Freyr - 15.04.1960, Síða 8
112
FREYR
3. Þá er ný grein, 9. gr., sem er þannig:
Oheimilt er að bæta upp söluverð land-
búnaðarvara á erlenilum markaði, með
}>ví að liækka söluverð þeirra innanlands.
Tryggja skal greiðslu á þeim haila. sem
bændur kunna að verða fyrir af útflutn-
ingi landbúnaðarvara, en þó skal greiðsl-
an vegna þessarar tryggingar ekki vera
hærri en svarar 10% af heildarverðmæti
landbúnaðarframleiðslunnar viðkomandi
verðlagsár, miðað við það vcrð, sem
framleiðendur fá greitt fyrir afurðir sín-
ar. Hagstofa íslands reiknar fjárhæð þá,
er ber að greiða framleiðendum vegna á-
kvæðis annarrar málsgreinar þessarar
greinar.
4. Þá er sú breyting gerð á kosningu í sex-
mannanefnd, að af hálfu framleiðenda á
stjórn Stéttarsambandsins að kjósa tvo
fulltrúa, en Framleiðsluráð einn fulltrúa.
Þá fékk stjórn Stéttarsambandsins bréf
undirritað af forsætisráðherra þess efnis, að
ríkisstjórnin mundi greiða bændum þá hækk-
un á afurðaverði, sem samkomulag yrði um
í sexmannanefndinni, frá 1. sept. s.l, að telja.
Stjórn Stéttarsambandsins kaus í sex-
mannanefndina þá Sverri Gíslason og Einar
Olafsson, og Framleiðsluráð kaus í nefndina
Svein Tryggvason, framkvæmdastjóra Fram-
leiðsluráðs. Steingrímur Steinþórsson hefur
átt sæti í sexmannanefndinni alla tíð, fyrst
1943 og svo síðar frá 1947 að framleiðsluráðs-
lögin voru sett. Steingrímur hefur verið hinn
sterki hlekkur sexmannanefndarinnar. sem og
annarsstaðar í málefnum bændastéttarinnar
og unnið bændastéttinni ómetanlegt gagn með
vitsmunum sínum, þekkingu og mannkostum.
Þakka ég hér með Steingrími og Sigurjóni Sig-
urðssyni, sem einnig hefur átt sæti í sexmanna-
nefndinni frá byrjun, ljúfa og góða samvinnu
á mörgum undanförnum ái-um. Þá hefur og
Þórður Gíslason látið af störfum í sexmanna-
nefndinni, þar sein hann hefur átt sæti fyrir
Alþýðusamband Islands urn allmörg ár. Þórð-
ur er prúður og geðþekkur maður og færi ég
honum mínar beztu þakkir fyrir samstarfið.
I stað Þórðar Gíslasonar var kosinn, fyrir
Alþýðusamband Islands, Eðvarð Sigurðsson,
alþm.
Starf hinnar nýkjörnu sexmannanefndar
hófst snemma í janúarmánuði s.l. Frá bæjar-
dyrum okkar fulltrúa framleiðenda blasti við
fortíðin:
1. Málaferlin vegna 85 auranna, sem staðið
var svo mannslega að, þar sem fulltrúar
neytenda höfðuðu mál á hendur Fram-
leiðsluráði, án þess að gera minnstu til-
raun til að ræða við Framleiðsluráðið eða
Stéttarsambandið um það, hvort ekki væri
hægt að semja um annað frambúðar fyr-
irkomulag þessara mála, sein nú hefur þó
komið í ljós, að stjórn Stéttarsambands-
ins og Framleiðsluráðið var fúst til.
2. Baráttan fyrir því að fá vinnulið verð-
lagsgrundvallarins leiðréttan, um ára-
mótin 1959, til jafns við þá kauphækkun,
sem Dagsbrúnarverkamaðurinn fékk í
sept. 1958, eftir það að búið var að ganga
frá samningum um verðlagsgrundvöllinn,
áður en 5.4% kauplækkunin væri lögfest.
3. Sagt var af ríkisstjórninni og talsmönn-
um hennar, að leiðrétting þessara mála
fengju bændur með samningunum í ágúst
1959. En hvað skeði þá? Fulltrúar neyt-
enda í sexmannanefndinni hlaupazt úr
nefndinni. Ríkisstjórnin neitaði að setja
bráðabirgðalög um að hún, eða einhver
stofnun önnur t. d. Hæstiréttur, skipaði
mann í yfirnefndina svo málið fengi af-
greiðslu.
4. Þess í stað setur ríkisstjórnin bráða-
birgðalög, þar sem bannað er að hækka
verð á landbúnaðarafurðum fram til 15.
des. 1959.