Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Síða 20

Freyr - 15.03.1957, Síða 20
100 FRE YR EINAR ÞORSTEINSSON: UM HIRÐINGU KLAUFA Þeir sem lesa fyrirsögn þessarar greinar verða ef til vill undrandi, svo fátítt hefur verið fram að þessu að klaufir kúa séu skornar og réttar, ef þær slitna ekki jafnt og rétt við gang dýranna. í Danmörku, og fleiri nautgriparæktar- löndum, hefur komizt talsverður skriður á þetta mál á síðustu árum. Þar eru í sumum héruðum menn, sem hafa það aö atvinnu að ferðast um og skera klaufir kúnna hjá hændum. Þessir menn hafa hlotið sérþekk- ingu á þessu sviði á námskeiðum, sem hald- in eru á Landbúnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn. Auk þeirra hafa allir dýra- læknar sérþekkingu á þessu sviði. Mikið er gert til að koma þessum málum í betra horf, ep mikið vantar enn á að allir séu með. Það er því miður algeng sjón að sjá kýr, sem eiga mjög erfitt með gang vegna van- hirtra klaufa. Þetta kemur oft í ljós við að kýrnar eru mjög sárfættar og jafnvel haltar. Orsökin er oft misvaxnar eða óeðli- lega langar klaufar. Eins og allir þekkia, sem kynni hafa af nautgripum, er mjög erfitt að fá vald yfir fótum þessara dýra, einkum afturfótunum. Það er því þýðing- armikið að nota rétt handtök og aðferðir við aðgerðir. Ég vil þá í stuttu máli lýsa þeim aðferð- um, sem mest eru notaðar í Danmörku. Sú aðferð, sem er hægust við þetta verk, er að nota ,,sjálfheldubás“. Slíkir básar eru þá hafðir á hjólum og hægt að flytja þá milli bæja. Básar þessir eru nokkuð dýrir, gætu verið félagseign. (Búnaðarfélag, nautgripa- ræktunarfélag). í þeim er skepnan bundin föst. Breið gj örð er undir kviðinn, sem held- ur því uppi og fæturnir svo bundnir fastir til skiptis á tréklossa, sem eru færanlegir á botni bássins, meðan klaufirnar eru skorn- ar og réttar. Dyr eru á básnum að fram- an svo hægt er að leiða dýrið beint út úr básnum að aðgerð lokinni. Klaufir er þó mjög auðvelt að laga þó ekki sé völ á „sjálfheldubás“, en þá er nauðsynlegt að tveir menn vinni saman. Framfætur naut- gripa er venjulega hægt að taka upp á sama hátt og á hestum. Afturfætur er hins vegar erfitt að taka upp á sama hátt. Þá er hægast að nota háband, sem sett er á lærið neðanvert. Þetta er gert á þann hátt, að mjúkur kað- all, nokkuð sver, er „splæstur“ saman þann- ig, að lengdin tvöföld er ca. 50—60 cm. Lykkju þessari er brugðið um lærið neðan-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.