Freyr - 15.04.1960, Qupperneq 7
FREYR
111
Álvktun fundarins var að cngu höfð af
hálfu ríkisstjórnarinnar. Á fundi stjórnar
Stéttarsambandsins 5. nóvember samþykkti
hún einróma að láta fara fram atkvæðagreiðslu
dagana 20.—25. nóv. um heimild fyrir stjórn
Stéttarsambandsins til þess að stöðva sölu á
mjólk. Atkvæði áttu að greiða allir mjólkur-
framleiðendur á fyrsta verðlagssvæði, þ. e.
bændur i sýslunum þrem austan Hellisheiðar,
Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgarfjarðar-
sýslu, Mýrasýslu, Snæfellsnessýslu og Dala-
sýslu.
Atkvæði féllu þannig:
Alls tóku þátt í atkvæðagreiðslunni 72 bún-
aðarfélög.
Á kjörskrá voru: 2079 menn.
Atkv. greiddu 1506 menn 72.40%
Já sögðu 1399 — 92.90% gr. atkv.
Nei sögðu 86 — 5.71%— —
Auðir seðlar og óg. 21 — 1-39%— —
100.00%
Eins og atkvæðatölurnar bera með sér var
afstaða bændanna til málsins skýr og ákveðin
og ber því vitni, að bændurnir munu standa
saman einhuga um hagsmunamál bændastétt-
arinnar.
Á fundum bænda, sem haldnir voru utan
fyrsta verðlagssvæðis, kom greinilega fram
áhugi bænda og einhugur í málinu. Komu
sumstaðar fram og voru samþ. tillögur, þar
sem bændur buðust til að standa að greiðslu
kostnaðar, sem af sölustöðvuninni mundi
leiða og ennfremur að taka þátt í tjónabótum
til þeirra bænda, sem að sölustöðvuninni
stæðu.
Þegar eftir stjórnarskiptin í nóvembermán-
uði s.l. hóf landbúnaðarráðherra, Ingólfur
Jónsson, undirbúning að því að sexmanna-
nefndin og þeir aðilar, sem að henni standa,
gerðu tilraun til þess að ná samkomulagi um
breytingar á öðrum kafla laganna um Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins o. fl.
Stjórn Stéttarsambandsins féllst á að gera
tilraun til samkomulags um breytingar á II.
kafla Framleiðsluráðslaganna og tilnefndi til
þeirra samninga þá Steingrím Steinþórsson,
Sigurjón Sigurðsson og Sverri Gíslason. Neyt-
endasamtökin tilnefndu þá Sæmund Ólafs-
son, Einar Gíslason og Eðvarð Sigurðsson.
Samningar um lagabreytingarnar hófust
fyrstu daga desembermánaðar undir stjórn
hins mæta hæfileika- og atorkumanns Gunn-
laugs E. Briem, ráðuneytisstjóra. Meðan á
samningum stóð var stjórn Stéttarsambands-
ins og fulltrúar Framleiðsluráðs alla jafnast í
Reykjavík. Samningar náðust að síðustu með
öllum fulltrúum sexmannanefndarinnar hinn
12. des. s.I.
Þær breytingar, sem gerðar voru á öðrum
kafla laganna og mestu máli skipta, voru þess-
ar:
1. Sexmannanefndin skal nú, auk verðlags-
grundvallarins sjálfs, fjalla um vinnslu og
dreifingarkostnað landbúnaðarvara og
um smásöluálagningu til verðlagningar á
söluvörum landbúnaðarins frá byrjun við-
komandi verðlagsárs, svo og um hækkun
á söluverði kindakjöts og garðávaxta
vegna geymslukostnaðar á verðlagsárinu.
Verði ekki samkomulag um einhver at-
riði þessa máls með sexmannanefndinni,
skal skjóta þeim atriðum, sem á milli ber,
til yfirnefndar.
2. Heimilt er að breyta afurðaverði til fram-
leiðenda og þar með söluverði landbún-
aðarvara ársfjórðungslega frá 1. des. og
1. júní vegna breyttrar kaupvísitölu eða
hækkunar grunnkaups. Um tillögur fram-
leiðsluráðs í þessu atriði getur sexmanr.a-
nefndin fjallað og vísað til yfirnefndar, ef
ekki er samkomulag innan sexmanna-
nefndarinnar.