Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1960, Síða 17

Freyr - 15.04.1960, Síða 17
Hamarsfirði og Berufirði fyrr á árum og einn- ig nú hin síðari ár, eftir að þeim fór að fjölga á ný, enda skammt þaðan á aðalstöðvar þeirra við Snæfell og í Kringilsárrana. Þau hreindýr, sem síðast voru flutt inn, voru þannig fengin, að Rentukammerið fól amt- manninum á Finnmörku, O. H. Sommerfelt, að kaupa hreindýr, er flytja skyldi til fslands. Leitaði amtmaður í þessu efni til Lappans Pét- urs Jónssonar (Per Jansen) í Aviovarre. Póru þau viðskipti svo, að Pétur gaf 30 hreinkýr til íslands, en seldi fimm hreintarfa. Hlaut hann silfurbikar frá Rentukammerinu í viðurkenn- ingarskyni fyrir hreindýragjöfina. Sjálfsagt hafa hreindýr ekki verið veidd fyrstu árin eftir flutning þeirra til landsins, en í Lovsamling for Island er birt bréf frá Kansellíinu til Rentukammersins, dags. 21. júlí 1787, þar sem látið er í ljós álit á, hverjar ættu að vera sektir fyrir brot á fyrirhuguðum fyrir- mælum um friðun hreindýra. En eigi sést, að friðunarfyrirmælin hafi verið gefin út, hvað sem valdið hefur. Pramannefnt bréf Kansellís- ins er þannig í þýðingu: „Þar eð hið konunglega Rentukammer hefur hinn 6. júní s.l. beiðzt álits Kansellísins um, hvaða refsingu kæmi til greina að ákveða fyrir brot á þeim fyrirhuguðu fyrirmælum, að í 10 ár að minnsta kosti mætti ekki beita skotvopn- um gegn hreindýrum þeim, sem á íslandi eru, þá viljum vér þjónustusamlega láta í Ijós, að vér teljum, að við ákvörðun refsingarinnar verði að gera mun á konunglegum embættis- mönnum, á óðalsbændum, hjáleigubændum og vinnufólki og á erlendum mönnum, sem koma til landsins í verzlunarerindum, og með það fyrir augum mætti ákveða refsinguna þannig: að ef konunglegir embættismenn eða prestar reynast sannir að sök um að hafa skotið hrein- dýr, skuli þeir fyrir hvert dýr, sem sannast að þeir hafi skotið, greiða í sekt 20 ríkisdali, óð- alsbóndi 10 ríkisdali, hjáleigubóndi, leiguliði, vinnumaður og lausamaður 5 ríkisdali, erlend- ur maður, sem kemur til landsins í verzlunar- erindum, 30 ríkisdali, en útlendingur, heimil- isfastur í landinu, hljóti sömu refsingu og kon- tmglegir embættismenn. Auk þessarar refsing- ar teljum vér, að greiða eigi verð hreindýrsins, og renni allt til fátækra í hlutaðeigandi byggð- arlagi, og ef hinn seki getur ekki greitt, þá yrði að refsa þeim, sem nefndir eru í þriðja flokki, með 2 vandarhöggum fyrir hvern rík- isdal, sem þeir eigi geta greitt. Þó sé við þá refsingu eingöngu miðað við sektirnar, en ekki verð dýrsins, og við ítrekað brot yrði að refsa með hinni ákveðnu sekt tvöfaldaðri.“ Hinn 19. maí 1790 var gefin út til- skipun, sem heimilar, að veidd séu 20 hreindýr árlega. Skyldi sú skipan gilda í þrjú ár og eingöngu norðan lands. Fékk sami mað- ur ekki að veiða nema eitt dýr og aðeins í októbermánuði. Einungis mátti skjóta tarfa, en kýr og kálfar yngri en eins árs voru frið- uð. Ef veiddar voru kýr og kálfar, varðaði það sektum, — 20 ríkisdölum fyrir kúna og 10 rík- isdölum fyrir kálf. Skiptist sektin jafnt milli uppljóstrarmanns og ríkisins. Ástæðan til þess, að leyft var að fara að veiða dýrin svo skömmu eftir flutning þeirra til landsins, mun hafa verið sú, að hreindýr- um þeim, sem sleppt var við Eyjafjörð 1783, fjölgaði svo ört, að árið 1790 eru þau talin 300 —400 og menn farnir að kvarta undan ágangi þeirra, bæði í heimahögum og á afréttarlönd- um, þar sem þau m. a. eyddu fjallagrösum, sem á þeim árum voru mjög notuð til mann-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.