Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 7

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 7
FREYR 111 Álvktun fundarins var að cngu höfð af hálfu ríkisstjórnarinnar. Á fundi stjórnar Stéttarsambandsins 5. nóvember samþykkti hún einróma að láta fara fram atkvæðagreiðslu dagana 20.—25. nóv. um heimild fyrir stjórn Stéttarsambandsins til þess að stöðva sölu á mjólk. Atkvæði áttu að greiða allir mjólkur- framleiðendur á fyrsta verðlagssvæði, þ. e. bændur i sýslunum þrem austan Hellisheiðar, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgarfjarðar- sýslu, Mýrasýslu, Snæfellsnessýslu og Dala- sýslu. Atkvæði féllu þannig: Alls tóku þátt í atkvæðagreiðslunni 72 bún- aðarfélög. Á kjörskrá voru: 2079 menn. Atkv. greiddu 1506 menn 72.40% Já sögðu 1399 — 92.90% gr. atkv. Nei sögðu 86 — 5.71%— — Auðir seðlar og óg. 21 — 1-39%— — 100.00% Eins og atkvæðatölurnar bera með sér var afstaða bændanna til málsins skýr og ákveðin og ber því vitni, að bændurnir munu standa saman einhuga um hagsmunamál bændastétt- arinnar. Á fundum bænda, sem haldnir voru utan fyrsta verðlagssvæðis, kom greinilega fram áhugi bænda og einhugur í málinu. Komu sumstaðar fram og voru samþ. tillögur, þar sem bændur buðust til að standa að greiðslu kostnaðar, sem af sölustöðvuninni mundi leiða og ennfremur að taka þátt í tjónabótum til þeirra bænda, sem að sölustöðvuninni stæðu. Þegar eftir stjórnarskiptin í nóvembermán- uði s.l. hóf landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, undirbúning að því að sexmanna- nefndin og þeir aðilar, sem að henni standa, gerðu tilraun til þess að ná samkomulagi um breytingar á öðrum kafla laganna um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins o. fl. Stjórn Stéttarsambandsins féllst á að gera tilraun til samkomulags um breytingar á II. kafla Framleiðsluráðslaganna og tilnefndi til þeirra samninga þá Steingrím Steinþórsson, Sigurjón Sigurðsson og Sverri Gíslason. Neyt- endasamtökin tilnefndu þá Sæmund Ólafs- son, Einar Gíslason og Eðvarð Sigurðsson. Samningar um lagabreytingarnar hófust fyrstu daga desembermánaðar undir stjórn hins mæta hæfileika- og atorkumanns Gunn- laugs E. Briem, ráðuneytisstjóra. Meðan á samningum stóð var stjórn Stéttarsambands- ins og fulltrúar Framleiðsluráðs alla jafnast í Reykjavík. Samningar náðust að síðustu með öllum fulltrúum sexmannanefndarinnar hinn 12. des. s.I. Þær breytingar, sem gerðar voru á öðrum kafla laganna og mestu máli skipta, voru þess- ar: 1. Sexmannanefndin skal nú, auk verðlags- grundvallarins sjálfs, fjalla um vinnslu og dreifingarkostnað landbúnaðarvara og um smásöluálagningu til verðlagningar á söluvörum landbúnaðarins frá byrjun við- komandi verðlagsárs, svo og um hækkun á söluverði kindakjöts og garðávaxta vegna geymslukostnaðar á verðlagsárinu. Verði ekki samkomulag um einhver at- riði þessa máls með sexmannanefndinni, skal skjóta þeim atriðum, sem á milli ber, til yfirnefndar. 2. Heimilt er að breyta afurðaverði til fram- leiðenda og þar með söluverði landbún- aðarvara ársfjórðungslega frá 1. des. og 1. júní vegna breyttrar kaupvísitölu eða hækkunar grunnkaups. Um tillögur fram- leiðsluráðs í þessu atriði getur sexmanr.a- nefndin fjallað og vísað til yfirnefndar, ef ekki er samkomulag innan sexmanna- nefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.