Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1960, Side 5

Freyr - 15.04.1960, Side 5
FÉLAGSTÍÐINDI STÉTTARSAMBANDS BÆNDA SVERRIR GÍSLASON: Verðlagsmál Tuttugasta og fimmta febrúar s.l. varð sam- komulag í sexmannanefndinni um verðlags- grundvöll og verð á landbúnaðarvörum fyrir verðlagsárið frá 1. sept. s.l. til 31. ágúst n.k. Höfðu þá fundir og umræður um verðlags- málin, innan sexmannanefndarinnar, staðið yf- ir frá því snemma í janúar s.l. Áður en ég ræði nánar um þennan nýja verðlagsgrundvöll fyrir verð á landbúnaðar- vörum, ætla ég að víkja nokkuð að því, sem var undanfari þess, að verðlagsgrundvöllur- inn varð svona síðbúinn. Umræður um nýjan verðlagsgrundvöll hóf- ust að venju síðari hluta ágústmánaðar. Lagði þá hagstofustjóri fram gildandi verðlags- grundvöll, reiknaðan með þeim verðbreyting- um, sem höfðu átt sér stað á hinum einstöku gjaldaliðum verðlagsgrundvallarins á verð- lagsárinu. Reyndust þær valda 3.18% hækk- un á gjaldahlið verðlagsgrundvallarins. Síð- ar upplýsti hagstofustjóri, að hækkunin væri ekki nema tæp 3%. Strax í byrjun virtist vera frekar lítill áhugi sumra nefndarmanna fyrir samkomulagi um nýjan verðlagsgrundvöll og frekar langt á milli nefndarhlutanna. Annar nefndarhlutinn vildi enga hækkun afurðaverðs, eða jafnvel lækkun, hinn nefndarhlutinn, það er fulltrúar frainleiðenda, töldu hækkun á afurðaverði nauðsynlega vegna hækkaðs reksturskostnað- ar og vegna þeirrar launahækkunar, sem bændur fóru á mis við haustið 1958.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.