Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1960, Side 23

Freyr - 15.04.1960, Side 23
FREYR 127 garnaveiki, þó að einskis af þessu yrði vart. Með bréfi 21. febrúar 1955 leitaði mennta- málaráðuneytið álits sýslumanna Múlasýslna, hreindýraeftirlitsmanns og hreppsnefnda þeirra, er hlutdeild áttu í veiðinni 1954, á því, hvort þessi fyrsta skipulega tilraun til hrein- dýraveiða hefði gefið þá raun, að rétt teldist að halda áfram í sama horfi eða haga þessu á annan veg. Svör hreppanna voru nokkuð misjöfn. Sýslunefnd Norður-Múlasýslu telur að halda beri áfram veiðum á sama eða svipuðum grundvelli og heimila veiðar minnst 600 hrein- dýra 1955. Sýslumaður S.-Múlasýslu og oddvit- ar Egilsstaðahrepps, Vallahrepps, Geithella- hrepps, Beruneshrepps, Skriðdalshrepps og fulltrúi Eiðahrepps telja ekki virðist of mikið þótt felld yrðu 600 dýr haustið 1955. Hrepps- nefnd Fellahrepps tekur fram, að víst sé, að bændur i Fellahreppi þoli ekki lengur ágang hreindýranna, þar sem þau haldi sig „þúsund- um saman“ í heiðum og búfjárhögum Fella- manna, Tungumanna og Jökuldælinga austan Jökulsár. Að höfðu samráði við hreindýraeftirlits- mann og sýslumenn Múlasýslna, voru á ný gefnar út reglur um hreindýraveiðar 1955, dag- settar 13. ágúst s. á. Voru þær í öllum megin- atriðum óbreyttar frá 1954. Síðan hafa slíkar reglur verið gefnar út árlega, síðast 1959. Sú breyting hefur á þeim orðið, að vegna þess hve treglega hefur gengið veiðin sum árin, og raun- ar öll árin miður en gert var ráð fyrir, hefur verið bætt inn í reglurnar heimild til að veita veiðifélagi eða einstaklingum leyfi til veiða, og er þá gjaldið fyrir hvert veiðidýr 250 krónur. Voru nokkur slík leyfi veitt og notuð haustið 1958 og 1959. Eftir að hreindýraveiði hófst í nokkuð stór- um stíl haustið 1954, hefur veiðin gengið sem hér segir samkvæmt skýrslum hreindýraeftir- litsmanns: Ár: Heimilað að veiða: Veidd hreindýr: 1954 600 443 1955 600 377 1956 600 300 1957 600 202 1958 600 196 1959 600 490 Af 3600 hreindýrum, sem heimilað hefur ver- ið að veiða á þessu sex ára tímabili, hafa veiðzt 2008 dýr. Um það má deila, hve stór hreindýrastofn- inn eystra á að vera. Það fer að sjálfsögðu eft- ir beitarþoli landsins og þá einnig því, hvort fremur ber að ætla hreindýrum beitiland en öðrum skepnum, — en verði hreindýrin ekki gerð arðgæfari en hingað til, þá munu þau naumast látin fækka öðrum kvikfénaði. Reynslan hefur sýnt, að nokkur andúð skap- ast á dýrunum, ef þau verða mjög mörg, með- an menn sjá ekki af þeim greinilegan hagnað, og er því hyggilegast, meðan verið er að fikra sig áfram um heppilega hagnýting hjarðar- innar eystra, að hafa hana ekki mjög stóra. ★ Eins og ljóst er af sögu íslenzku hreindýr- anna, sem nokkuð hefur verið rakin hér að framan, var um hríð margt hreindýra sunnan- lands og norðan, en var útrýmt. Áhuga hefur þó gætt hjá ýmsum á því að dreifa hreindýr- unum um landið á ný. Matthías Einarsson, læknir, lét flytja fjóra nýfædda hreinkálfa í flugvél austan af landi vorið 1939, sjö til við- bótar árið eftir og tvo vorið 1941 og ala þá upp að Arnarfelli í Þingvallasveit Hafði hann áður gert tilraun um flutning hreinkálfa, en hún mistókst og kálfarnir drápust fárra daga gamlir. Hreinkálfarnir, sem teknir voru 1939— 1941, voru hafðir í girðingu og virtust una sér vel. Dýrin urðu falleg og þrifleg. Fimm eða sex kálfar fæddust í Arnarfelli og döfnuðu vel. En svo tóku dýrin að drepast smátt og smátt, nema hvað einu var lógað. Upplýsingar þær, sem hér fara á eftir um dýrin, eru frá Guð- mundi Gíslasyni, lækni, að mestu byggðar, segir hann, á líffæraathugunum, sem Rann- sóknarstofa háskólans í Reykjavík gerði, svo og frásögnum kunnugra um lifnaðarhætti og fóðrun dýranna. Hreindýrin voru höfð í allstórri girðingu, og var þeim gefið lýsi og nokkuð af maís. Annars lifðu þau mestmegnis af valllendis- og heiða- gróðri, gengu þó stundum á túni og fengu lít- ilsháttar heygjöf í jarðleysum. Þau voru ekki hýst, heldur lágu við opið hús, sem þau leit— uðu þó aldrei inn í, nema fóður væri í boði.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.