Freyr

Volume

Freyr - 15.03.1957, Page 23

Freyr - 15.03.1957, Page 23
FREYR 103 cio vulgaris). Flestir bændur, sem hættu kartöflurækt á jarðhitasvæSinu á Bakka, fengu sér útsæði frá Gróðrarstöðinni á Akureyri og gerðu sér nýja garða heima. En á stöku stað munu menn hafa notað útsæði frá sýkta Bakkasvæðinu — og þá sennilega flutt hnúðormana með því í garða sína. Ber að leggja þá garða niður aftur og hætta kartöflurækt á sýktu svæð- unum á Bakka og í Ærlækjarseli. — Hætt er við að hnúðormurinn sé orðinn út- breiddur í Námaskarðsgörðunum, en þar er jarðylur. Mun rannsókn fara þar fram í sumar. Ættu menn að varast að nota útsæði þaðan. Sýkta garða þarf hvarvetna að leggja niður. Mun vera í ráði að setja sérstaka löggjöf um þau málefni. — Hnúð- ormarnir þykja hin versta kartöflupest víða um lönd og eiga margar þjóðir í bar- áttu við þá. Kortið sýnir útbreiðslu kartöfluhnúð- ormsins (samkvæmt skýrslum Búnaðar- deildar Atvinnudeildar Háskólans). Á kort- ið vantar Ærlækjarsel, en það er skammt frá Bakka. Sést að sýkingin er langmest um suðvestanvert landið Margir sýktu garðarnir hafa verið lagðir niður. Þarf nauðsynlega að breyta öllum sýktu görð- unum i graslendi og loka þeim þannig. Ingólfur Davíðsson. Smitandi júgurbólga (Mastitis). Smitandi júgurbólgu er auðvelt fyrir hvern einasta bónda að koma í veg fyrir. Smitandi júgurbólga er oftast afleiðing af áverkum á innri hluta júgursins og spena. Þess vegna er hægt að stemma stigu við sjúkdómnum og í mörgum tilfellum hægt að komast hjá honum, ef eftirfarandi atriði eru tekin til greina: 1. Gætið þess, að mjaltavélin vinni ekki við hærri þrýsting en 38 cm. Þrýsti- mælir kerfisins getur verið í ólagi. Lát- ið þess vegna athuga hann að minnsta kosti einu sinni á ári. 2. Mjólkið aldrei mjólk í básana. Notið heldur mjaltabolla (kontrolmál) 3. Takið mjaltavélina af kúnni um leið og kýrin er fullmjólkuð. Ef vélin er of

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.