Freyr - 15.04.1960, Page 25
hingað til lands til þess að athnga möguleika
á að st.unda hér hreindýrabúskap og hafa þá
dýrin tamin. Ferðaðist hann dagana 16.—29.
september um Suður-, Norður- og Austurland.
Lefzt honum vel á beitarskiiyrði fyrir hrein-
dýr á þeim svæðum, sem hann fór um. Einnig
telur hann sumarveðráttuna hér hagstæða
hreindýrum vegna hafvinda. sem hér b'ási, en
hreindýrin þoli illa mikinn sólarhita og einnig
boli bau illa ásókn skorkvikinda. Þá muni hér
og sn.ióléttara á vetrum en á b^eindýraslóðum
í Noregi. Hagen segir, að hre'ndvr bau, sem
hann sá í ferð þessari austnr á la.ndi. hafi ver-
ið falleg, hraustleg og vel á si°: komin að öllu
leyti og standi sýnilega ekki að baki norskum
og sænskum hreindýrum tömdum. En íslenzku
hreindýrin hafi ekki haft neina einkennandi
hætti villihreina, heldur nánast líkzt tömdum
dýrum, sem orðin séu villt. Beitilandinu inn
á hreindýraslóðunum eystra lýsir hann sem
frábærlega góðu haglendi fyrir hreina, bæði
sumar, haust og vetur. Þegar Hagen Lappa-
fógeti var þarna á ferð, voru hreindýrin álitin
vera 8—900. Hann segir, að beitilandið þoli
miklu stærri hjörð, líklega allt að 2000 dýr.
Segir hann, að ef menn vilii varðveita villta
stofninn, þá sé sá staður, sem dýrin nú gangi
á evstra, hinn rétti. Hann kveðst ekki álíta rétt
að temja þennan stofn eða taka þetta svæði
fyrir tamda hreinahjörð og þreng.ja á þann
hátt að villtu dýrunum. Tekjurnar af þessum
hreindýrum verði að fást með veiðum úr hiörð-
inni, sem ætti að geta orðið nokkur árlega.
Beri að hafa gát á, að hvorki verði of mikið
af gömlum geldkúm né gömlum törfum í hjörð-
inni. Hagen áætlar, að úr 1700—1800 dýra hjörð
muni óhætt að veiða um það bil 200—250 dýr.
Eigi segir hann, að sér hafi gefizt tækifæri til
að athuga aðra staði, er henta kunni villtri
hreindýrahjörð, en vera megi, að svæðið um-
hverfis Snæfellsjökul henti og einnig við
Drangajökul. Varpar hann þessu fram án þess
að hafa athugað staðhætti.
Á ýmsum þeim stöðum öðrum. sem Hagen
Lappafógeti sá í ferð sinni, segir hann einungis
koma til greina að hafa tamin hreindýr, þ. e.
dýr, sem gætt sé allan ársins hring. Þó er svæð-
ið við Langjökul nokkur undantekning. Segir
Hagen, að svo virðist, sem um fjalllendi Is-
lands muni hvarvetna góð sumarbeit fyrir
hreindýr. — Því skal skotið hér inn í, að litlar
athuganir hafi farið fram á því, á hverju ís-
lenzku hreindýrin lifa aðallega. En í Svíþióð
hafa farið fram athuganir á þessu, og fer fæða
dýranna eftir árstíðum. Á vetrum éta þau
fjallagrös, hreindýramosa og ýmsar fléttuteg-
undir. Þá éta þau brum og ársprota gulvíðis,
bugðupunt og língresistegundir. Einnig nýjustu
greinar af fjalldrapa, bláberjalyngi og fleiri
lyngtegundum. Norðmenn segja hinsvegar, að
hreindýr éti því aðeins greinar af runnum, að
hungur sverfi að þeim, því að þau þoli illa börk
eða barr. Ekki geðjast þeim vel loðvíðir eða
grávíðir, en éta þó eitthvað af yngstu sprot-
unum, þegar hart er um. Sumarbithagar
hreindýra eru einkum mýrar og fúaflóar með
vetrarkvíðastör og horblöðku. Síðla sumars
sækjast þau mjög eftir sveppum og á haustin
þyrja þau að éta skófir, ásamt grösum og hálf-
grösum. Guðmundur Þorláksson, magister,
segir, að í Noregi sé talið, að hreindýr og sauð-
fé nærist aðeins að litlu leyti á sömu tegund-
um gróðurs, og nýtist því beitiland vel ef hrein-
dýr og sauðfé gangi um sömu slóðir. Bæði Sví-
ar og Norðmenn telji það óþekkt, að hreindýr
valdi skemmdum á skógi. Vera má, að íslenzku
hreindýrin hafi nú að einhverju leyti frá-
brugðna lifnaðarhætti.
Víkjum nú aftur að skýrslu P. Hagen, Lappa-
fógeta. Af svæðum þeim, sem hann sá, álítur
hann umhverfi Mývatns vel henta taminni
hreindýrahjörð að vetrarlagi, en beina verði
dýrunum í aðra bithaga á sumrum. Telur hann