Freyr

Volume

Freyr - 15.03.1957, Page 27

Freyr - 15.03.1957, Page 27
FREYR 107 íslendingar á vélanámskeiði í Bretlandi. Hinn 18. marz s.l. fór hópur Islendinga út 11 Englands að sækja námsskeið í viðhaldi og meðferð Ferguson- dráttarvéla og Iandbúnaðarvéla. í hópnum eru 25 bænd- ur. Iausamenn og vélamenn, sem vinna með Ferguson- vélum og þurfa að sjá um viðhald þeirra. Námskeiðið er haldið að tilhlutan Dráttarvéla h.f. Fararstjóri er Hjörtur Þórarinsson, bóndi að Tjöm í Svarfaðardal. Búnaðarþing kom saman 22. febr. s.l. og stóðu fundir þess til 18. marz. 21 fundur var haldinn og af 47 málum, er fyrir þinginu lágu hlutu 44 afgreiðslu. Húsnæðisvandræði háðu þinginu mjög störfin og varð það af þeim sökum lengra en ella. Nánari frásögn af störfum Búnaðarþings kemur í maí-blaði Freys. Hvert mannsbarn át átján kg. af sykri. Sykurneyzla jarðarbúa hefur vaxið jafnt og þétt síð- ustu 6 árm og mun halda því áfram jafnhliða því sem raunverulegar tekjur manna aukast, segir í skýrslu frá FAO. Heildarneyzlan í heiminum var s.l. ár 39.8 millj. lestir, en það svarar til 18,4 kg meðalneyzlu af sykri á mann. Nýtt Baconsvín í Kanada. Eftir margra ára starf hefur kanadískum tilrauna- mönnum tekizt að rækta upp nýjan stofn Baconsvína. Nýi stofninn, er hlotið hefur nafnið Lacombe er kominn til við víxlfrjóvgun gamals kanadísks stofns. chester white og berkshire.. Að sögn eru svín af þessum nýja stofni létt á fóðrum. Þvegnar kartöflur. A Hollandi eru þeir byrjaðir á að selja í verzlunum þvegnar kartöflur, í mismunandi stærðarflokkum. Þessar kartöflur hafa verið seldar í 5 kg pökkum, annaðhvort skænispokum (sellófan) eða prppírspokum með gagn- sæum glugga á. Það hefur komið í ljós, að hollenzku húsmæðurnar borga fúslega verðauka þann, er af þvottmum li'ýzt. Enn sem komið er hefur þó lítið magn af kartcflum A erið sent á markaðinn í þessum umbúðum. Orrustan við flugurnar. Síðastliðið ár voru tiofosfór-ræmur — nýi flugnaban- inn — settar upp í um 150.000 sænskum fjósum. Að sögn varð árangurinn nær undantekningarlaust góður. Sœnsk tilraun með kynákvörðun nautgripa. Prófessorinn í búfjárlífeðlisfræði við búnaðarháskól- ann x Ultuna í Svíþjóð hefur hafið sæðingartilraunir með 300 kýr, til þess að fá úr því skorið, hvort unnt sé að ákveða fyrirfram kyn kálfa. Helmingur kúnna er sæddur með karlkynskynfrumum og helmingur með kvenkynskynfrumum, en kynfrumurnar eru aðskildar þannig, að sæðið er skilið í sérstakri skilvindu. Nú er beðið eftir því að kýrnar beri. Þess er vænzt, að helm- ingur kúnna beri bolakálfum og vafalaust bregður ekki mikið út af því, en menn bíða þess með eftir- væntingu, hvort það verða kýrnar, sem sæddar voru með karlkvnsfi'umunum, sem bera bolakálfunum. Danir flytja út kasein og ostefni. Árið 1956 fi-amleiddu dönsk mjólkurbxx um 5000 lest- ir af kaseini og ostefni með 35% þurrefni. Er það helmingi meira en ársframleiðsla undanfarinna tveggja ára. Því nær öll framleiðslan var flutt út og gaf hún Dönum sem svaraði 20 millj. ísl. króna í gjaldeyri. Freyr- BÚNAÐARBLAÐ Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. - Útgáfunefnd: Einar Ólafsson, Pdlmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. - Ritstjóri: Gisli Kristjánsson. - Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 8-22-01. Áskriftarverð FREYS er krónur 60.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.