Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Síða 58
 78 FÚSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 Slðast en ekki slst DV DÓMSTÓLL götunnar IðrastÁmi Johnsen gjörðasinna? „Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst r skömm að þvl að hann fari á þing og slæm skilaboð til unga fólksins" Gréta Ingimarsson, ellilífeyrisþegi „Já, mér finnst hann hafa iðrast nóg og ég styðhannáþing." Þórir Erlingsson, verkamaður „Já, hann hefur gert það og er búinn að taka útsina refsingu. Ég heffundið fyrir fordómum I minn garð þrátt fyrir að ég sé búinn að taka útmína refsingu. Árni á fullan rétt á sér og ég veiti honum minn stuðning.“ Sævar Ciesielski „Getur maður vitað það?Annars fannst ■"* mér kjánalegt afhonum að segjast hafa gert tæknileg mistök.“ Berta Guðmundsdóttir, ellilífeyrisþegi „Ég vil ekkifáhanná þing. Vissulega á fólk að fá fyrirgefningu en ekki I hans starfi.“ Hólmfríður Petersen, þjónustustjóri Kringlunnar „Nei, llklega ekki en ég ersamtekki á móti þvl að hann fari á þing.“ Anna María Þorkelsdóttir, nemi „Já, ég heldþað.“ Már Mortensen „Já, og mér finnst leiðinlegt hvernig ástsæll tónlistamaður getur gert lltið úrÁrna. ' • Hann er búinn að taka út slna refsingu." Kristinn Haukdal Styrmisson , „Ég er bæði með og á móti Árna en mér fannst hann hrapa mikið I áliti þegar hann talaði um aö hafa gert tæknileg mistök." Magnús Agústsson, fyrrverandi flugmaður Sykurmolarnir spila í Laugardalshöll í kvöld Múm og Rass hita upp Hljómsveitin Sykurmolarnir ætl- ar að koma saman að nýju eftir 14 ára hlé með stórtónleikum. Tón- leikarnir verða í kvöld í Laugardals- höli og verður ekkert til sparað. Það verða hljómsveitimar Múm og Rass með Óttari Proppé sem hita upp fyr- ir Sykurmolana. Búið er að selja um þúsund miða til erlendra aðdáenda hljómsveit- arinnar og hefúr verið töluverður áhugi hér á landi. „Þettá er svona eins og að hjóla mikið að þetta var til í hausnum," segir Björk Guðmundsdóttir um hvernig það hafi verið að byrja að æfa gömlu Sykurmolalögin aftur fyrir tónleikana sem verða í kvöld í Laugardalshöll. Björk og Rass Það var mikið fjör á blaðamannfundi sem Sykurmolarnir héldu á barnum Sirkus. „Það eru kannski svona tækni- atriði eins og textarnir sem ég var aðeins búin að gleyma," segir Björk og bætir við að þau hafi hlustað að- eins á plöturnar til að rifja upp sum lögin. „Sum lög verða sungin á íslensku og önnur á ensku. Ég held að það séu aðeins fleiri á íslensku," segir Björk en Sykurmolarnir sungu yfirleitt lög- in sín á íslensku þegar hljómsveitin spilaði hér á landi. Þegar Björk er spurð um hvort það hafi ekki verið erfitt að velja þau 17 lög sem þau ætla að spila á tónleikun- um þá segir hún að hljómsveitin hafi kosið hvaða lög yrðu spiiuð í Höllinni í kvöld. „Það vom 14 lög sem allir voru sammála um og þau lög sem fengu minna en 4 atkvæði fengu ekki að vera með," segir Björk og bætir við að hún sé orðin spennt fyrir tónleik- ana. Jóhannes í Bónus litríkur í sjónvarpinu Keypti snobb- trefil í Magasin du Nord Fyrir heimsborgara Klawsklp# ameriskur still rned evrópskurrml bhe, wgir á heima^iöu Gant urrm fötin '■em þeir framleida. Stórkaupmaðurinn Jóhannes Jónsson í Bónus sást skarta ansi skrautiegum trefli í sjónvarpinu í vikunni. í fréttum sást Jóhannes mæta ásamt lögmanni sínum í yf- irheyrslu til starfsmanna embættis ríkislögreglustjóra vegna rannsókn- ar á meintum skattalagabrotum er tengjast starfsemi Fjárfestingafé- lagsins Gaums og mátti þá sjá hann bera trefilinn góða. „Já, hann er fallegur þessi trefill. Hann er líflegur. Þegar menn eru líf- legir þá geta þeir skreytt sig líflega," segir Jóhannes og hlær. „Þetta er bara Gant-tíefill sem var keyptur í Maga- sin du Nord í Kaupmannahöfn." Ef skoðuð er heimasíða Gant, segjast þeir framleiða vörur f klassískum, amerískum stíl með evr- ópskum blæ. Sem sagt vörur fyrir sanna heimsborgara. „Já, þetta er voðalega fi'nt merki, annars væri ég ekki í því. Ég er svo snobbaður," segir Jóhannes og skelli- hlær. „Ég keypti hann í vor. En mig minnir reyndar að konan hafi keypt hann, ég hef ekki svona mikil völd," segir Jóhannes og bætir við að hann sé mikill treflamaður og líði vel með trefil um hálsinn. „Þetta er líka til að flikka upp á útlitið," segir Jóhannes ?■ sem greinilega tekur sjálfan sig ekki of al- varlega. myrdal@dv.is Magasin du Nord Baugur erstærsti eigandiþessa þekkta, danska vöruhúss sem Jóhannes keypti trefilinn góða I. Helgi Felixson kvikmyndagerðarmaður í Svíþjóð er nú við tökur á Islandi Gerir samninga við sjónvarpsstöðvar víða í Evrópu Helgi Fetixson Við tökur á mynd sinni um Skaftfelling VE30 fyrr Isumar. Skaftfellingur þykir merkisskip og hvllir nú lúin bein á safni I Vík I Mýrdal. Skipverjar á Skaftfellingi björguðu meðal annars þýskri kafbátaáhöfn I seinni heimsstyrjöldinni en ýmsum áður óþekktum viðburðum eru gerð skil i myndinni. Nýlega var haldin kvikmynda- kynning í Árósum í Danmörku þar sem Felixfilm, fyrirtæki Helga Felix- sonar, náði samningum um heim- ildarmynd sína The Antagonist of Dreaming, sem fjallar um listakon- una Marianne Greenwood. Norski kvikmyndasjóðurinn ákvað að styrkja myndina og sjónvarpsstöðvar á öll- um Norðurlöndum hafa ákveðið að taka hana til sýningar auk þess sem samningar standa yfir við ZDF-Arte í Þýskalandi um kaup á myndinni. Helgi er nú staddur hér á landi við framhaldstökur á mynd sinni um Skaftfelling VE 30, sem sinnti flutn- ingum fyrir Skaftfellinga á árum áður. „Myndin hefur verið að vaxa í hlutfalli við það efni sem ég er að ná í. Þetta er stór saga þar sem þrír meginþræðir fléttast saman og verð- ur að lokum mynd upp á eina og hálfa klukkustund. Ég er búinn að forklippa einhverjar 50 mínútur og kom heim núna til að skjóta nokkra ramma sem mig vantaði inn í og semja við Sjónvarpið sem ætíar að Marianne Greenwood og Picasso Listakonan tók myndir afflestum stærstu listamönnum Evrópu á slnum tíma en mynd Helga og konu hans Titti Johansson segirfrá ótrúlegri og viðburðaríkri ævi hennar. vera með í þessu. Kvikmyndasjóð- ur styrkti þessa mynd í upphafi og kom mér af stað með hana. Þá eru alltaf einhverjir fundir um alls kyns mál því það er nauðsynlegt að vera með mörg járn í eldinum. Við erum að vinna að þó nokkrum verkefnum í hjá Felixfilm bæði í framleiðslu og hvað varðar dreifingu," sagði Helgi í stuttu spjalli við DV. Helgi hefur starfað við kvikmynda- gerð í Svíþjóð í tuttugu ár með höfuð- áherslu á heimildarmyndir en vinnu- svæðið nær til nánast allra heimsálfa. „í dag eru það fyrst og fremst þess- ar tvær myndir sem við einbeitum okkur að auk myndar sem við erum að gera um kjamorkutilraunir Frakka í Suðurhöfum, sem Evrópusjóðurinn styrkir. Myndin um Skaftfelling verð- ur tæplega tilbúin fyrr en eftir rúmt ár því þetta er það stórt verkefni," sagði Helgi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.