita til þess að hún skuli vera heltekin krabbameini. Hún er mjög hláturmild, vel til höfð, bráðskemmti- leg og góður sögumaður. Sjálfsegir hún að alla cevi hafi sig vantað nokkrar klukkustundir í sólarhring- inn til að gera allt sem hana dreymdi um. „Þess vegna hugsaði ég oft með tílhlökkun til elliáranna, þegar ég hefði nægan tíma til að mála og gera það sem mig langaði," segir hún og brosir lítið eitt. Þar sem hún nefnir elliárin legg ég í að ræða málefnið sem ég var upp- haflega komin til að ræða. Krabba- mein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.