Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Side 32
52 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
Helgin PV
Margir telja aö moonistar heyri sögunni til. Þessi trúarhópur hafi verið upp á sitt besta á áttunda áratugnum
en síðan lognast út af. Svo er ekki og moonistar hafa verið starfandi á íslandi í þrjátíu ár. Boðskapur samtak-
anna er umdeildur og með tilkomu Schengensáttmálans var sr. Moon settur á svartan lista.
Aðeins Moon getur
frelsað heiminn
Fyrir nokkrum vikum kom inn á ritstjórnarskrifstofur DV maður
sem óskaði eftir viðtali og bauð okkur í framhaldinu að sækja
kynningarfund hjá samtökum sínum. Þegar boðið var afþakkað
mætti hann aftur, annar fundur var í bígerð. Hann var frá Unificat-
ion Church, trúfélagi moonista. Forvitni okkar var vakin og leituð-
um við því til sérfræðings um málið.
„Hugmyndafræði sameiningar-
kirlqunnar gengur út á sameiningu
allra manna, hópa og trúarbragða þeg-
ar til lengri tíma er litið," segir Bjami
Randver Sigurvinsson, sem vinnur nú
að doktorsritgerð sinni um trúarhreyf-
ingar á íslandi. „Þekktastir eru þó með-
limimir um allan heim sem moonist-
ar enda íylgismenn trúarleiðtogans sr.
Sun Myung Moons. Hér á landi notuðu
samtökin þó lengst af heitið Samtök
heimsfriðar og sameiningar, en á síðari
árum hafa þau frekar nefnt sig Heims-
ffiðarsamband fjölskyldna. í raun er til
aragrúi alls kyns félaga um afinörkuð
málefni sem tengjast þessum samtök-
um og þekkjast þau oftar en ekki á því
að orðin heimsfriður og sameining er
að finna í heitum þeirra. Samtökin hafa
verið starfandi hér á landi frá miðj-
um áttunda áratugnum en þau hafa
alla tíð verið frekar fámenn og er stór
hluti meðlimanna innflytjendur sem
fluttust hingað gagngert í þágu mál-
staðarins eða gengu í hjónaband með
íslendingum. Heimsfriðarsamband
fjölskyldna var nýverið viðurkennt op-
inberlega sem trúfélag hér á landi og er
skráð sem slíkt hjá Hagstofúnni. Það er
hins vegar ekki fjölmennt og eru virkir
meðlimir með bömum aðeins á ann-
an tuginn."
Umdeilt hvort félagið sé kristið
Er þetta kristið félag?
„Það er umdeilt hvort það geti talist
kristið. Orðfærið og hugmyndafræð-
ina sækja þeir klárlega mikið til í krist-
indóminn en um leið að nokkru leyti
einnig til annarra trúarbragða og þá
ekki síst til þjóðtrúar og sjamanisma í
Kóreu þaðan sem trúfélagið er runnið.
Margir moonistar líta á sjálfa sig sem
kristna en þó ekki allir og fer það aðal-
lega eftir trúarlegum bakgrunni hvers
og eins. Raunar hefúr sr. Moon mark-
visst dregið úr starfsemi Sameiningar-
kirkjunnar sem trúarstofiiunar á liðn-
um fimmtán árum og hvatt fylgismenn
sína í staðinn til að sækja aftur til sinna
gömlu trúfélaga eða trúarbragða í von
um að það megi verða til að draga úr
félagslegri einangrun trúarhópsins og
auka að sama skapi áhrif boðskapar-
ins innan sem flestra annarra trúfé-
Stcingrímur Hermannsson
fór fyrir nokkrum árum á ráð-
stcfnu sem moonistar héldu. „Ég
fór á friðarráðstefnu sem þeir
héldu en annars þeldd ég h't-
ið til samtakanna. Samtöldn
sem héidu þcnnan fúnd cru
stofnuð af Smi Myung Moon
sem er stofnandi Moon-safn-
aðarins. Þarna voru menn eins
og Gorbatsjov og fleiri þjóð-
höfðingjar," segir Stein-
grímur sem scgir svo frá
stuttum kynnum súium
af Sun Myung Moon:
„Ég hitti Moon sjálf-
an og tók í hönd-
ina á honum cn
talaði ekki neitt
við hann. Hann
laga, ekki síst í siðferðilegum efhum.
Þannig hefur sr. Moon í raun verið að
reyna að brjótast úr viðjum sértrúar-
safiiaðarformsins í von um meiri áhrif.
Kenningar moonista ganga út á að
finna sameiginlegan kjama allra trú-
arbragða og leita leiða til að sameina
þau þannig að heimsfriður komist á og
heimurinn verði raunverulegt guðs-
ríki, nokkuð sem syndafaflið kom í veg
fyrir á sínum tíma."
Viðvörun biskupa og
vígslubiskupa
Bjami Randver segir að frœðimenn
og kirkjudeildir líti fremur á samtökin
sem nýtrúarhreyfingu en kristna.
„Þeir sem ganga lengst í gagnrýn-
inni á trúarlegum forsendum kalla trú-
félagið hreinlega villutrú og hafa ófá-
ir varað við því, meðal annars ýmsir
biskupar og vígslubiskupar þjóðkirkj-
unnar á liðnum áratugum. Þrátt fyr-
ir að kenningar moonista þyki mjög á
skjön við þann postullega kristindóm
sem helstu kirkjudeildir kristindóms-
ins eru sameinaðar um hefur það samt
ekki komið í veg fyrir jákvæð samskipti
þeirra við marga kristna trúarleiðtoga,
einkum í Bandaríkjunum, en slík sam-
skipti eru þó yfirleitt grundvölluð á
sameiginlegum baráttumálum í sið-
ferðilegum efnum."
Syndafallið kynferðislegt
„Moonistar Ííta svo á að hjónaband-
ið og þar með fjölskyldan sé grundvall-
arstofriun samfélagsins og beri að hlúa
að henni og virða helgi hennar. Synda-
fallið er túlkað sem kynferðislegt en þar
hafi forfeður mannsins, Adam og Eva,
haft mök áður en þau höfðu verið gef-
in saman og er syndafallssagan heim-
færð upp á aðstæður mannsins í dag.
Moonistar segja að krossdauði Jesús
hafi ekki verið vilji Guðs heldur hafi
hann útvalið hann til að ganga í heilagt
hjónaband og eignast böm án erfða-
syndar en þar sem hálfbróðir hans, Jó-
hannes skírari, sveik hann hafi ráða-
menn gyðinga ekki getað tekið hann
trúarlega sem raunverulegan messías
og því krossfest hann. Fyrir vildð hafi
boðskapur Jesú aðeins náð að veita
þeim andlegt frelsi sem við honum
hclt síðan ræðu á þcssari ráðstefiiu.
Hann Moon kom mjög vel fyrir,
reyndar mjög ákveðinn á sínum
skoðunum.
Þessi samtök hafa verið
mjög gagnleg ég hitti þarna
fullt af fólki af mörgum trú-
arhópum og maður heyrði
mörg fróðleg sjónarmið. En
annars þá þekki ég litið tll
^ þessara moonista. Ég
fór á tvær svona
ráðstefnur og
þær voru mjög
góðar.
Steingrfmur
Hermannsson Hitti
leiðtoga moonista á
ráðstefnu fyrir
nokkrum árum.
„Samtökin hafa ver-
ið starfandi hér á landi
frá miðjum áttunda
áratugnum en þau
hafa alla tíð verið frek-
ar fámenn og er stór
hluti meðlimanna inn-
flytjendur sem flutt-
ist hingað gagngert
í þágu málstaðarins
eða gengu í hjónaband
með íslendingum. Það
er hins vegar ekki fjöl-
mennt og eru virkir
meðlimirmeð börnum
aðeins á annan tuginn."
tóku en allt mannkynið hafi áfram ver-
ið í viðjum erfðasyndar og búi því enn
við veraldlegt böl. Þar sem Jesú var orð-
ið ljóst undir lokin að frelsunarhlutverk
hans myndi mistakast hvað þetta varð-
ar, segja moonistar að hann hafi spáð
fyrir um endurkomu annars messíasar
tæpum tvö þúsund árum síðar í Norð-
ur-Kóreu."
Það sem Jesú mistókst...
„Sr. Sun Myung Moon er því álit-
inn messías, „drottinn endurkomunn-
ar" eins og það er oft orðað, sem send-
ur hafi verið af Guði til að gera það sem
Jesú mistókst; að frelsa mannkynið
líkamlega og koma á sönnu guðsríki
á jörð eða að minnsta kosti forsend-
um þess. Frelsunarhlutverk sr. Moons
er meðal annars fólgið í því að stofna
fyrirmyndarfjölskyldu, helgaða Guði,
eignast böm án erfðasyndar og vígja
fylgismenn sína og í raun alla sem það
vilja í slíkt hjónaband þannig að þeir og
afkomendur þeirra nái að breiða guðs-
ríki smám saman út um alla jörð. Þá
tala moonistar sömuleiðis um þá sem
messíasa yfir sínu fólki sem fengið hafa
slíka vígslu hjá sr. Moon. Eitt af því sem
sr. Moon er hvað frægastur fýrir em
einmitt fjöldabrúðkaupin en fregnir af
hverju meti hans á fætur öðm í þeim
efnum hafa ratað á forsíður dagblað-
anna. Sr. Moon kemur aðeins nálægt
makavali afkomenda gamalla fylgis-
manna sinna núna en yfirleitt er þetta
í höndum leiðtoga staðbundinna safn-
aða og er enginn sagður neyddur til
neins. Ekki em einu sinni gerðar kröf-
ur um að hjónaefnin séu moonistar en
þó er jafiian talað um mikilvægi sterkr-
ar siðgæðisvitundar. Dæmi em um ís-
lendinga sem gengið hafa í hjónaband
með þessum hætti og hafa birst fregn-
ir um slíkt og jafnvel viðtöl í íslenskum
fjökniðlum."
Lagði djöfulinn að velli
„Sr. Moon er einnig sagður athafiia-
samur í andaheiminum þar sem hann
hefur lagt sjálfan djöfulinn að velli og
fer þar mikið boðunarstarf fram und-
ir handleiðslu hans og forystu með-
al annars tveggja framliðinna sona
hans," bætir Bjami við. „Ótölulegur
fyöldi hjóna er sömuleiðis sagður hafa
fengið vígslu frá sr. Moon fyrir handan
og hafa moonistar gefið út fjölda bóka
með vitnisburðum þekktra framlið-
inna manna sem gengið hafa til liðs við
hann þar, svo sem kommúnistaleiðtog-
amir Marx, Lenín og Stalín, guðfræð-
ingamir Lúther, Bonhoeffer og Tillich
og trúarleiðtogamir Jesús, Búddha og
Múhammeð. Moonistar em því ekki
síður áhugasamir um andaheiminn og
spíritisma en siðferði, hjónaband og
heimsfrið."
Er margt ólíkt með kenningum
moonista og þjóðkirkjunnar?
„Ef kenningar moonista væm bom-
ar saman við kenningar kirkjudeilda á
borð við þjóðldrkjuna væri hægt að til-
greina harla margt sem væri þar ólíkt
en mikilvægustu atriðin varða þó skiln-
ing þeirra á Jesú, krossinum og hlut-
verld messíasar. Það verður að teljast
harla alvarlegt út frá sjónarhóli post-
ullegs kristindómsins þegar fram kem-
ur trúarleiðtogi sem heldur því fram
að hann sé messías enda litið svo á að
Jesús sé hinn eini sanni messías, Krist-
ur eins og orðið er jafiian þýtt."
Jesús opinberaðist Moon
Hver er saga Moons?
„Sr. Moon er fæddur í Norður-Kór-
eu árið 1920 og vom foreldrar hans
kristnir. Trúarlegur bakgrunnur hans
virðist vera sambland af kalvínisma,
hvítasunnuboðskap og spíritískri þjóð-
trú. Hann segir að Jesús hafi opinber-
ast sér þegar hann var 16 ára og feng-
ið sig tQ að verða messías og þar með
frelsara heimsins en við hafi tekið níu
ára löng barátta hans í andaheiminum
þar sem hann lagði djöfulinn að lok-
um að velli. Hann stofnaði Sameining-
arkirkjuna árið 1954 en þremur árum
síðar kom aðalritning hennar út, Hið
guðdómlega lögmál. Fyrri eiginkona
sr. Moons hafði skálið við hann eftir til-
tölulega stutt hjónaband en árið 1960
gekk hann að eiga Hak Ja Han sem er
núverandi eiginkona hans og em þau
jafnan kölluð „hinir sönnu foreldrar" af
moonistum."
Heilaþvottur?
„Trúboð moonista var framan
af að mestu bundið við Suður-Kór-
eu og Japan en í kringum byrjun átt-
unda áratugarins efldist trúboð þeirra
á Vesturlöndum til muna, svo mjög að
ættingjar og vinir ungs fólks sem geng-
ið hafði til liðs við samtöldn stofriuðu
sérstök baráttusamtök til höfúðs þeim
á þeirri forsendu að þama væri um
stórhættulegan trúarhóp að ræða sem
heilaþvoði fómarlömb sín gegn vilja
þeirra. Jafnframt komu fram sjálfskip-
aðir sérfræðingar sem foreldrar og aðr-
ir ættingjar ungra en sjálfráða moon-
ista réðu til að ræna þeim og „afforrita"
þá á afviknum stöðum þar tilþeir sam-
þykktu að trúarhópurinn væri raun-
verulega hættulegur og þeir væm til-
búnir til að taka upp fyrri lífshætti á
ný. Eins og gefúr að skilja var hér um
gróf mannréttindabrot að ræða gagn-
vart þeim sem gengið höfðu til liðs við
trúarhreyfinguna enda rötuðu íjöl-
mörg slík mál fyrir dómstóla sem jafn-
an tóku málstað moonista. Ásakanir
um heilaþvott vom þó lengi tíðar og
vom moonistar einn þeirra trúarhópa
sem vom hvað mest bendlaðir við slfld,
ekki síst í fjölmiðlum en einnig í kvik-
myndum og skrifum ýmissa verald-
legra baráttusamtaka gegn meintum
valdboðskenndum strangtrúarhóp-
um. Trúarlífsfélagsfræðingar fengu því
snemma áhuga á moonistum og hafa
fjölmargar rannsóknir verið gerðar á
þeim, ekki síst hvað varðar trúskipti
og félagslega stöðu trúarhópsins og
meðlima hans. Þekktustu rannsóknina
gerði Eileen Barker prófessor við Lond-
on School of Economics snemma á ní-
unda áratugnum en hún leiddi í ljós að
ásakanimar á hendur moonistum um
heilaþvott stæðust ekki þar sem þorri
þeirra sem tengdist trúarhópnum til
lengri eða skemmri tíma yfirgæfi hann
af fúsum og frjálsum vilja."
Tengdadóttir í felum
„Sennilega var versta áfallið fyr-
ir trúarhreyfingu sr. Moons þegar
tengdadóttir hans, Nansook Hong
skildi við eiginmann sinn og fór í felur
með böm þeirra en nokkxu síðar sendi
hún frá sér bók um vem sína í innsta
hring fjölskyldunnar og dró þar upp
afar neikvæða mynd af henni. Trúar-
bragðafræðingar tala um bókina sem
kom út árið 1998 sem trúverðuga og
hefúr sr. Moon sjálfur gengist við því
að hann hafi vanrækt eigin fjölskyldu
meðan trúarhreyfingin átti hug hans
allan. Bókin varð þó til þess að ýmsir
meðlimir trúarhreyfingarinnar sögðu
skilið við hana, meðal annars hér á ís-
landi."
Framámenn mæta á ráðstefnur
Moons
„Með falli kommúnismans dró sr.
Moon verulega úr beinum stjómmála-
afskiptum og hefur þess í stað varið
mestri orku samtakanna í ráðstefhu-
hald með trúarleiðtogum, stjómmála-
leiðtogum og ýmsum öðrum framá-
mönnum frá sem flestum löndum til að
efla almenna siðferðisvitund og styrkja
Steingrímur Hermannsson
Moon kom vel fyrír