Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
Helgin PV
Helga Braga Jónsdóttir, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og Sigríður Klingenberg bjóða upp á skemmtilega og
spennandi kvennaferð til Boston í desember. Helga Braga ætlar að skemmta konunum, Sigríður að spá fyrir
öllum á hverju götuhorni og Eva Dögg ætlar að fræða um tísku. Stefnt er á að koma hrukkulausar heim aftur
því stöllurnar þrjár lofa frábærri skemmtun og hlátursköstum, djammi og jólainnkaupum.
KONUR ERU KONUM BESTAR
„Ég vil endilega fá þær kon-
ur með sem eru einar og hafa ein-
hverra hluta vegna engan ferðafé-
laga,“ segir Sigríður Klingenberg
spákona en hún ásamt þeim Evu
Dögg Sigurgeirsdóttur og Helgu
Brögu Jónsdóttur leikkonu býður
upp á kvennaferð til Boston með
Icelandair 14. til 17. desember
næstkomandi.
„Um leið og við komum út á
ilugvöll mun léttast á okkur brún-
in og við munum örugglega koma
hrukkulausar heim eftir allan hlát-
urinn," segir Sigríður og bætir við
að í svona ferðum myndist oft frá-
bær vinskapur milli kvennanna.
Skemmtiferð á andlegum
nótum
Helga Braga og Eva Dögg taka
undir og segja að mæðgur, systur
og vinkonur séu duglegar að bóka
sig saman en að þær sem hafi eng-
an ferðafélaga séu einnig velkomn-
ar. „Við verðum í hóp og það er svo
gaman að kynnast nýju fólki og
eignast nýjar vinkonur að það er
tilvalið í svona ferð,“ segir Helga
Braga.
„Þær sem rnæta einar eru líka
oft að skemmta sér langbest því
þá þurfa þær ekki að hugsa um
neinar aðrar en sjálfar sig og
að hafa gaman," segir Eva
Dögg og bætir við að þótt
um skemmtiferð sé að ræða
verði einnig hugað að and-
legu hliðinni. Sigríður sé
snillingur í að hafa gam-
an um leið og hún kenni
konum að láta sér líða
betur.
„Við munum tengja
okkur saman og án
þess að ferðin breytist
í AA-fund þá mun-
um við allar
ræða um
okkur,
hvað
við
um börnin okkar. Og ef einhverj-
um líður illa verður unnið úr þeim
málum svo við verðum á andleg-
um nótum á milli þess að versla,
dansa, djamma og drekka rauðvín,"
segir Sigríður.
Planið er að fara ekki í of stór-
um hópi, best væri að þær væru á
milli 20 til 30 talsins. „Við viljum
geta haldið utan um allan hópinn
svo við getum kynnst vel og deilt
reynslu okkar, vonum og gleði."
Enginn drepist úr skít ennþá
Stöllurnar þrjár hafa áður farið
saman í svona ferðir og konurnar
sem farið hafa með þeim hafa verið
á öllum aldri, eða alveg frá 16 ára
upp í 86 ára. „Þær elstu eru yfirleitt
hrikalega hressar og hættar að hafa
áhyggjur af öllu eins og er að drepa
þjóðfélagið.
Sjálf legg ég til að fólk þrífi ekk-
ert fyrir jólin heldur kveiki bara á
kertum og þrífi svo í vor. Hingað til
hefur enginn drepist úr skít og því
er algjör óþarfi að vera að stressa
sig yfir svona
lagi hrútakonurnar eru gjarnar á,"
segir Sigríður og mælir sérstaklega
með því að hrútakonurnar mæti
í ferðina og sleppi þessu þrifæði
sínu.
Spáspilin notuð á karlana
Eva Dögg segir Boston hafa kom-
ið sér skemmtilega á'óvart. Borgin
sé bianda af evrópskri og amerískri
borg og alveg ótrúlega falleg.
„Boston er uppáhaldsborgin
mín í Ameríku," segir Helga Braga
og bætir við að hún geti ekki beð-
ið eftir ferðinni. „Ég hef farið þarna
nokkrum sinnum fýrir jólin og
borgin er alveg rosalega sjarme-
randi. Þaðan koma margir grínistar
en borgin er þekkt fyrir húmor, góð-
an mat og létt og skemmtilegt and-
rúmsloft. Svo er dollarinn á hraðri
niðurleið sem skemmir ekki fyrir
og það verður þægilegt að rumpa
jólagjöfunum af fyrir nánast eng-
an pening," segir hún og bætir við
að þær sem ekki verða þegar kom-
ar í jólaskap munu pottþétt
komast í rétta skapið í ferðinni.
Sigríður segir að veðrið sé yfir-
leitt mjög gott í Boston í desember
og djammið í borginni sé alveg frá-
bært. Þegar þær Eva Dögg hafi farið
þangað í kynnisferð hafi þær lent á
séns á hverju götuhorni, með mis-
aðlaðandi karlmönnum þó. „Það
er svo frábært að vera með Siggu
og Helgu í útlöndum. Sigga er með
spáspilin á ensku á lofti allan tím-
ann og notar þau sem pikköpplín-
ur fyrir okkur sem erum á lausu,"
segir Eva hlæjandi.
„Hún er alveg ótrúleg og ég lofa
að það kemur engin í fýlu heim aft-
ur,“ segir Eva og bætir við að það
myndist alltaf spes stemming í
svona ferðum. „Það að konur séu
konum verstar er bara bull því kon-
ur eru svo sannarlega konum best-
ar í svona ferðalögum."
„Sigga er með spáspil-
in á ensku á lofti allan
tímann og notarþau
sem pikköpplínur fyr-
ir okkur sem erum á
lausu"
Nauðsynlegt að kúpla sig út
úr daglegu amstri
„Við astlum að hlæja út í eitt
sem er alveg rosalega mikilvægt í
skammdeginu," segir Helga og bæt-
ir við að hún, Sigga og Eva Dögg
muni örugglega skemmta sér jafn
vel og hinar. „Eg væri ekki að þessu
ef þetta væri ekki svona rosalega
skemmtilegt. Ég hlakka alveg ofsa-
lega til og er búin að bíða eftir þess-
ari ferð lengi, nú er draumurinn
loksins að verða að veruleika. Við
munum taka frí frá öllu amstrinu
heima fyrir og í raun og veru hlaða
batteríin fyrir jólin. Við íslend-
ingar erum þekktir
fyrir að vinna eins og
vitleysingar og það er nauð-
synlegt að komast aðeins
í burtu og kúpla sig út
úr öllu og gera eitt-
hvað fyrir sjálfan
sig og hafa gam-
an," segir Helga
að lokum.
Nánari upp-
lýsingar fást
á vefnum ice-
landair.is/serfer-
dir en einnig er
hægt að hringja
beint í Sigríði
BClingenberg í
síma 899 0889.
indiana@dv.is