Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Síða 36
56 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 Helgin DV Hildur er bókaútgefandi og sem slíkur hefur hún gefið út þó- nokkrar matreiðslubækur. Hún les mikið af uppskriftum og er óhrædd við að prófa sig áfram í eldhúsinu en leggur þó mikla áherslu á að ferskleiki hráefnisins fái að njóta sín. „Mikilvægasta máltíð dagsins er morgunmaturinn, ég kemst ekki í gang fyrr en ég hef borðað morg- unmat," segir Hildur sem vaknar snemma alla morgna enda fylgir því mikil ábyrgð að reka fyrirtæki. „Ég byrja alltaf á því að fá mér lýsi. Svo fæ ég mér ab mjólk og músli og ef ég er í miklu hollustustuði þá fæ ég mér safaríkan djús úr djúsvélinni minni." En hin geysivinsæla djúsbók, Enda- laus orka! kom einmitt út hjá Sölku í byrjun ársins. Börnin taka þátt í eldamennskunni Hildur er ekki sú eina á sínu heimili sem hefur gaman af því að töfra fram rétti heldur skiptist öll fjölskyldan á og hefur alltaf gert. „Bömin þrjú hafa öll byrjað að elda um 10 ára aldur. Fyrst með aðstoð okkar hjóna en svo þegar þau hafa náð tökum á þessu hafa þau eldað einu sinni í viku. Þetta fyrirkomulag hefur komið sér vel fyrir mig sem hef alltaf unnið mikið. Svo er þetta auð- vitað uppbyggjandi þáttur í uppeld- inu," segir Hildur kát. „Kvöldmatar- tíminn er líka sá tími dagsins sem öll fjölskyldan sest niður yfir hugguleg- um mat og spjallar saman." Rjúpa á jólunum og skata... aldrei Þar sem Hildur ólst upp fyr- „Mér finnst mikilvæg- ast í allrí matargerð að leyfa hráefninu að njóta sín og ég passa alltaf upp á að drepa ekki ferskleikann með alltof sterkum kryddum." ir norðan er ekki úr vegi að spyrja hana hvort það séu einhverjar mat- arhefðir þaðan sem hún haldi enn í. „Eins mikið og ég er fyrir að prófa mig áfram í eldhúsinu þá er allt- af sami jólamaturinn. Rjúpa og svo bláber með rjóma í desert. Ég held mikið upp á bláber og fer í berjamó á hverju ári. Annars er ég mjög hrif- in af íslenskum mat, súrmat, slátri, sviðum og öllu þessu. Kæst skata er það eina sem mér dettur í hug af mat sem ég læt ekki inn fyrir mínar var- ir," segir Hildur og ldígjan leynir sér ekki. „Það er líka hefð úr móðurhús- um að hafa hollustu og fjölbreytni í fyrirrúmi." Ekki drepa ferskleikann með kryddbragði Þegar Hildur fer út að borða finnst henni gaman að fara á Sjávarrétta- kjallarann eða til Sigga Hall á Óð- Hildur Hermóðsdóttir, eigandi Bókaút- gáfunnar Sölku, er matgæðingur mikill. Fiskur er í miklu uppáhaldi hjá Hildi en hún borðar þó helst ekki kæsta skötu. Hildur býður DV og lesendum upp á lax eftir sænskri uppskrift. insvéum. „Mér þykir gaman að fara út að borða öðru hvoru en þegar ég er önnum kafinn þykir mér best að koma heim og slappa af. Það er líka mjög gaman að halda matarboð, þótt ég hafi ekki gert mikið af því upp á síðkastið. Þá legg ég mig alla fram og prófa ný hráefni eða ný krydd. Mér finnst mikilvægast í alíri matargerð að leyfa hráefninu að njóta sín og ég passa alltaf upp á að drepa ekki fersk- leikann með alltof sterku kryddi," segir Hildur sem notar líka salt í hófi og lætur fólk frekar bæta á það. Umvafin girnilegum uppskriftum Til þess að nýjar hugmyndir fæð- ist í matargerð er mjög gott að lesa sér til. „Við hjá Sölku gáfum nýver- ið út bókina Delicious Iceland en í henni má finna uppskriftir eftir hinn vinsæla kokk Völund Snæ Völund- arson. Þar má finna gimilegar upp- skriftir þar sem rík áhersla er lögð á íslenskt hráefni. Svo erum við að fara að gefa út tvær til viðbótar eft- ir Guðrúnu Jóhannsdóttur. Önnur heitir Hollt og fljótlegt en hin heitir Hollt og ódýrt. Þetta em svona lidar og ódýrar bækur í stíl við innihaldið," segir matgæðingurinn Hildur sem er greinilega umvafin gimilegum upp- skriftum í starfi sínu. berglind@dv.is 2 msk. óllfuolia. Rifinn börkur afeinni sítrónu. 1/2 smátt saxaður chili-pipar. Sjávarsalt og sltrónupipar. Laxinn erskorinn I hæfilegt stykki, þræddur upp á grillspjót og penslaður með olíu og kryddi. Steiktur 1170°C heitum ofni í 7-8 mínútur. Quinoa-salat 2 dl quinoa korn. 4 dl vatn. 1 tsk. sjávarsalt. 1-2 dl þurrkaðar apríkósur. 1/2 dl valhnetur. 1/2 dl hesilhnetur. 1/2 dl graskersfræ. 1/2 púrrulaukur. Salatsósa 7 msk. eplaedik. 1/2 dl óllfuolía. Smávegis sjávarsalt og svartur pipar. Melónudýrð í eftirrétt Hálf hunangsmelóna. 2perur. 2 sm búturafengifer. Allt sett I safapressu. Þessi safi er mildurí maga og þvíjafn góður kvölds og morgna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.