Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Side 38
58 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 Helgin DV Guðjón Arnar Kristjánsson fann ástina í Póllandi. Hjónaband hans og Maríönnu Barböru hefur verið hamingjuríkt enda segir hann Pólverja hið besta fólk. Hjónin eru mjög ósátt við þann rasistastimpil sem meðlimir Frjálslynda flokksins hafa fengið fyrir það sem þau telja opinskáa umræðu um málefni innflytjenda. „Mve/fn hmþeti ástwðfyr * bítandi frostinu kemur stór og mikill maður gangandi frá Al- þingishúsinu, honum við hlið er Ijóshærð kona nokkru yngri. Konunni er augljóslega kalt enda frostið mikið. Hún réttir hendur sínar til mannsins og hann yljar henni með ástúðlegum svip. Þetta eru þau Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokks- ins, og eiginkona hans Maríanna Barbara Kristjánsson, starfsmað- ur á leikskóla í Mosfellsbæ. Ástin í Póllandi Ástin á milli þeirra kviknaði í Póllandi árið 1987. Guðjón var þá skipstjóri og hafði siglt togaran- um Páli Pálssyni frá Japan til Is- lands 1973 og til Póllands í endur- byggingu 1987. I hafnarborginni Gdynia dvaldi hann í um það bil eitt ár. Sú dvöl skilaði honum ekki bara endurbyggðu skipi heldur nýrri konu. „Ég veit nú ekki alveg hvort þetta hafi verið ást við fyrstu sýn,“ segir Guðjón og lítur kank- vfslega á konu sína. „Ég var nú orðinn rúmlega fertugur og átti fimm börn, þannig að þetta var ekki mjög ungæðisleg ást, held- ur meira eins og gengur og gerist hjá fólki," segir Guðjón en tvö ár voru liðin á þessum tíma frá því að hann og fyrrverandi eiginkona hans Björg Hauksdóttir skildu en fyrir það hjónaband hafði hann eignast tvö börn. Barbara var einnig fráskilin og átti tvö börn með pólskum manni. Það var því barnmargt á heim- ili þeirra strax frá upphafi en það segja þau bæði að hafi ekki spillt fyrir, þvert á móti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.