Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Qupperneq 21
DV Fréttir
Það er verið að rassskella
útlendingana
„Mér finnst hræðilegt að flokkur sem vill takmarka innflutning út-
lendinga til landsins fái meira fýlgi. Þetta eru ekkert annað en fordóm-
ar í garð útlendinga og flokkurinn gerir þetta til að fá fleiri atkvæði. Mér
finnst þetta ótrúlega ómerkilegt af þeim. Umræðan um útlendinga á
fslandi er góð en ég tek þessari umræðu undanfarið sem höfnun fs-
lendinga á útlendingum. Mér finnst verið að rassskella útlendingana á
íslandi og sýna þeim hvað þeir eru óvelkomnir. ísland þarf á údending-
um að halda því það vantar vinnuafl og þessi velmegun á fslandi hefði
ekki átt sér stað ef útlendingar hefðu ekki komið til landsins að vinna.
Mér finnst yndislegt að búa hér og bömin mín fæddust hér en umræð-
an um útlendinga hefur verið einhliða og neikvæð og það er ekki hægt
að setja alla útlendinga undir sama hatt. Það er ekki sanngjarnt."
Angelica Cantú frá Mexikó, búsett á íslandi í 16 ár og er verkefna-
stjóri i túlkunar- ogþýðingarþjónustu.
íslendingar eiga ekki ísland
„íslendingar eiga ekki ísland, þeir hafa bara búsetu á því og varð-
veita það. Mér finnst ekki hægt að stoppa fleiri frá þvi að njóta þess
sem það hefitr upp á að bjóða. f Svíþjóð þekki ég þessi mál vel því
þar er mikill ijöldi útlendinga og þeir eru stór partur af þjóðfélaginu.
Mér finnst sjálfsagt að ræða þessi mál en það þarf að setja betri regl-
ur um það hvemig eigi að taka á móti þeim og undirbúa landið betur
til þess. Hugsanlega þarf að takmarka straum útlendinga til landsins
en þá þarf fyrst að skoða hvert við viljum stefna og hversu marga út-
lendinga við viljum fá til landsins. fslendingar verða ríkari þjóð með
þvíað umgangast fólk frá öðrum löndum og kynnast þeirra menningu
og allir koma með eitthvað með sér sem aðrir geta nýtt sér. Það sem
skiptir mestu máli er að auðvelda útlendingum að læra íslenskuna því
það er lykilatriði til að geta aðlagast þjóðfélaginu."
Matilda Gregersdóttir, búsett á Islandi í 9 ár ogformaður Seenska
félagsins á íslandi.
Tek ekki þátt í kynþáttahatrí
„Mér finnst Frjálslyndi flokkurinn endurspegla kynþáttamisrétti í garð mús-
lima þegar þeir segja að aðalhættan stafi af múslimum. Stjómmálamenn verða
að passa hvað þeir segja til að fiska atkvæði. Það má ekki mismuna fólki eftir trú-
arbrögðum og efnahagur landsins þarf á útlendingum að halda og þess vegna eru
útlendingar ekki vandamál heldur hvaða efnahagsstefhu stjórnvöld taka. Efna-
hagsleg þörf landsins á að segja til um hversu mörgum útlendingum við getum
tekið á móti og grunnurinn að því hversu gott við höfum það í dag er útlendingum
að þakka. Ég vii ekki taka þátt í því aö kynþáttahatur grasseri því öll neikvæð um-
ræða um útlendinga snertir mig. Ef það er bara talað um það að útlendingar taki
vinnu frá íslendingum og stuðli að lækkun launa þá vill enginn fá útlendingana
til landsins en ef fólk hugsar um það hvað þeir gefa okkur mikið og stuðla að auk-
inni velmegun í landinu þá snýr málið öðruvísi við. Ég er ánægður hér og ísland
er mitt land í dag en það þarf líka að endurskoða það hver er fslendingur í dag, við
erum öll íslensk."
Salmann Tamimifrá Palestinu, búsettur á íslandi í 35 ár ogformaður Félags
múslima á íslandi.
il
h
Verðum að blandast
„Mér finnst umræðan um útlendinga hér vera bæði jákvæð og neikvæð.
Það eru kynþáttafordómar í öllum löndum og h'ka hér en við verðum að passa
að ýta ekki undir fordómana því ísland er lítið land og við búum í einu sam-
félagi og höfum gott af því að blandast. Það sem þarf að gera er að hlúa betur
að fólkinu sem kemur til landsins og vera betur undirbúin tii að veita þeim
þjónustu, upplýsingar um rétt sinn og möguleika á að læra málið. Hvað með
okkur íslendinga? Við förum út um allan heim og setjumst að í öðrum lönd-
um og finnst það sjálfsagður hlutur. Ég hef tekið eftir því að undanfarin tíu ár
eru meiri fordómar í garð útlendinga og sérstaklega Asíubúa. Stundum þegar
ég fór út að skemmta mér þá komu íslenskir karlmenn til mín og spurðu mig
hvað ég tæki mikið fyrir blíðu mína. Mér finnst ekki spuming um það hvort
eigi að takmarka komu útlendinga til landsins heldur hvemig við tökum á
móti þeim."
Maja Jill Einarsdóttir, búsett á fslandifrá tveggja ára aldri ogfélagi ílnd-
verska félaginu á tslandi.
|
Ú
Vel ísland umfram
önnurlönd
„Mér finnst umræða um þessi mál nauð-
synleg en hún má ekki vera neikvæð. Til að
fólk geti verið upplýstara þarf að ræða mál-
in. Ég hef búið í sjö löndum og ég vel ísland.
Ég er mjög sáttur og hef ekki undan neinu að
kvarta. fslendingar em það opnir að þeir vita
að þeir tapa ekki á því að að fá brot af öðrum
menningarheimum til landsins. Það má held-
ur ekki gleyma því að þessir útlendingar eru
mæður, feður, makar og vinir íslendinga og
em hluti af íslenskum íjölskyldum og þetta á
fyrst og fremst að vera eitt þjóðfélag sem liflr í
sátt. Mér finnst ekki rétt að takmarka innflutn-
ing útlendinga til landsins. Það er þáttur í þróun mannkynsins að flytja á milli landa og heimutinn er alþjóðlegur
þannig að takmarkanir eiga ekki heima á tímum hnattvæðingar. Þó að til sé fólk sem er sammála Frjálslynda flokkn-
um þá endurspeglar það ekki hugsunarhátt fslendinga."
Milton Femando Gonzalez Rodriguez, hálfur Spánverji oghálfur Kólumbíumaður
og búsettur á íslandi í nokkur ár.
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
kRNIR KOMNIR
Ótrúlegt verð
Glervaskur og gosbrunna krani
Uppl. í síma 8938006 Pálmi